Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. júní 2015 22:03 Gangagerðarmaður sem tók þátt í að grafa ísgöngin í Langjökli er sannfærður um að þau eigi eftir að slá í geng og verða lyftistöng fyrir héraðið. Vont veður hrelldi oft vinnumenn á svæðinu í vetur og vonast þeir til að sumarið sé nú loksins komið. Hátt í eitt hundrað manns voru viðstaddir þegar ísgöngin voru vígð í gær. Það var Rangheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem sá um vígsluna en göngin eru stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu. Fyrir marga var þetta stór stund. Þeirra á meðal nokkra menn úr sveitinni sem grófu göngin en vinnan tók sinn tíma. „Við byrjuðum hérna 11. mars í fyrra þannig að þetta er hérna rétt rúmt ár sem að þetta hefur tekið,“ segir Andrés Eyjólfsson einn þeirra sem unnið hefur að gerð ganganna. Hann segir fjóra til átta menn að jafnaði hafa verið að störfum við að grafa gögnin. Verkið hafi að mestu gengið vel en veðrið hafi þó stundum gert mönnum erfitt fyrir. „Það er eina sem hefur tafið okkur og hrellt okkur,“ segir Andrés.Opnunarpartýið var veglegt enda mikið lagt í göngin.Mynd/VísirÁtta þúsund ferðir seldar Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. Búist er við því að flestir gestirnir komi til með að nýta sér snjóbíla eða jeppa til að komast að göngunum. Fyrir þá sem vilja fara hraðar yfir er boðið upp á þyrluferðir úr Reykjavík upp á jökulinn sjálfan. „Þetta á eftir að slá í gegn ég er alveg klár á því,“ segir Andrés. Hann segir þá sem þegar hafa komið í göngin hafa heillast. „Það er bara á einn veg. Það eru bara allir stórhrifnir,“ segir Andrés. Hann er sannfærður um að göngin komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu verulega. „Þá náttúrulega er þetta ákaflega mikil lyftistöng fyrir héraðið,“ segir Andrés.Tenór prófaði hljómburð ganganna Hann er ánægður með árangurinn og sáttur við að þessi fimm hundrað metra löngu ísgöng séu nú orðin að veruleika. Þó hann sé á sama tíma feginn að verkefninu sé lokið. „Það er náttúrulega ákveðin hvíld í því enda er sumarið komið vona ég,“ segir Andrés. Hljómburðurinn í göngunum þykir víða góður og var landþekkti tenórinn Gissur Páll Gissurarson fenginn til að kanna hann í gær. Vakti flutningur hans á Hamraborginni mikla lukku meðal gesta eins og sjá má í fréttinni hér að ofan. Tengdar fréttir Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30 Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Gangagerðarmaður sem tók þátt í að grafa ísgöngin í Langjökli er sannfærður um að þau eigi eftir að slá í geng og verða lyftistöng fyrir héraðið. Vont veður hrelldi oft vinnumenn á svæðinu í vetur og vonast þeir til að sumarið sé nú loksins komið. Hátt í eitt hundrað manns voru viðstaddir þegar ísgöngin voru vígð í gær. Það var Rangheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem sá um vígsluna en göngin eru stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu. Fyrir marga var þetta stór stund. Þeirra á meðal nokkra menn úr sveitinni sem grófu göngin en vinnan tók sinn tíma. „Við byrjuðum hérna 11. mars í fyrra þannig að þetta er hérna rétt rúmt ár sem að þetta hefur tekið,“ segir Andrés Eyjólfsson einn þeirra sem unnið hefur að gerð ganganna. Hann segir fjóra til átta menn að jafnaði hafa verið að störfum við að grafa gögnin. Verkið hafi að mestu gengið vel en veðrið hafi þó stundum gert mönnum erfitt fyrir. „Það er eina sem hefur tafið okkur og hrellt okkur,“ segir Andrés.Opnunarpartýið var veglegt enda mikið lagt í göngin.Mynd/VísirÁtta þúsund ferðir seldar Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. Búist er við því að flestir gestirnir komi til með að nýta sér snjóbíla eða jeppa til að komast að göngunum. Fyrir þá sem vilja fara hraðar yfir er boðið upp á þyrluferðir úr Reykjavík upp á jökulinn sjálfan. „Þetta á eftir að slá í gegn ég er alveg klár á því,“ segir Andrés. Hann segir þá sem þegar hafa komið í göngin hafa heillast. „Það er bara á einn veg. Það eru bara allir stórhrifnir,“ segir Andrés. Hann er sannfærður um að göngin komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu verulega. „Þá náttúrulega er þetta ákaflega mikil lyftistöng fyrir héraðið,“ segir Andrés.Tenór prófaði hljómburð ganganna Hann er ánægður með árangurinn og sáttur við að þessi fimm hundrað metra löngu ísgöng séu nú orðin að veruleika. Þó hann sé á sama tíma feginn að verkefninu sé lokið. „Það er náttúrulega ákveðin hvíld í því enda er sumarið komið vona ég,“ segir Andrés. Hljómburðurinn í göngunum þykir víða góður og var landþekkti tenórinn Gissur Páll Gissurarson fenginn til að kanna hann í gær. Vakti flutningur hans á Hamraborginni mikla lukku meðal gesta eins og sjá má í fréttinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30 Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30
Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00
Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24