Lífið

Um 200 milljónir horfðu á Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Måns fékk 365 stig í Eurovision, sem er þriðji mesti stigafjöldi sem sigurvegari hefur fengið.
Måns fékk 365 stig í Eurovision, sem er þriðji mesti stigafjöldi sem sigurvegari hefur fengið. Vísir/getty

Um tvö hundruð milljónir manns horfðu á Eurovision keppnina í sjónvarpi. Það er um tveimur milljónum fleiri en árið 2014.

Eurovision-keppnin fór fram í Vín í Austurríki en þetta var í 60. skipti sem keppnin var haldin. María Ólafsdóttir tók lagið Unbroken fyrir hönd Íslendinga en hún komst ekki áfram upp úr undanúrslitakvöldinu.

Bein sjónvarpsútsending var í þrígang, þann 19., 21. og 23. maí. Alls horfði 197 milljónir á þessar þrjár útsendinga, sem eins og áður segir er tveimur milljónum fleiri en í fyrra. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.