Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld Linda Blöndal skrifar 25. maí 2015 19:30 Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Íslandsfrumsýningin í kvöldAðstandendur myndarinnar eru nýlentir á Íslandi eftir mikla sigurför á kvikmyndahátíðinni í Cannes og leiðin leið beint norður með flugi á staðinn þar sem myndin er tekin upp og þar verður Íslandsfrumsýningin. Myndin fékk eins og kunnugt er um helgina Un Certain Regard verðlaunin fyrir unga og upprennandi leikstjóra, sem eru með Gullpálmanum önnur aðalverðlaun hátíðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna í Cannes en vonir standa þó helst til að Íslendingum falli hún ekki síður vel.Við hæfi að sýna sveitinum fyrstSigurður Sigurjónsson leikari sagði þegar hann beið eftir flugi á Reykjavíkurflugvelli í dag það það væri við hæfi að frumsýna fyrir norðan. „Já, það er algjörlega við hæfi að frumsýna þetta fyrir sveitunga okkar og þá sem að störfuðu með okkur við myndina og hrútana og kindurnar í sveitinni. Þar eigum við að byrja", sagði hann við stöð tvö sem hitti kvikmyndagerðarmennina á vellinum. En hvar verður hvíta tjaldið í sveitinni? Grímur Hákonarsson, leikstjóri sagði ágætan sal til reiðu. „Þetta verður sýnt í kvikmyndahúsi á Laugum. Ég hef að vísu aldrei komið þangað en þetta er víst hundrað manna salur og það mæta allir sveitungar þarna sem voru að vinna í myndinni. „Leik núna á mínum heimavelli"Aðspurðir hvernig væri að koma úr stjörnurykinu í Cannes og beint norður sögðu Grímur og Sigurjón það takast ágætlega að koma sér aftur niður á jörðina. „Með fullri virðingu fyrir Cannes þá kann ég afskaplega vel við það. Nú er ég að leika á mínum heimavelli fyrir mitt fólk. Þannig að ég kann því vel", sagði Sigurjón og benti á látlausan klæðnað sinn. Gott að hvíla sig á stjörnulífinu„Það verður gott að hvíla sig aðeins á hvítvíninu en þetta er búið að vera algjört ævintýri þarna úti en við erum aðeins búnir að klæða okkur niður á við, erum við hæfi hér og nú. En þetta er búið að vera frábært og frábærar viðtökur. En myndin er fyrst og fremst fyrir Íslendinga og það sem við viljum helst af öllu er að fólk fari á hana", sagði Grímur. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Íslandsfrumsýningin í kvöldAðstandendur myndarinnar eru nýlentir á Íslandi eftir mikla sigurför á kvikmyndahátíðinni í Cannes og leiðin leið beint norður með flugi á staðinn þar sem myndin er tekin upp og þar verður Íslandsfrumsýningin. Myndin fékk eins og kunnugt er um helgina Un Certain Regard verðlaunin fyrir unga og upprennandi leikstjóra, sem eru með Gullpálmanum önnur aðalverðlaun hátíðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna í Cannes en vonir standa þó helst til að Íslendingum falli hún ekki síður vel.Við hæfi að sýna sveitinum fyrstSigurður Sigurjónsson leikari sagði þegar hann beið eftir flugi á Reykjavíkurflugvelli í dag það það væri við hæfi að frumsýna fyrir norðan. „Já, það er algjörlega við hæfi að frumsýna þetta fyrir sveitunga okkar og þá sem að störfuðu með okkur við myndina og hrútana og kindurnar í sveitinni. Þar eigum við að byrja", sagði hann við stöð tvö sem hitti kvikmyndagerðarmennina á vellinum. En hvar verður hvíta tjaldið í sveitinni? Grímur Hákonarsson, leikstjóri sagði ágætan sal til reiðu. „Þetta verður sýnt í kvikmyndahúsi á Laugum. Ég hef að vísu aldrei komið þangað en þetta er víst hundrað manna salur og það mæta allir sveitungar þarna sem voru að vinna í myndinni. „Leik núna á mínum heimavelli"Aðspurðir hvernig væri að koma úr stjörnurykinu í Cannes og beint norður sögðu Grímur og Sigurjón það takast ágætlega að koma sér aftur niður á jörðina. „Með fullri virðingu fyrir Cannes þá kann ég afskaplega vel við það. Nú er ég að leika á mínum heimavelli fyrir mitt fólk. Þannig að ég kann því vel", sagði Sigurjón og benti á látlausan klæðnað sinn. Gott að hvíla sig á stjörnulífinu„Það verður gott að hvíla sig aðeins á hvítvíninu en þetta er búið að vera algjört ævintýri þarna úti en við erum aðeins búnir að klæða okkur niður á við, erum við hæfi hér og nú. En þetta er búið að vera frábært og frábærar viðtökur. En myndin er fyrst og fremst fyrir Íslendinga og það sem við viljum helst af öllu er að fólk fari á hana", sagði Grímur.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira