Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2015 20:45 Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. „Mér er einn kostur nauðugur og það er að segja upp. Mér hefur verið stillt upp við vegg,“ segir Edda og Hildur Dís tekur undir. „Já, síðast þegar voru gerðir samningar á spítalanum ætlaði ég að segja upp en með hálfum hug. Mér finnst það leiðinlegt núna að vera að fara að segja upp en í þetta skiptið hugsa ég að ég snúi ekki til baka.“Stökkið er ekki stórt. „Það er sama hér, ég vinn af og til í Noregi, er vön þar, þetta er ekkert stórt stökk,“ segir Edda. Edda segir hjúkrunarfræðinga fá kaldar kveðjur. „Mér finnst í fyrsta lagi þetta vera ansi kaldar kveðjur sem að við ein kvennastétt landsins fáum nú á hundrað ára kosningaafmæli kvenna. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Þeim blöskrar einnig framganga stjórnmálamanna sem þær segja hafa sett önnur hugðarefni sín í forgang þegar á reyndi. „Ég mæti hér á þingpallana og fylgist með umræðum og æðstu ráðamenn eru fljótir út, þeir yfirgefa akút aðstæður hér í húsi og fara á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínum störfum á Landspítalanum. Að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“segir Edda. Hildur Dís segist hafa áhyggjur af hvert stefnir. „Ég hef engar áhyggjur af okkur sem hjúkrunarfræðingum. Við fáum alls staðar vinnu, þó það verði ekki við hjúkrun. En ég hef áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, hvað gera þeir án okkar og sjúklingarnir? Sem betur fer eiga mínir nánustu mig að og ég get hjúkrað þeim. En það á ekki við um alla.“ Edda minnir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að koma skýrt fram að ábyrgðin á heilbrigðiskerfinu er ekki mín og ekki okkar. Mín ábyrgð snýr að mínum skjólstæðingum á minni vakt. Ég mun alltaf sinna því 100% með öllu því sem ég kann. En ábyrgð heilbrigðiskerfisins bera þeir sem eru hér inni,“ segir hún og bendir á Alþingishúsið. Verkfall 2016 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. „Mér er einn kostur nauðugur og það er að segja upp. Mér hefur verið stillt upp við vegg,“ segir Edda og Hildur Dís tekur undir. „Já, síðast þegar voru gerðir samningar á spítalanum ætlaði ég að segja upp en með hálfum hug. Mér finnst það leiðinlegt núna að vera að fara að segja upp en í þetta skiptið hugsa ég að ég snúi ekki til baka.“Stökkið er ekki stórt. „Það er sama hér, ég vinn af og til í Noregi, er vön þar, þetta er ekkert stórt stökk,“ segir Edda. Edda segir hjúkrunarfræðinga fá kaldar kveðjur. „Mér finnst í fyrsta lagi þetta vera ansi kaldar kveðjur sem að við ein kvennastétt landsins fáum nú á hundrað ára kosningaafmæli kvenna. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Þeim blöskrar einnig framganga stjórnmálamanna sem þær segja hafa sett önnur hugðarefni sín í forgang þegar á reyndi. „Ég mæti hér á þingpallana og fylgist með umræðum og æðstu ráðamenn eru fljótir út, þeir yfirgefa akút aðstæður hér í húsi og fara á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínum störfum á Landspítalanum. Að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“segir Edda. Hildur Dís segist hafa áhyggjur af hvert stefnir. „Ég hef engar áhyggjur af okkur sem hjúkrunarfræðingum. Við fáum alls staðar vinnu, þó það verði ekki við hjúkrun. En ég hef áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, hvað gera þeir án okkar og sjúklingarnir? Sem betur fer eiga mínir nánustu mig að og ég get hjúkrað þeim. En það á ekki við um alla.“ Edda minnir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að koma skýrt fram að ábyrgðin á heilbrigðiskerfinu er ekki mín og ekki okkar. Mín ábyrgð snýr að mínum skjólstæðingum á minni vakt. Ég mun alltaf sinna því 100% með öllu því sem ég kann. En ábyrgð heilbrigðiskerfisins bera þeir sem eru hér inni,“ segir hún og bendir á Alþingishúsið.
Verkfall 2016 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira