„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2015 14:00 Hermann Jónsson á TedxReykjavík Vísir/Roman Gerasymenko „Ég vil verða besti pabbi í heimi,“ sagði Hermann Jónsson á TedxReykjavík ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíói 16. Maí síðastliðinn. Hermann er er faðir Selmu Hermannsdóttur sem hefur tjáð sig opinberlega um reynslu sína af einelti og mikilvægi þess að mæta hatri með ást. Í erindi sínu sagði Hermann frá sinni stefnu sem faðir en hann ákvað fljótlega eftir að hann átti sitt fyrsta barn að verða besti pabbi í heimi. „Á hverju degi vinn ég að því að ná því markmiði, að verða besti pabbi í heimi. Það er háleitt markmið sem krefst mikillar vinnu en í mínum huga er það þess virði.“ Hann sagðist hafa þurft að skilgreina markmiðið og komst að því að hann væri ekki að ala upp barn heldur fullorðna manneskju. „Það sem ég meina með því er að allt sem ég geri á meðan barnið elst upp mun hafa áhrif á hvernig manneskja barnið mitt verður þegar það hefur vaxið úr grasi.“ Hermann sagði markmið ekki að barnið hans verði að bankastarfsmanni eða lækni, heldur að það búi að góðum gildum í framtíðinni. „Gildi sem skilgreina manneskju. Þegar ég verð grár og gamall vil ég að ég verði stoltur af þeim manneskjum sem börnin mín eru orðin.“ Hann skapaði því ímynd af þeirri manneskju sem hann vildi að barnið sitt yrði. Hann sagðist hafa gert það með því að líta á sjálfan sig og þurft að átta sig á því hvað hann gerði sjálfur vel og hvað ekki. „Eina manneskjan sem ég get í raun stjórnað er ég sjálfur en ég get haft áhrif á börnin mín. Með því að vera góð fyrirmynd sendi ég skýr skilaboð til barnanna minna,“ sagði Hermann. Hann sagði bestu leiðina til að koma þessu skilaboðum til barnanna sinna í gegnum eigin hegðun. „Ég komst að því að ég yrði að lifa lífi mínu eftir einni reglu: Allt sem ég geri eru bein skilaboð til barnanna minna. Ef ég vil að börnin mín drekki ekki, þá drekk ég ekki. Ef ég vil að börnin mín reyki ekki, þá reyki ég ekki.“ Tengdar fréttir Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég vil verða besti pabbi í heimi,“ sagði Hermann Jónsson á TedxReykjavík ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíói 16. Maí síðastliðinn. Hermann er er faðir Selmu Hermannsdóttur sem hefur tjáð sig opinberlega um reynslu sína af einelti og mikilvægi þess að mæta hatri með ást. Í erindi sínu sagði Hermann frá sinni stefnu sem faðir en hann ákvað fljótlega eftir að hann átti sitt fyrsta barn að verða besti pabbi í heimi. „Á hverju degi vinn ég að því að ná því markmiði, að verða besti pabbi í heimi. Það er háleitt markmið sem krefst mikillar vinnu en í mínum huga er það þess virði.“ Hann sagðist hafa þurft að skilgreina markmiðið og komst að því að hann væri ekki að ala upp barn heldur fullorðna manneskju. „Það sem ég meina með því er að allt sem ég geri á meðan barnið elst upp mun hafa áhrif á hvernig manneskja barnið mitt verður þegar það hefur vaxið úr grasi.“ Hermann sagði markmið ekki að barnið hans verði að bankastarfsmanni eða lækni, heldur að það búi að góðum gildum í framtíðinni. „Gildi sem skilgreina manneskju. Þegar ég verð grár og gamall vil ég að ég verði stoltur af þeim manneskjum sem börnin mín eru orðin.“ Hann skapaði því ímynd af þeirri manneskju sem hann vildi að barnið sitt yrði. Hann sagðist hafa gert það með því að líta á sjálfan sig og þurft að átta sig á því hvað hann gerði sjálfur vel og hvað ekki. „Eina manneskjan sem ég get í raun stjórnað er ég sjálfur en ég get haft áhrif á börnin mín. Með því að vera góð fyrirmynd sendi ég skýr skilaboð til barnanna minna,“ sagði Hermann. Hann sagði bestu leiðina til að koma þessu skilaboðum til barnanna sinna í gegnum eigin hegðun. „Ég komst að því að ég yrði að lifa lífi mínu eftir einni reglu: Allt sem ég geri eru bein skilaboð til barnanna minna. Ef ég vil að börnin mín drekki ekki, þá drekk ég ekki. Ef ég vil að börnin mín reyki ekki, þá reyki ég ekki.“
Tengdar fréttir Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30