Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2015 10:27 Kristján Loftsson, eigandi Hvals. vísir/anton brink Kristján Loftsson, eigandi Hvals og stjórnarformaður HB Granda, segir að aldrei hefði verið farið af stað aftur með hvalveiðar við Íslandsstrendur ef að stofnarnir þyldu það ekki. Þá séu veiðarnar hluti af þeirri stefnu að nýta hafið á sjálfbæran hátt. Kristján ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvaða áhrif það myndi hafa ef að hvalveiðum yrði hætt. „Það myndi fjölga eitthvað sumum tegundunum og svo færu þeir að rekast hér á strandir og þvælast fyrir. Þeir eru ekkert í megrun, þeir taka sitt. Þú verður að hafa „balans“ í þessu, annars fer þetta í einhverja vitleysu,“ sagði Kristján.Hvaða fólk eru þessir náttúruverndarsinnar? Hann gaf svo lítið fyrir það að veiðarnar hefðu skaðað ímynd Íslands út á við. „Ég hef hvergi getað séð það að þetta hafi skaðað okkur þannig beint. Þú munt alltaf hafa eitthvað svona, uppákomur, og þessir náttúruverndarsinnar. Hvaða fólk er þetta? Hefurðu stúderað það? Ég hef stúderað það mjög vel. Þetta eru bara grúppur sem eru örfáir aðilar sem reka þetta og er haldið af lofti af fréttamönnum og fjölmiðlunum. Ef að þeir myndu láta þá eiga sig þá væru þeir búnir, þetta er ekki flóknara.“ Kristján sagðist svo ekki hafa neina samúð með dýraverndunarsinnum og sagði umræðu um hvalveiðar „með ólíkindum litla“ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu.Segir lítið fjallað um hvalveiðar í fjölmiðlum erlendis „Það er mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar Japanarnir voru að fara þarna í suðrið. Það er nú margt til í dag, eins og þetta Google „system“ sem allir þekkja. Þá geturðu sett inn svona leitarorð og fengið allar fréttir þar sem þetta orð kemur fyrir. Ég setti inn orðið „whaling“ og fæ fréttir úr ensku pressunni þar sem orðið kemur fyrir. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er lítið.“ Aðspurður hvað dýraverndunarsinnar væru þá ekki að átta sig á eða skilja sagði Kristján: „Þeir vilja ekkert skilja heldur, þeir vita þetta allt en þeir vilja ekkert skilja. Þeir eru bara svekktir yfir því að við séum í gangi. Þeir hafa einhvern veginn komið fólki, einhverjum örfáum, í skilning um það, sem eru að gefa þeim peninga, að þeir væru búnir að klára þessar hvalveiðar en síðan allt í einu er allt farið í gang aftur og þá eru þeir í slæmum málum.“„Þú getur veitt hval alveg til eilífðar“ Að sögn Kristjáns heldur hvalstofninn sér við ár eftir ár, ef menn eru ekki of gráðugir að veiða alltof mikið. „Þú getur veitt hval alveg til eilífðar.“ Í lok viðtalsins, sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér að neðan, sögðust þáttastjórnendur örugglega eiga eftir að heyra í dýraverndunarsinnum eftir spjallið við Kristján. „Já, þú heyrir í þeim. En spurðu þá hverjir þeir séu og hverjir standa á bak við þá. Þetta eru bara smáklíkur og kalla sig síðan mjög flottum nöfnum sem er svo verið að þýða hér á íslensku [...]“ Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Kristján Loftsson, eigandi Hvals og stjórnarformaður HB Granda, segir að aldrei hefði verið farið af stað aftur með hvalveiðar við Íslandsstrendur ef að stofnarnir þyldu það ekki. Þá séu veiðarnar hluti af þeirri stefnu að nýta hafið á sjálfbæran hátt. Kristján ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvaða áhrif það myndi hafa ef að hvalveiðum yrði hætt. „Það myndi fjölga eitthvað sumum tegundunum og svo færu þeir að rekast hér á strandir og þvælast fyrir. Þeir eru ekkert í megrun, þeir taka sitt. Þú verður að hafa „balans“ í þessu, annars fer þetta í einhverja vitleysu,“ sagði Kristján.Hvaða fólk eru þessir náttúruverndarsinnar? Hann gaf svo lítið fyrir það að veiðarnar hefðu skaðað ímynd Íslands út á við. „Ég hef hvergi getað séð það að þetta hafi skaðað okkur þannig beint. Þú munt alltaf hafa eitthvað svona, uppákomur, og þessir náttúruverndarsinnar. Hvaða fólk er þetta? Hefurðu stúderað það? Ég hef stúderað það mjög vel. Þetta eru bara grúppur sem eru örfáir aðilar sem reka þetta og er haldið af lofti af fréttamönnum og fjölmiðlunum. Ef að þeir myndu láta þá eiga sig þá væru þeir búnir, þetta er ekki flóknara.“ Kristján sagðist svo ekki hafa neina samúð með dýraverndunarsinnum og sagði umræðu um hvalveiðar „með ólíkindum litla“ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu.Segir lítið fjallað um hvalveiðar í fjölmiðlum erlendis „Það er mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar Japanarnir voru að fara þarna í suðrið. Það er nú margt til í dag, eins og þetta Google „system“ sem allir þekkja. Þá geturðu sett inn svona leitarorð og fengið allar fréttir þar sem þetta orð kemur fyrir. Ég setti inn orðið „whaling“ og fæ fréttir úr ensku pressunni þar sem orðið kemur fyrir. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er lítið.“ Aðspurður hvað dýraverndunarsinnar væru þá ekki að átta sig á eða skilja sagði Kristján: „Þeir vilja ekkert skilja heldur, þeir vita þetta allt en þeir vilja ekkert skilja. Þeir eru bara svekktir yfir því að við séum í gangi. Þeir hafa einhvern veginn komið fólki, einhverjum örfáum, í skilning um það, sem eru að gefa þeim peninga, að þeir væru búnir að klára þessar hvalveiðar en síðan allt í einu er allt farið í gang aftur og þá eru þeir í slæmum málum.“„Þú getur veitt hval alveg til eilífðar“ Að sögn Kristjáns heldur hvalstofninn sér við ár eftir ár, ef menn eru ekki of gráðugir að veiða alltof mikið. „Þú getur veitt hval alveg til eilífðar.“ Í lok viðtalsins, sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér að neðan, sögðust þáttastjórnendur örugglega eiga eftir að heyra í dýraverndunarsinnum eftir spjallið við Kristján. „Já, þú heyrir í þeim. En spurðu þá hverjir þeir séu og hverjir standa á bak við þá. Þetta eru bara smáklíkur og kalla sig síðan mjög flottum nöfnum sem er svo verið að þýða hér á íslensku [...]“
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira