Sólahringsstress hjá sænsku stelpunum á HM í Kanada | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 12:00 Þær sænsku fagna hér jöfnunarmarki sínu. Vísir/Getty Bandaríkin og Ástralía tryggðu sér í nótt tvö efstu sætin í D-riðli á HM kvenna í fótbolta í Kanada og þar með sæti í sextán liða úrslitum keppninnar en sænsku stelpurnar þurfa að bíða og treysta á önnur úrslit á lokadegi riðlakeppninnar. Bandarísku stelpurnar tryggðu sér sigur í riðlinum með 1-0 sigri á Nígeríu sem er úr leik eftir þau úrslit. Abby Wambach kom aftur inn í byrjunarliðið og skoraði sigurmarkið með skoti eftir hornspyrnu Megan Rapinoe undir lok fyrri hálfleiksins. Þetta var fjórtánda mark Wambach í úrslitakeppni HM. Bandaríska liðið var manni færri frá 69. mínútu en tókst ekki að bæta við mörkum. Bandaríska liðið hefur ekki verið alltof sannfærandi í fyrstu leikjum sínum en mikið var búist við af liðinu fyrir mótið. Bandaríkjamenn fá ekki að vita hver mótherjinn í sextán liða úrslitunum verður fyrr en eftir leikina í E- og F-riðli í nótt. Ástralar tryggðu sér annað sætið með því að gera 1-1 jafntefli við Svíþjóð. Lisa De Vanna kom Ástralíu yfir eftir aðeins fimm mínútna leik en Sofia Jakobsson jafnaði metin tíu mínútum síðar. Þannig urðu lokatölurnar sem hentaði þeim áströlsku mjög vel sem mæta Brasilíu í sextán liða úrslitunum. Sænska liðið gæti vissulega komist áfram sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti en það kemur ekki í ljós fyrr en eftir leikina í kvöld. Sænska liðið er enn ekki búið að vinna leik í keppninni því þetta var þriðja jafnteflið í röð hjá liðinu sem skipar fimmta sætið á heimslistanum. Það var mikil pressa á Pia Sundhage og leikmönnum hennar að klára leikinn í nótt og fyrst að það tókst ekki bíður þeirra sænsku taugastrekkjandi bið í sólarhring til þess að fá að vita hvort þær séu á leiðinni áfram eða heim til Svíþjóðar. Holland og Sviss eru örugg með tvö af þeim fjórum sætum sem eru í boði fyrir liðin með besta árangur í þriðja sæti og það er ljóst að árangur Tæland dugar ekki. Liðin í þriðja sæti í E- og F-riðli geta hinsvegar bæði verið fyrir ofan Svíana sem myndi þýða óvenju snemmbúna heimaferð hjá einum af risunum í kvennafótboltanum. Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Bandaríkin og Ástralía tryggðu sér í nótt tvö efstu sætin í D-riðli á HM kvenna í fótbolta í Kanada og þar með sæti í sextán liða úrslitum keppninnar en sænsku stelpurnar þurfa að bíða og treysta á önnur úrslit á lokadegi riðlakeppninnar. Bandarísku stelpurnar tryggðu sér sigur í riðlinum með 1-0 sigri á Nígeríu sem er úr leik eftir þau úrslit. Abby Wambach kom aftur inn í byrjunarliðið og skoraði sigurmarkið með skoti eftir hornspyrnu Megan Rapinoe undir lok fyrri hálfleiksins. Þetta var fjórtánda mark Wambach í úrslitakeppni HM. Bandaríska liðið var manni færri frá 69. mínútu en tókst ekki að bæta við mörkum. Bandaríska liðið hefur ekki verið alltof sannfærandi í fyrstu leikjum sínum en mikið var búist við af liðinu fyrir mótið. Bandaríkjamenn fá ekki að vita hver mótherjinn í sextán liða úrslitunum verður fyrr en eftir leikina í E- og F-riðli í nótt. Ástralar tryggðu sér annað sætið með því að gera 1-1 jafntefli við Svíþjóð. Lisa De Vanna kom Ástralíu yfir eftir aðeins fimm mínútna leik en Sofia Jakobsson jafnaði metin tíu mínútum síðar. Þannig urðu lokatölurnar sem hentaði þeim áströlsku mjög vel sem mæta Brasilíu í sextán liða úrslitunum. Sænska liðið gæti vissulega komist áfram sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti en það kemur ekki í ljós fyrr en eftir leikina í kvöld. Sænska liðið er enn ekki búið að vinna leik í keppninni því þetta var þriðja jafnteflið í röð hjá liðinu sem skipar fimmta sætið á heimslistanum. Það var mikil pressa á Pia Sundhage og leikmönnum hennar að klára leikinn í nótt og fyrst að það tókst ekki bíður þeirra sænsku taugastrekkjandi bið í sólarhring til þess að fá að vita hvort þær séu á leiðinni áfram eða heim til Svíþjóðar. Holland og Sviss eru örugg með tvö af þeim fjórum sætum sem eru í boði fyrir liðin með besta árangur í þriðja sæti og það er ljóst að árangur Tæland dugar ekki. Liðin í þriðja sæti í E- og F-riðli geta hinsvegar bæði verið fyrir ofan Svíana sem myndi þýða óvenju snemmbúna heimaferð hjá einum af risunum í kvennafótboltanum.
Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira