Balotelli og Markovic verstu kaup Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2015 15:00 Mario Balotelli átti slaka leiktíð. vísir/getty Liverpool tókst ekki að komast í Meistaradeildina annað árið í röð í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en liðið hafnaði í sjötta sæti. Brendan Rodgers fékk að eyða 100 milljónum punda í leikmenn sem stóðu sig misvel á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool. Liverpool-goðsögnin Phil Thompson gefur nýju leikmönnunum einkunn á Sky Sports fyrir frammistöðu sína á tímabilinu, en þar eru Mario Balotelli og Lazar Markovic neðstir á blaði.Emre Can spilaði vel.vísir/gettyEmre Can - 8 „Ef ekki hefði verið fyrir síðustu fimm eða sex leikina hefði ég gefið honum níu. Hann er klárlega bestur af þeim sem keyptir voru síðasta sumar.“Adam Lallana - 7 „Ég er mikill aðdáandi Lallana þannig hann fær sjö. Vandamálið var, að alltaf þegar hann náði nokkrum leikjum í röð í byrjunarliðinu meiddist hann.“Alberto Moreno - 6 „Hann var góður til að byrja með og verður betri á næstu leiktíð eftir að safna í reynslubankann. Hann er leikmaður sem getur spilað nokkrar stöður á vellinum.“Phil Thompson er sparkspekingur hjá Sky.vísir/gettyDejan Lovren - 6 „Lovren virtist aldrei ná þeim hæðum sem búist var við, sérstaklega þegar Liverpool skipti úr fjögurra manna vörn í þriggja manna. Hann virtist bara ekki skilja hlutverkið.“Rickie Lambert - 6 „Rickie fékk ekki nóg af tækifærum til að sýna sig þannig það er ekki hægt að dæma hann góðan eða slakan.“Mario Balotelli - 5 „Þetta er aum fimma hjá Balotelli. Það er ekki margt hægt að segja um tímabilið hans. Það er frekar augljóst. Hann spilaði langt undir pari.“Lazar Markovic.vísir/gettyLazar Markovic - 5 „Hann var bara ekki nógu góður að mínu mati. Hann spilaði ágætlega sem vængbakvörður, en gerði klárlega ekki nógu mikið til að réttlæta allt umtalið í kringum hann þegar hann var keyptur.“Niðurstaða: „Flestir þessara leikmanna verða hjá Liverpool í nokkur ár því þeir voru keyptir út frá Moneyball-aðferðinni. Það er samt erfitt að fá hana til að virka í þessari deild,“ segir Thompson. „Núna vantar Liverpool sárlega leikmenn sem nálgast þrítugt og hafa reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni,“ segir Phil Thompson. Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Liverpool tókst ekki að komast í Meistaradeildina annað árið í röð í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en liðið hafnaði í sjötta sæti. Brendan Rodgers fékk að eyða 100 milljónum punda í leikmenn sem stóðu sig misvel á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool. Liverpool-goðsögnin Phil Thompson gefur nýju leikmönnunum einkunn á Sky Sports fyrir frammistöðu sína á tímabilinu, en þar eru Mario Balotelli og Lazar Markovic neðstir á blaði.Emre Can spilaði vel.vísir/gettyEmre Can - 8 „Ef ekki hefði verið fyrir síðustu fimm eða sex leikina hefði ég gefið honum níu. Hann er klárlega bestur af þeim sem keyptir voru síðasta sumar.“Adam Lallana - 7 „Ég er mikill aðdáandi Lallana þannig hann fær sjö. Vandamálið var, að alltaf þegar hann náði nokkrum leikjum í röð í byrjunarliðinu meiddist hann.“Alberto Moreno - 6 „Hann var góður til að byrja með og verður betri á næstu leiktíð eftir að safna í reynslubankann. Hann er leikmaður sem getur spilað nokkrar stöður á vellinum.“Phil Thompson er sparkspekingur hjá Sky.vísir/gettyDejan Lovren - 6 „Lovren virtist aldrei ná þeim hæðum sem búist var við, sérstaklega þegar Liverpool skipti úr fjögurra manna vörn í þriggja manna. Hann virtist bara ekki skilja hlutverkið.“Rickie Lambert - 6 „Rickie fékk ekki nóg af tækifærum til að sýna sig þannig það er ekki hægt að dæma hann góðan eða slakan.“Mario Balotelli - 5 „Þetta er aum fimma hjá Balotelli. Það er ekki margt hægt að segja um tímabilið hans. Það er frekar augljóst. Hann spilaði langt undir pari.“Lazar Markovic.vísir/gettyLazar Markovic - 5 „Hann var bara ekki nógu góður að mínu mati. Hann spilaði ágætlega sem vængbakvörður, en gerði klárlega ekki nógu mikið til að réttlæta allt umtalið í kringum hann þegar hann var keyptur.“Niðurstaða: „Flestir þessara leikmanna verða hjá Liverpool í nokkur ár því þeir voru keyptir út frá Moneyball-aðferðinni. Það er samt erfitt að fá hana til að virka í þessari deild,“ segir Thompson. „Núna vantar Liverpool sárlega leikmenn sem nálgast þrítugt og hafa reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni,“ segir Phil Thompson.
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira