Vill bara fá að vera manneskja sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. júní 2015 22:00 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún segir skort á þjónustunni hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Túlkasjóðurinn var þó tómur frá október til áramóta og aftur í maí, en næsta úthlutun er í júlí. Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.Félagslífið bíður hnekki „Ég vil minna á að ég er manneskja, eins og allir hér inni, og það er ekki ásættanlegt að neita manni um slíka þjónustu sem er mér nauðsynleg vilji ég búa í þessu samfélagi,“ sagði Snædís í héraðsdómi í dag. Hún sagði sífelldar synjanir á túlkum hafa valdið sér miklu hugarangri. Þær hafi orðið til þess fallnar að hún óski síður eftir aðstoð og því bíði félagslíf hennar hnekki. „Það kemur fyrir að ég sleppi því að fara [ýmist tómstundastarf ofl] ef ég fæ ekki túlka. Ég gæti tekið þátt í frekara tómstundastarfi ef ég fengi túlk.“ Snædís Rán útskrifaðist nýlega úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku en segist viss um það að námsárangur hennar hefði orðið betri, hefði hún fengið frekari túlkaþjónustu. Hún hafi fengið túlk í formlegum kennslustundum, en ekkert utan þeirra, hvorki í frímínútum né matartímum. Þá hafi samskipti milli hennar og samnemenda hennar verið lítil sem engin.Útlit fyrir að verða gestur í eigin veislu Hún sagði jafnframt frá því að allt hefði stefnt í það að hún gæti ekki tekið þátt í sinni eigin útskriftarveislu í byrjun mánaðar. Túlkasjóðurinn væri uppurinn og því engan túlk að fá. Hann hafi þó komið fyrirvaralaust. Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, sagði skort á túlkum hafa valdið dóttur sinni mikilli vanlíðan. Hún verði verulega sorgmætt og jafnvel sæki ekki viðburði af ótta við að fá höfnun.Höfnunin þungbærust „Það hefur gríðarleg áhrif á hana þegar hún mætir þessum hindrunum. Hún tekst á við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og hreyfihömlun af miklu æðruleysi en þessar hindranir verða sífellt á vegi hennar. Það erfiðasta sem ég tekst á við í samskiptum við dóttur mína er að peppa hana upp í þessum aðstæðum. Það eru hennar þyngstu stundir sem fylgja því að geta ekki fengið túlkaþjónustu í félagslegum atburðum,“ sagði Bryndís í vitnastúku í dag. Íslenska ríkið og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fara fram á sýknu í málinu. Lögmaðurinn sagði það ekki hlutverk dómstóla að endurskoða fjárhæðir sem þessar, upphæðin sé ákvörðun Alþingis. Þá hafi Samskiptamiðstöðinni verið ómögulegt að veita frekari þjónustu þar sem hún sé bundin af fjárveitingum. Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún segir skort á þjónustunni hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Túlkasjóðurinn var þó tómur frá október til áramóta og aftur í maí, en næsta úthlutun er í júlí. Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.Félagslífið bíður hnekki „Ég vil minna á að ég er manneskja, eins og allir hér inni, og það er ekki ásættanlegt að neita manni um slíka þjónustu sem er mér nauðsynleg vilji ég búa í þessu samfélagi,“ sagði Snædís í héraðsdómi í dag. Hún sagði sífelldar synjanir á túlkum hafa valdið sér miklu hugarangri. Þær hafi orðið til þess fallnar að hún óski síður eftir aðstoð og því bíði félagslíf hennar hnekki. „Það kemur fyrir að ég sleppi því að fara [ýmist tómstundastarf ofl] ef ég fæ ekki túlka. Ég gæti tekið þátt í frekara tómstundastarfi ef ég fengi túlk.“ Snædís Rán útskrifaðist nýlega úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku en segist viss um það að námsárangur hennar hefði orðið betri, hefði hún fengið frekari túlkaþjónustu. Hún hafi fengið túlk í formlegum kennslustundum, en ekkert utan þeirra, hvorki í frímínútum né matartímum. Þá hafi samskipti milli hennar og samnemenda hennar verið lítil sem engin.Útlit fyrir að verða gestur í eigin veislu Hún sagði jafnframt frá því að allt hefði stefnt í það að hún gæti ekki tekið þátt í sinni eigin útskriftarveislu í byrjun mánaðar. Túlkasjóðurinn væri uppurinn og því engan túlk að fá. Hann hafi þó komið fyrirvaralaust. Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, sagði skort á túlkum hafa valdið dóttur sinni mikilli vanlíðan. Hún verði verulega sorgmætt og jafnvel sæki ekki viðburði af ótta við að fá höfnun.Höfnunin þungbærust „Það hefur gríðarleg áhrif á hana þegar hún mætir þessum hindrunum. Hún tekst á við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og hreyfihömlun af miklu æðruleysi en þessar hindranir verða sífellt á vegi hennar. Það erfiðasta sem ég tekst á við í samskiptum við dóttur mína er að peppa hana upp í þessum aðstæðum. Það eru hennar þyngstu stundir sem fylgja því að geta ekki fengið túlkaþjónustu í félagslegum atburðum,“ sagði Bryndís í vitnastúku í dag. Íslenska ríkið og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fara fram á sýknu í málinu. Lögmaðurinn sagði það ekki hlutverk dómstóla að endurskoða fjárhæðir sem þessar, upphæðin sé ákvörðun Alþingis. Þá hafi Samskiptamiðstöðinni verið ómögulegt að veita frekari þjónustu þar sem hún sé bundin af fjárveitingum.
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira