Fótbolti

Tíu eftirminnilegustu augnablikin í 2. umferð riðlakeppninnar á HM | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Þórisdóttir spyrnir boltanum fram í leik Noregs og Þýskalands.
María Þórisdóttir spyrnir boltanum fram í leik Noregs og Þýskalands. vísir/getty
Annarri umferð riðlakeppninnar á HM í Kanada lauk í fyrradag en lokaumferðin hefst í kvöld.

Þá lýkur keppni í A- og B-riðlum en Ísland gæti átt fulltrúa í 16-liða úrslitunum. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, leikur með Noregi sem er með fjögur stig í B-riðli og er svo gott sem komið áfram.

Sjá einnig: Fulltrúi Íslands á HM íhugaði að hætta í fótbolta.

Noregur mætir Fílabeinsströndinni í Moncton klukkan 20:00 í kvöld og á sigurinn vísan en Fílabeinsströndin hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa með markatölunni 2-13. Á sama tíma mætast Evrópumeistarar Þjóðverja og Tæland.

Í A-riðli mætast annars vegar gestgjafar Kanada og Holland og hins vegar Kína og Nýja-Sjáland. Báðir leikirnir hefjast klukkan 23:00 að íslenskum tíma.

Riðlakeppninni lýkur svo á morgun en 16-liða úrslitin hefjast á laugardaginn.

Í gær birtist myndband á YouTube-síðu FIFA þar sem farið er yfir 10 eftirminnilegustu augnablikin í 2. umferð riðlakeppninnar.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Kostaríka jafnaði í blálokinn

Kostaríka er í 2. sæti E-riðils eftir 2-2 jafntefli við Suður Kóreu á HM kvenna sem fram fer í Kanada.

Áströlsku stelpurnar komnar á blað á HM í Kanada

Ástralska kvennalandsliðið sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Nígeríu í öðrum leik sínum á Heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fer þessa dagana fram í Kanada.

Wambach kennir gervigrasi um markaþurrð í síðasta leik

Abby Wambach, landsliðskona og helsta stjarna bandaríska landsliðsins í fótbolta, segir að bandaríska liðið væri búið að skora meira ef leikið væri á náttúrulegu grasi á HM í Kanada sem nú stendur yfir.

Fyrsti sigur Tælands á HM | Myndband

Tæland vann sinn fyrsta sigur í lokakeppni heimsmeistaramóts þegar liðið bar sigurorð af Fílabeinsströndinni á HM í Kanada í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×