Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. júní 2015 12:00 Sigurður Bessason, formaður Eflingar, gagnrýnir að ekki hafi verið haft samráð við stéttarfélagið við undirbúning aðgerðanna. VÍSIR/GVA Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir fréttir af ákvörðun Actavis vera að öllu leyti slæmar. Stór hluti starfsfólksins sem vinnur í lyfjaframleiðslu fyrirtækisins eru félagar í Eflingu. Tilkynnt var í morgun 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.Í hagræðingarskyni Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Samkvæmt tilkynningunni hefur að undanförnu verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi fyrirtækisins víða um heim til að hámarka nýtingu á framleiðslugetu. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur fyrirtækisins geti tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Verður það gert til að auka hagræðingu til muna. Hörmulegar fréttir „Mér finnst þetta einfaldlega hörmuleg tíðindi. Það er mjög slæmt þegar jafn stór aðili sem að hefur verið jafn virkur í íslensku samfélagi eins og Actavis tekur svona einhliða ákvörðun um að flytja stærsta hluta starfsemi sinni úr landi og það er ljóst að það mun hafa gríðarlega mikil áhrif, ekki síst á þá einstaklinga sem eru þarna í vinnu,“ segir hann. Sigurður segir að fulltrúar Actavis hafi ekki verið í sambandi við stéttarfélagið í aðdraganda þess að ákvörðunin var tekin og kynnt. „Nei það gerðu þeir ekki sem hefði þó verið í hæsta máti eðlilegt að hefði verið gert og þeim til meiri sóma að framkvæma með þeim hætti að láta viðkomandi aðila vita hvað væri í vændum,“ segir hann.Ekki í sambandi við félagið Sigurður segir að félagið hafi ekki verið í sambandi við fulltrúa Actavis enn þá, hann hafi einungis heyrt af málinu rétt um klukkan ellefu. „Við munum verða í sambandi við aðila málsins til þess að fá nánari upplýsingar um það hvernig fyrirtækið mun standa að þessu og hvort þarna sé um endanlega ákvörðun að ræða. Vonandi er það ekki,“ segir hann. „En það er alveg ljóst, eins og ég sagði, að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að þarna eru 300 starfsmenn og það eru fjölskyldur á bak við hvern einstakling sem þarna vinnur á þessum vinnustað. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag. Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir fréttir af ákvörðun Actavis vera að öllu leyti slæmar. Stór hluti starfsfólksins sem vinnur í lyfjaframleiðslu fyrirtækisins eru félagar í Eflingu. Tilkynnt var í morgun 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.Í hagræðingarskyni Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Samkvæmt tilkynningunni hefur að undanförnu verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi fyrirtækisins víða um heim til að hámarka nýtingu á framleiðslugetu. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur fyrirtækisins geti tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Verður það gert til að auka hagræðingu til muna. Hörmulegar fréttir „Mér finnst þetta einfaldlega hörmuleg tíðindi. Það er mjög slæmt þegar jafn stór aðili sem að hefur verið jafn virkur í íslensku samfélagi eins og Actavis tekur svona einhliða ákvörðun um að flytja stærsta hluta starfsemi sinni úr landi og það er ljóst að það mun hafa gríðarlega mikil áhrif, ekki síst á þá einstaklinga sem eru þarna í vinnu,“ segir hann. Sigurður segir að fulltrúar Actavis hafi ekki verið í sambandi við stéttarfélagið í aðdraganda þess að ákvörðunin var tekin og kynnt. „Nei það gerðu þeir ekki sem hefði þó verið í hæsta máti eðlilegt að hefði verið gert og þeim til meiri sóma að framkvæma með þeim hætti að láta viðkomandi aðila vita hvað væri í vændum,“ segir hann.Ekki í sambandi við félagið Sigurður segir að félagið hafi ekki verið í sambandi við fulltrúa Actavis enn þá, hann hafi einungis heyrt af málinu rétt um klukkan ellefu. „Við munum verða í sambandi við aðila málsins til þess að fá nánari upplýsingar um það hvernig fyrirtækið mun standa að þessu og hvort þarna sé um endanlega ákvörðun að ræða. Vonandi er það ekki,“ segir hann. „En það er alveg ljóst, eins og ég sagði, að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að þarna eru 300 starfsmenn og það eru fjölskyldur á bak við hvern einstakling sem þarna vinnur á þessum vinnustað. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag.
Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57