„Þetta eru bara dópistar“ Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2015 11:15 Sævar Poetrix og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Nokkurt uppnám varð á netinu í gær í kjölfar ummæla sem leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson lét falla á Facebooksíðu sinni. Jóhannes Haukur hafði lesið frétt Vísis sem snýst um að það að rapparinn Sævar Poetrix ætli sér ekki að mæta fyrir dóm vegna máls sem snýr að vörslu á kannabis. „Um leið og ég sé hóp af hassreykingamönnum sem eru pródúktívir einstaklingar sem leggja eitthvað til samfélagsins og gera eitthvað af viti, þó það sé ekki nema að sinna einhverju starfi af svo mikið sem örlitlum metnaði, þá er ég til í að fara að hlusta á svona málflutning. Þangað til það gerist, hlusta ég ekki á svona væl.” Ummælin féllu í grýttan jarðveg og rataði málið í fjölmiðla, svo sem dv.is. Jóhannes Haukur mætti til að ræða málið í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þá má það fylgja sögunni að Sævar sjálfur hefur svarað Jóhannesi Hauki, en fram kom í viðtalinu að Jóhannes Haukur hefur ekki haft tíma til að lesa þann pistil.Viðtalið við Jóhannes Hauk má heyra hér að neðan. „Dópistar, hasshausar, hvað þú vilt kalla það. Ég las grein um Sævar Poetrix, inntakið í henni var að hann var tekinn með 90 grömm af kannabis og ætlar ekki að mæta fyrir dóm af því að honum finnst það lítillækka sig,“ sagði Jóhannes Haukur, svo tæpt sé á því helsta sem hann hafði fram að færa. Ekki verður séð að hann vilji draga neitt í land: Þessi umræða um réttindi borgara komi upp af og til og hann sé til í að ræða mannréttindi, og auðvitað hafi allir sín réttindi en þetta snúist um forgangsröðun.Mér er alveg samaLeikarinn greindi frá því að yfir sig hafi sturtast holskefla einkaskilaboða og svo í athugasemdum. „Sem ganga út á að niðurlægja mig persónulega en svo eru margir með mikinn málflutning og ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að lesa þetta. Mér er alveg sama. Ég er ekki talsmaður einhverra samtaka sem er á móti lögleiðingu og var að senda frá mér fréttatilkynningu. Ég var bara að skrifa þessi ummæli á Facebook og stend alveg við þau. Það sem ég á við er ég er ekki að tala um alla sem snerta kannabis í einhverju formi. Ég veit alveg að þetta hefur lækningamátt, ég veit alveg að það er margt gott hægt að gera með þessa jurt, veit að það eru margir sem geta fengið sér haus stöku sinnum, alveg eins og með áfengi.“ Jóhannes Haukur var spurður nánar út í ummælin, að þeir sem noti þessi efni geri ekkert að viti, enginn metnaður... „Það má ekki alhæfa en fólk er búið að ætla mér allskonar meiningar í ummælum sínum. Það er ákveðinn hópur fólks sem eru dagreykingamenn og gera lítið annað en liggja í hassvímu. Ég, eins og nánast allir Íslendingar, hef einhvern nálægt mér og þekki til fólks sem er fast í þessari gildru. Ég er auðvitað að tala út frá persónulegri reynslu.“ Þetta fólk einhvern veginn lítur ekki á þetta sem svo að það sé fast í gildru. Ég vil að fólk athugi forgangsröðina hjá sér. Tölum um mannréttindi, borgaraleg réttindi en nennir þú fyrst að fara í meðferð? Nennir þú fyrst að reykja daglega. Svo bera þeir alltaf saman við áfengi. Ég fæ mér áfengi en er ekki dagdrykkjumaður, og með sölu áfengis í búðum; mér er alveg sama. Mér gæti ekki verið meira sama.“Þetta er bara vælGagnrýnin sem Jóhannes Haukur hefur mátt sæta snýr meðal annars að prinsippum, svo sem hvort þetta eigi ekki að vera val hvers og eins? Val fólks. Jóhannes Haukur er ekkert á því. „Jújú, en mín ósk er einfaldlega sú að þeir sem eru fastir í fíkniefnagildru leiti sér hjálpar fremur en að líta á þetta sem trúarbrögð og æðri sannleika. Þetta eru bara dópistar.“ En, má þetta ekki vera val hvers og eins og er ekki rangt að refsa einhverjum fyrir löst sem kemur engum við nema sjálfum þér? „Ég veit það ekki, þarna ertu kominn út í umræðu um lögleiðingu...“ Nei, segir Frosti Logason, umsjónarmaður þáttarins; ég er bara að tala um eins og Sævar Póetrix, honum finnst óréttlátt að vera dreginn fyrir dóm fyrir að vera með græna plöntu heima hjá sér? „Nei, þetta er væl. Þetta er ólöglegt og menn eiga bara að hlýða lögum. Og ef þú átt að mæta fyrir dóm, þá átt þú bara að mæta fyrir dóm. Punktur.“Hefur séð hina mannlegu eymd Og áfram heldur viðtalið: En, hér talar fasisti, segir útvarpsmaðurinn: Sett lög eru ekki endilega rétt lög? „Nei, en það eru réttar leiðir til að takast á við þetta. Forgangsröðunin á að vera sú að kannski ættir þú að hætta í neyslu áður en þú ferð að tala um eitthvað annað.“En, er borgaraleg óhlýðni ekki rétt leið til að takast á við lög sem halda ekki vatni? „Það má vel vera, en ég nenni ekki einu sinni að setja mig inní þetta. Ég hef séð þessa mannlegu eymd sem fylgir dópneyslu. Og það getur enginn neitað fyrir það að það eru fullt af dópistum sem eru í vítahring og þurfa að leita sér hjálpar. Úrræðin eru til staðar. Lengra nær mín skoðun ekki. Ég nenni ekki einu sinni að pæla í þessum lögum. Mér er bara sama. Ertu ekki dópisti ef þú getur ekki sleppt því að fá þér í haus daglega?“ Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Nokkurt uppnám varð á netinu í gær í kjölfar ummæla sem leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson lét falla á Facebooksíðu sinni. Jóhannes Haukur hafði lesið frétt Vísis sem snýst um að það að rapparinn Sævar Poetrix ætli sér ekki að mæta fyrir dóm vegna máls sem snýr að vörslu á kannabis. „Um leið og ég sé hóp af hassreykingamönnum sem eru pródúktívir einstaklingar sem leggja eitthvað til samfélagsins og gera eitthvað af viti, þó það sé ekki nema að sinna einhverju starfi af svo mikið sem örlitlum metnaði, þá er ég til í að fara að hlusta á svona málflutning. Þangað til það gerist, hlusta ég ekki á svona væl.” Ummælin féllu í grýttan jarðveg og rataði málið í fjölmiðla, svo sem dv.is. Jóhannes Haukur mætti til að ræða málið í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þá má það fylgja sögunni að Sævar sjálfur hefur svarað Jóhannesi Hauki, en fram kom í viðtalinu að Jóhannes Haukur hefur ekki haft tíma til að lesa þann pistil.Viðtalið við Jóhannes Hauk má heyra hér að neðan. „Dópistar, hasshausar, hvað þú vilt kalla það. Ég las grein um Sævar Poetrix, inntakið í henni var að hann var tekinn með 90 grömm af kannabis og ætlar ekki að mæta fyrir dóm af því að honum finnst það lítillækka sig,“ sagði Jóhannes Haukur, svo tæpt sé á því helsta sem hann hafði fram að færa. Ekki verður séð að hann vilji draga neitt í land: Þessi umræða um réttindi borgara komi upp af og til og hann sé til í að ræða mannréttindi, og auðvitað hafi allir sín réttindi en þetta snúist um forgangsröðun.Mér er alveg samaLeikarinn greindi frá því að yfir sig hafi sturtast holskefla einkaskilaboða og svo í athugasemdum. „Sem ganga út á að niðurlægja mig persónulega en svo eru margir með mikinn málflutning og ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að lesa þetta. Mér er alveg sama. Ég er ekki talsmaður einhverra samtaka sem er á móti lögleiðingu og var að senda frá mér fréttatilkynningu. Ég var bara að skrifa þessi ummæli á Facebook og stend alveg við þau. Það sem ég á við er ég er ekki að tala um alla sem snerta kannabis í einhverju formi. Ég veit alveg að þetta hefur lækningamátt, ég veit alveg að það er margt gott hægt að gera með þessa jurt, veit að það eru margir sem geta fengið sér haus stöku sinnum, alveg eins og með áfengi.“ Jóhannes Haukur var spurður nánar út í ummælin, að þeir sem noti þessi efni geri ekkert að viti, enginn metnaður... „Það má ekki alhæfa en fólk er búið að ætla mér allskonar meiningar í ummælum sínum. Það er ákveðinn hópur fólks sem eru dagreykingamenn og gera lítið annað en liggja í hassvímu. Ég, eins og nánast allir Íslendingar, hef einhvern nálægt mér og þekki til fólks sem er fast í þessari gildru. Ég er auðvitað að tala út frá persónulegri reynslu.“ Þetta fólk einhvern veginn lítur ekki á þetta sem svo að það sé fast í gildru. Ég vil að fólk athugi forgangsröðina hjá sér. Tölum um mannréttindi, borgaraleg réttindi en nennir þú fyrst að fara í meðferð? Nennir þú fyrst að reykja daglega. Svo bera þeir alltaf saman við áfengi. Ég fæ mér áfengi en er ekki dagdrykkjumaður, og með sölu áfengis í búðum; mér er alveg sama. Mér gæti ekki verið meira sama.“Þetta er bara vælGagnrýnin sem Jóhannes Haukur hefur mátt sæta snýr meðal annars að prinsippum, svo sem hvort þetta eigi ekki að vera val hvers og eins? Val fólks. Jóhannes Haukur er ekkert á því. „Jújú, en mín ósk er einfaldlega sú að þeir sem eru fastir í fíkniefnagildru leiti sér hjálpar fremur en að líta á þetta sem trúarbrögð og æðri sannleika. Þetta eru bara dópistar.“ En, má þetta ekki vera val hvers og eins og er ekki rangt að refsa einhverjum fyrir löst sem kemur engum við nema sjálfum þér? „Ég veit það ekki, þarna ertu kominn út í umræðu um lögleiðingu...“ Nei, segir Frosti Logason, umsjónarmaður þáttarins; ég er bara að tala um eins og Sævar Póetrix, honum finnst óréttlátt að vera dreginn fyrir dóm fyrir að vera með græna plöntu heima hjá sér? „Nei, þetta er væl. Þetta er ólöglegt og menn eiga bara að hlýða lögum. Og ef þú átt að mæta fyrir dóm, þá átt þú bara að mæta fyrir dóm. Punktur.“Hefur séð hina mannlegu eymd Og áfram heldur viðtalið: En, hér talar fasisti, segir útvarpsmaðurinn: Sett lög eru ekki endilega rétt lög? „Nei, en það eru réttar leiðir til að takast á við þetta. Forgangsröðunin á að vera sú að kannski ættir þú að hætta í neyslu áður en þú ferð að tala um eitthvað annað.“En, er borgaraleg óhlýðni ekki rétt leið til að takast á við lög sem halda ekki vatni? „Það má vel vera, en ég nenni ekki einu sinni að setja mig inní þetta. Ég hef séð þessa mannlegu eymd sem fylgir dópneyslu. Og það getur enginn neitað fyrir það að það eru fullt af dópistum sem eru í vítahring og þurfa að leita sér hjálpar. Úrræðin eru til staðar. Lengra nær mín skoðun ekki. Ég nenni ekki einu sinni að pæla í þessum lögum. Mér er bara sama. Ertu ekki dópisti ef þú getur ekki sleppt því að fá þér í haus daglega?“
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira