Innlent

Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum

Heiða Kristín Helgadóttir skrifar
Í Umræðunni með Heiðu Kristínu í kvöld ræddu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landsspítalanum, um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og þau áhrif sem þær hafa á heilbrigðiskerfið. 

Í þættinum kom fram í máli nokkurra hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að andrúmsloftið á deildinni sé mjög sorglegt. Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa atvinnuleyfi annars staðar í Evrópu og voru mjög hugsi yfir stöðu sinni og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendu stéttinni um helgina. Ein þeirra var með uppsagnarbréf í vasanum og var að hugleiða hvort hún ætti að leggja það fram. 

Sjá má viðtal Heiðu við hjúkrunarfræðingana hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Uppsagnir óumflýjanlegar

Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×