Mikil reiði meðal verkfallsfólks vegna laganna Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2015 19:00 vísir/stefán Frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfall brýtur á stjórnarskrárvörðum réttindum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mati forystufólks samtakanna. Hópur félagsmanna kom saman við Alþingi í dag til að mótmæla setningu laga á kjaradeilu félaganna við ríkið. Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna BHM sem verið hafa í verkfalli í rúmar níu vikur og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa verið í verkfalli í hátt á þriðju vikur vegna lagasetningarinnar. Mótmæli félaganna á Austurvelli fóru þó friðsamlega fram. En í sameiginlegri yfirlýsingu segir að með lögum verði stéttarfélögin svift þeim þvingunarúrræðum sem tryggð séu í stjórnarskrá. „Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að,“ segir í ályktuninni. Eftir að formennnirnir höfðu lesið þessa yfirlýsingu fyrir fundarmenn á Austurvelli gengu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Ólafur S. Skúlason formaður FÍH að þinghúsinu til að afhenda hana Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis „Við vorum að lesa þessa ályktun upp. Hún er áskorun til Alþingis frá Bandalagi háskólamanna og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem við skorum á þingmenn að samþykkja ekki lögin um að banna verkfallsaðgerðir,“ sagði Þórunn „Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég mun að sjálfsögðu bregðast við ósk ykkar og mun gera þessa ályktun aðgengilega öllum þingmönnum og greina frá henni hér á eftir þannig að öllum þingmönnum sé það ljóst að þessi áskorun liggur fyrir frá ykkar samtökum,“ sagði Einar Kristinn. Þótt stjórnarandstaðan leggist alfarið á móti frumvarpinu er ólíklegt að það verði ekki að lögum. „Auðvitað vonum við að þau hlusti á eðlilegar kröfur okkar um að samningsréttur sé virtur,“ segir Þórunn.Ólafur, nú er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Kom þetta engu að síður á óvart?„Það kom ekki beint á óvart en ég vildi bara ekki trúa því að þeir myndu ganga svo langt að vega hér svona alvarlega að samningarétti opinberra starfsmanna. Þetta er mjög alvarlegt mál . Við sjáum það bara á okkar hóp að fólk er mjög reitt yfir þessu og tekur þessu ekki þegjandi. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á opinbera kerfið og þá alveg sérstaklega á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur. Þau telja bæði að ekki hafi verið fullreynt við samningaborðið. Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfall brýtur á stjórnarskrárvörðum réttindum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mati forystufólks samtakanna. Hópur félagsmanna kom saman við Alþingi í dag til að mótmæla setningu laga á kjaradeilu félaganna við ríkið. Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna BHM sem verið hafa í verkfalli í rúmar níu vikur og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa verið í verkfalli í hátt á þriðju vikur vegna lagasetningarinnar. Mótmæli félaganna á Austurvelli fóru þó friðsamlega fram. En í sameiginlegri yfirlýsingu segir að með lögum verði stéttarfélögin svift þeim þvingunarúrræðum sem tryggð séu í stjórnarskrá. „Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að,“ segir í ályktuninni. Eftir að formennnirnir höfðu lesið þessa yfirlýsingu fyrir fundarmenn á Austurvelli gengu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Ólafur S. Skúlason formaður FÍH að þinghúsinu til að afhenda hana Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis „Við vorum að lesa þessa ályktun upp. Hún er áskorun til Alþingis frá Bandalagi háskólamanna og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem við skorum á þingmenn að samþykkja ekki lögin um að banna verkfallsaðgerðir,“ sagði Þórunn „Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég mun að sjálfsögðu bregðast við ósk ykkar og mun gera þessa ályktun aðgengilega öllum þingmönnum og greina frá henni hér á eftir þannig að öllum þingmönnum sé það ljóst að þessi áskorun liggur fyrir frá ykkar samtökum,“ sagði Einar Kristinn. Þótt stjórnarandstaðan leggist alfarið á móti frumvarpinu er ólíklegt að það verði ekki að lögum. „Auðvitað vonum við að þau hlusti á eðlilegar kröfur okkar um að samningsréttur sé virtur,“ segir Þórunn.Ólafur, nú er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Kom þetta engu að síður á óvart?„Það kom ekki beint á óvart en ég vildi bara ekki trúa því að þeir myndu ganga svo langt að vega hér svona alvarlega að samningarétti opinberra starfsmanna. Þetta er mjög alvarlegt mál . Við sjáum það bara á okkar hóp að fólk er mjög reitt yfir þessu og tekur þessu ekki þegjandi. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á opinbera kerfið og þá alveg sérstaklega á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur. Þau telja bæði að ekki hafi verið fullreynt við samningaborðið.
Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira