Innlent

Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar

Samúel Karl Ólason skrifar
Að óbreyttu hefst allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann  27. maí næstkomandi.
Að óbreyttu hefst allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi. Vísir/VIlhelm
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segja að launakröfur sínar séu hógværar. Félagið fer fram á að dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga séu samanburðarhæf við laun sambærilegra háskólamenntaðra stétta sem starfa hjá ríkinu. Einnig vilja hjúkrunarfræðingar að ábyrgð þeirra sé metin til launa.

„Nú er launamunurinn 14-25% og við það geta hjúkrunarfræðingar ekki unað.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kjölfar samningafundar í gær sem skilaði engum árangri.

Í tilkynningunni, sem Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifar undir, segir að það sé á ábyrgð ríkisins að viðhalda sómasamlegu heilbrigðiskerfi með þátttöku hjúkrunarfræðinga.

„Þrátt fyrir það hefur samninganefnd ríkisins ekkert gert til þess að koma á móts við eðlilegar kröfur hjúkrunarfræðinga. Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann  27. maí næstkomandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×