Enski boltinn

Sterling í öðru hláturgasmyndbandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Raheem Sterling er umtalaðasti knattspyrnumaður Bretlands þessa dagana. Samningsmál hans hjá Liverpool eru eldfim og hefur félagið nú hafnað tveimur tilboðum frá Manchester City í kappann.

Fyrr í vetur komst Sterling í fréttirnar ef myndefni birtist af honum þar sem hann virtist hafa fallið í yfirlið eftir að hafa andað að sér hláturgasi.

Honum var ekki refsað fyrir athæfið enda ekki um ólöglegt efni að ræða. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, áminnti hins vegar kappann og minnti hann á ábyrgðarhlutverk sitt sem íþróttamaður í fremstur röð og fyrirmynd.

Þessi föðurlega ræða virðist hins vegar haft takmörkuð áhrif á Sterling því nú í morgun birti The Sun, götublaðið enska, frétt sem sýnir að Sterling var nýlega í veislu með vinum sem virðast vera að anda að sér hláturgasi.

Svo virðist sem að myndefnið hafi verið tekið upp á Ibiza þar sem Sterling var í fríi eftir landsleik Englands gegn Slóveníu um helgina. Það sést þó ekki til Sterling að anda að sér efninu en myndefnið gæti verið nóg til að reita forráðamenn Liverpool og Rodgers til reiði.


Tengdar fréttir

Man City hækkaði tilboð sitt í Raheem Sterling

Manchester City hefur sent Liverpool nýtt tilboð í enska landsliðsmanninn Raheem Sterling samkvæmt frétt á BBC og er nú tilbúið að borga 35,5 milljónir punda fyrir þennan tvítuga leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×