Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2015 22:04 Í bakgrunn sést glitta í hina rússnesku Polinu Gagarina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hátíðlega í kvöld, líkt og svo margir aðrir Íslendingar. Fagnar hann með þriggja laga súkkulaðiköku, skreyttri gúmmíkörlum. Hann hefur þó yfir fleiru að gleðjast því ríkisstjórnin er tveggja ára í dag. „Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ skrifar forsætisráðherrann á Facebook. Gera má ráð fyrir að hann sé með þessari færslu að gera grín að sjálfum sér, því kökuát hans hefur oftar en einu sinni ratað í fjölmiðla. Var það meðal annars tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heims á dögunum.Nú í byrjun maí yfirgaf ráðherrann þingsal á meðan fyrirspurnum sem beint var til hans var til umræðu, til þess að fá sér súkkulaðitertu með niðursoðnum perum. Var hann meðal annars harðlega gagnrýndur af Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði hún. Það var þó ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakaði Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherrann fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið.Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku.Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 23. maí 2015 Eurovision Tengdar fréttir Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hátíðlega í kvöld, líkt og svo margir aðrir Íslendingar. Fagnar hann með þriggja laga súkkulaðiköku, skreyttri gúmmíkörlum. Hann hefur þó yfir fleiru að gleðjast því ríkisstjórnin er tveggja ára í dag. „Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ skrifar forsætisráðherrann á Facebook. Gera má ráð fyrir að hann sé með þessari færslu að gera grín að sjálfum sér, því kökuát hans hefur oftar en einu sinni ratað í fjölmiðla. Var það meðal annars tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heims á dögunum.Nú í byrjun maí yfirgaf ráðherrann þingsal á meðan fyrirspurnum sem beint var til hans var til umræðu, til þess að fá sér súkkulaðitertu með niðursoðnum perum. Var hann meðal annars harðlega gagnrýndur af Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði hún. Það var þó ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakaði Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherrann fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið.Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku.Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 23. maí 2015
Eurovision Tengdar fréttir Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15