Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2015 10:27 Kristján Loftsson, eigandi Hvals. vísir/anton brink Kristján Loftsson, eigandi Hvals og stjórnarformaður HB Granda, segir að aldrei hefði verið farið af stað aftur með hvalveiðar við Íslandsstrendur ef að stofnarnir þyldu það ekki. Þá séu veiðarnar hluti af þeirri stefnu að nýta hafið á sjálfbæran hátt. Kristján ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvaða áhrif það myndi hafa ef að hvalveiðum yrði hætt. „Það myndi fjölga eitthvað sumum tegundunum og svo færu þeir að rekast hér á strandir og þvælast fyrir. Þeir eru ekkert í megrun, þeir taka sitt. Þú verður að hafa „balans“ í þessu, annars fer þetta í einhverja vitleysu,“ sagði Kristján.Hvaða fólk eru þessir náttúruverndarsinnar? Hann gaf svo lítið fyrir það að veiðarnar hefðu skaðað ímynd Íslands út á við. „Ég hef hvergi getað séð það að þetta hafi skaðað okkur þannig beint. Þú munt alltaf hafa eitthvað svona, uppákomur, og þessir náttúruverndarsinnar. Hvaða fólk er þetta? Hefurðu stúderað það? Ég hef stúderað það mjög vel. Þetta eru bara grúppur sem eru örfáir aðilar sem reka þetta og er haldið af lofti af fréttamönnum og fjölmiðlunum. Ef að þeir myndu láta þá eiga sig þá væru þeir búnir, þetta er ekki flóknara.“ Kristján sagðist svo ekki hafa neina samúð með dýraverndunarsinnum og sagði umræðu um hvalveiðar „með ólíkindum litla“ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu.Segir lítið fjallað um hvalveiðar í fjölmiðlum erlendis „Það er mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar Japanarnir voru að fara þarna í suðrið. Það er nú margt til í dag, eins og þetta Google „system“ sem allir þekkja. Þá geturðu sett inn svona leitarorð og fengið allar fréttir þar sem þetta orð kemur fyrir. Ég setti inn orðið „whaling“ og fæ fréttir úr ensku pressunni þar sem orðið kemur fyrir. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er lítið.“ Aðspurður hvað dýraverndunarsinnar væru þá ekki að átta sig á eða skilja sagði Kristján: „Þeir vilja ekkert skilja heldur, þeir vita þetta allt en þeir vilja ekkert skilja. Þeir eru bara svekktir yfir því að við séum í gangi. Þeir hafa einhvern veginn komið fólki, einhverjum örfáum, í skilning um það, sem eru að gefa þeim peninga, að þeir væru búnir að klára þessar hvalveiðar en síðan allt í einu er allt farið í gang aftur og þá eru þeir í slæmum málum.“„Þú getur veitt hval alveg til eilífðar“ Að sögn Kristjáns heldur hvalstofninn sér við ár eftir ár, ef menn eru ekki of gráðugir að veiða alltof mikið. „Þú getur veitt hval alveg til eilífðar.“ Í lok viðtalsins, sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér að neðan, sögðust þáttastjórnendur örugglega eiga eftir að heyra í dýraverndunarsinnum eftir spjallið við Kristján. „Já, þú heyrir í þeim. En spurðu þá hverjir þeir séu og hverjir standa á bak við þá. Þetta eru bara smáklíkur og kalla sig síðan mjög flottum nöfnum sem er svo verið að þýða hér á íslensku [...]“ Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kristján Loftsson, eigandi Hvals og stjórnarformaður HB Granda, segir að aldrei hefði verið farið af stað aftur með hvalveiðar við Íslandsstrendur ef að stofnarnir þyldu það ekki. Þá séu veiðarnar hluti af þeirri stefnu að nýta hafið á sjálfbæran hátt. Kristján ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvaða áhrif það myndi hafa ef að hvalveiðum yrði hætt. „Það myndi fjölga eitthvað sumum tegundunum og svo færu þeir að rekast hér á strandir og þvælast fyrir. Þeir eru ekkert í megrun, þeir taka sitt. Þú verður að hafa „balans“ í þessu, annars fer þetta í einhverja vitleysu,“ sagði Kristján.Hvaða fólk eru þessir náttúruverndarsinnar? Hann gaf svo lítið fyrir það að veiðarnar hefðu skaðað ímynd Íslands út á við. „Ég hef hvergi getað séð það að þetta hafi skaðað okkur þannig beint. Þú munt alltaf hafa eitthvað svona, uppákomur, og þessir náttúruverndarsinnar. Hvaða fólk er þetta? Hefurðu stúderað það? Ég hef stúderað það mjög vel. Þetta eru bara grúppur sem eru örfáir aðilar sem reka þetta og er haldið af lofti af fréttamönnum og fjölmiðlunum. Ef að þeir myndu láta þá eiga sig þá væru þeir búnir, þetta er ekki flóknara.“ Kristján sagðist svo ekki hafa neina samúð með dýraverndunarsinnum og sagði umræðu um hvalveiðar „með ólíkindum litla“ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu.Segir lítið fjallað um hvalveiðar í fjölmiðlum erlendis „Það er mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar Japanarnir voru að fara þarna í suðrið. Það er nú margt til í dag, eins og þetta Google „system“ sem allir þekkja. Þá geturðu sett inn svona leitarorð og fengið allar fréttir þar sem þetta orð kemur fyrir. Ég setti inn orðið „whaling“ og fæ fréttir úr ensku pressunni þar sem orðið kemur fyrir. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er lítið.“ Aðspurður hvað dýraverndunarsinnar væru þá ekki að átta sig á eða skilja sagði Kristján: „Þeir vilja ekkert skilja heldur, þeir vita þetta allt en þeir vilja ekkert skilja. Þeir eru bara svekktir yfir því að við séum í gangi. Þeir hafa einhvern veginn komið fólki, einhverjum örfáum, í skilning um það, sem eru að gefa þeim peninga, að þeir væru búnir að klára þessar hvalveiðar en síðan allt í einu er allt farið í gang aftur og þá eru þeir í slæmum málum.“„Þú getur veitt hval alveg til eilífðar“ Að sögn Kristjáns heldur hvalstofninn sér við ár eftir ár, ef menn eru ekki of gráðugir að veiða alltof mikið. „Þú getur veitt hval alveg til eilífðar.“ Í lok viðtalsins, sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér að neðan, sögðust þáttastjórnendur örugglega eiga eftir að heyra í dýraverndunarsinnum eftir spjallið við Kristján. „Já, þú heyrir í þeim. En spurðu þá hverjir þeir séu og hverjir standa á bak við þá. Þetta eru bara smáklíkur og kalla sig síðan mjög flottum nöfnum sem er svo verið að þýða hér á íslensku [...]“
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira