Lífeyrissjóðirnir þurfa rýmri heimildir en áætlun stjórnvalda um losun hafta leyfir Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2015 13:26 Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft gott fyrsta skref varðandi lífeyrissjóðina. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum eru nú um 24 prósent en þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 prósent að mati lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar á Íslandi en þeir hafa eins og aðrir þurft að una við gjaldeyrishöft allt frá því undir lok árs 2008. Samkvæmt þeirri áætlun sem stjórnvöld kynntu í gær munu lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum fyrir um 10 milljarða króna á ári. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda fela í sér jákvætt skref. „Þetta er sú fjárhæð sem talin er nægja til að halda í horfinu. En hins vegar til að auka hlutfall erlendra eigna er nauðsynlegt að vera með stærri og rýmri heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fjárfesta,“ segir Þórey. Hins vegar skilji hún aðgerðir stjórnvalda þannig að heimildir sjóðanna muni verða rýmri þegar fram líði stundir. Öll skref til losunar hafta sé af hinu góða. „Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni og getað fjárfest í útlöndum. Ekki bara vera með alla áhættuna á íslenskt hagkerfi,“ segir Þórey. Erfitt sé að svara því hver fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna í útlöndum sé mikil. Það sé metið af sérfræðingum hverju sinni hvert hlutfallið eigi að vera. „Núna er það mjög lágt í samanburði við erlenda lífeyrissjóði. Það var um 24 prósent af eignunum um síðustu áramót. Margir telja að það ætti að vera á bilinu 40 til 50 prósent,“ segir Þórey. Gjaldeyrishöftin hafa m.a. orðið til þess að lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög stórir í íslenskum fjárfestingum og eiga hlut í fjölmörgum fyrirtækjum. Sumir telja þá jafnvel of ráðandi um verð hlutabréfa og annarra fjárfestingakosta.Mun þetta létta á þrýstingi á innlenda markaðnum og gera hann eðlilegri? „Ég myndi ætla að það væru afleiðingarnar. Það er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðanna fara alveg saman við hagsmuni almennings. Því lífeyrissjóðirnir eru bara almenningur í landinu. Vinnandi fólk,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft gott fyrsta skref varðandi lífeyrissjóðina. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum eru nú um 24 prósent en þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 prósent að mati lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar á Íslandi en þeir hafa eins og aðrir þurft að una við gjaldeyrishöft allt frá því undir lok árs 2008. Samkvæmt þeirri áætlun sem stjórnvöld kynntu í gær munu lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum fyrir um 10 milljarða króna á ári. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda fela í sér jákvætt skref. „Þetta er sú fjárhæð sem talin er nægja til að halda í horfinu. En hins vegar til að auka hlutfall erlendra eigna er nauðsynlegt að vera með stærri og rýmri heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fjárfesta,“ segir Þórey. Hins vegar skilji hún aðgerðir stjórnvalda þannig að heimildir sjóðanna muni verða rýmri þegar fram líði stundir. Öll skref til losunar hafta sé af hinu góða. „Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni og getað fjárfest í útlöndum. Ekki bara vera með alla áhættuna á íslenskt hagkerfi,“ segir Þórey. Erfitt sé að svara því hver fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna í útlöndum sé mikil. Það sé metið af sérfræðingum hverju sinni hvert hlutfallið eigi að vera. „Núna er það mjög lágt í samanburði við erlenda lífeyrissjóði. Það var um 24 prósent af eignunum um síðustu áramót. Margir telja að það ætti að vera á bilinu 40 til 50 prósent,“ segir Þórey. Gjaldeyrishöftin hafa m.a. orðið til þess að lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög stórir í íslenskum fjárfestingum og eiga hlut í fjölmörgum fyrirtækjum. Sumir telja þá jafnvel of ráðandi um verð hlutabréfa og annarra fjárfestingakosta.Mun þetta létta á þrýstingi á innlenda markaðnum og gera hann eðlilegri? „Ég myndi ætla að það væru afleiðingarnar. Það er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðanna fara alveg saman við hagsmuni almennings. Því lífeyrissjóðirnir eru bara almenningur í landinu. Vinnandi fólk,“ segir Þórey S. Þórðardóttir.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira