Enski boltinn

Coutinho spenntur fyrir komu Firmino

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coutinho í leik með Liverpool.
Coutinho í leik með Liverpool. vísir/getty
Philippe Coutinho, hinn brasilíski miðjumaður liverpool, er spenntur fyrir komu landa síns, Roberto Firmino, til Liverpool. Firmino kemur frá Hoffenheim, en hann var keyptur á rúmar 21 milljónir punda.

„Mér finnst þetta frábærar fréttir. Firmino er frábær leikmaður og ég þekki hann frá brasilíska landsliðinu. hann er frábær karakter og persóna," sagði Coutinho við heimasíðu Liverpool.

„Hann er sterkur, snöggur, kvikur, mjög góður á boltanum og skorar fulltaf mörkum - hann er frábær framherji. Ég er viss um að hann mun i hjálpa okkur á næstu leiktíð."

Coutinho og Firmino hafa spilað saman hjá brasilíska landinu og er sá fyrrnefndi spenntur fyrir komandi tímabili hjá Liverpool.

„Ég hlakka til að spila með honum hjá Liverpool. Ég hlakka til að spila aftur með Liverpool, en einnig vil ég hjálpa liðinu til að komast í þá stöðu að vinna titla."

Firmino er sá fimmti sem Liverpool fær í sumar, en áður höfðu þeir Danny Ings, James Milner, Joe Gomez og Adam Bogdan.

„Ég er viss um að allir leikmennirnir sem eru að koma inn í liðið munu gera okkur sterkari og ég hlakka til að byrja spila í deildinni. Ég er nokkuð viss um að hlutirnir muni falla fyrir okkur á vellinum á næstu leiktíð," sagði Coutinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×