Innlent

Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið

Sveinn Arnarsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Stefán
Samkvæmt heimildum fréttastofu verður það ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem mun flytja frumvarp til laga um að fresta verkfallsaðgerðum. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra mun þess í stað flytja frumvarpið.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja fram frumvarp sem stöðvar verkfall BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þingfundur átti að hefjast klukkan hálf eitt en hefur verið flýtt og mun hann hefjast klukkan tíu. Þingflokksfundir eru klukkan níu.

Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.Vísir/Pjetur
Fréttastofu er ekki kunnugt um það af hverju Sigurður Ingi muni flytja frumvarpið í stað verkstjóra ríkisstjórnarinnar. Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis.

Í frumvarpinu verður lagt til að verkfallsaðgerðum verði frestað til 1. júlí og verður sá tími nýttur til að ná samkomulagi. Takist það ekki mun kjaradeilan fara í gerðardóm.


Tengdar fréttir

Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna

Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er.

Ólíklegt að semjist fyrir helgina

Líklegt er að dragist fram yfir helgi að niðurstaða fáist í samningalotu Samtaka atvinnulífsins við Samiðn, Grafíu/Félag bókagerðarmanna og Félag hársnyrtisveina, segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Yfirlýst stefna félaganna var að klára samninga fyrir dagslok í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×