Enski boltinn

Gomes skýtur á Tottenham: Félagið eyðileggur leikmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gomes hefur öðlast nýtt líf hjá Watford sem spilar í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Gomes hefur öðlast nýtt líf hjá Watford sem spilar í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. vísir/getty
Heurelho Gomes, markvörður Watford, ráðleggur leikmönnum að ganga ekki í raðir Tottenham því félagið skemmi leikmenn.

Gomes var sex ár í herbúðum Tottenham áður en hann fór frá liðinu 2014.

Meðal þeirra leikmanna sem hafa verið í vandræðum hjá Tottenham er landi Gomes, Brasilíumaðurinn Paulinho, sem hefur aðeins spilað 15 leiki á tímabilinu.

„Sökin liggur hjá félaginu. Ég myndi ekki hvetja neinn til að fara til Spurs,“ sagði Gomes í samtali við ESPN.

Máli sínu til stuðnings bendir hann á vandræði Roberto Soldado og Erik Lamela sem hefur gengið að festa sig í sessi í liði Tottenham eftir að hafa komið til liðsins fyrir síðasta tímabil.

„Þeir punguðu út 28 milljónum fyrir Soldadao og nota hann ekki. Sjáðiði líka Lamela, sem var einn mest spennandi leikmönnum Evrópu, en þegar hann klæðist Tottenham-treyjunni virðist hann ekki kunna fótbolta.“

Gomes, sem er 34 ára, gekk til liðs við Watford frá Tottenham og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina í vetur.

Gomes lék 11 landsleiki fyrir Brasilíu á árunum 2003-10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×