Mildi að flugmaðurinn slapp Linda Blöndal skrifar 11. maí 2015 19:45 Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast en sjónarvottur segir vélina hafa farið lóðrétt niður í sjóinn stutt frá tanga þar sem hún hefði lent, enn harkalegar á landi. Óð sjó upp að mittiVélin fór niður um hálfþrjúleytið í dag og ekki er enn ljóst hvað olli brotlendingunni sem varð um hundrað metrum frá golfvellinum við Mosfellsbæ og vélin því nærri lent enn harkalegar á skeri. Flugmaðurinn meiddist ekki alvarlega og komst sjálfur út úr vélinni. Tveir sjónarvottar komu honum til aðstoðar. Var greinilega í vandræðum Gylfi Geir Gunnarsson, sem er annar þeirra, segir að vélin hafi flogið mjög lágt við sjóinn. „Flugmaðurinn er að taka vinstri beygju að tanganum hér út eftir og stýrir vængjunum að manni sýnis lóðrétt þannig að vinstri vængurinn skellur í sjónum og hann tekur svo bara handahlaup og endar þarna úti í sjó. Hann var að taka svona u-beygju aftur út í fjörðinn. Ég sá ekki alveg úr hvaða átt hann var að koma en hann var greinilega í einhverjum vandræðum þarna og alveg ótrúlega nálægt sjónum,“ sagði Gylfi í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Var nokkuð lemstraðurGylfi og annar maður sem var að spila golf á vellinum við sjóinn komu flugmanninum til hjálpar. „Við hlaupum þarna úteftir að tanganum og sjáum að hann er eitthvað að vesenast við vélina og við höfðum áhyggjur af því að hann væri kannski ekki einn á ferð. En sem betur fer kemur hann svo í átt að okkur, vaðandi sjóinn upp að mitti. Þá erum við nokkuð vissir um að hann sé bara einn. Við reynum að kalla á hann en getum það ekki vegna mótvinds og við náum ekki sambandi en svo kemur hann og segist vera einn og var eitthvað lemstraður og blóðugur á hægri öxl og höndinni.“Heppinn að koma labbandi frá brakinuGylfi segir unga flugmanninn, sem er nítján ára, hafa verið mjög skelkaðan. „Hann fékk að hringja í föður sinn og láta hann vita að vélin væri í sjónum. Mér fannst það vera hans aðal áhyggjuefni. En hann var bara heppinn að koma labbandi frá þessu að mér sýnist", segir Gylfi, en samkvæmt heimildum fréttastofu á faðir flugmannsins vélina. „Ég hefði haldið að það væri betri kostur að hann lenti þar sem hann lenti heldur en að fara á tangann rétt hjá. þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum held ég,“ segir Gylfi ennfremur og að vélin hefði lent algerlega lóðrétt í sjóinn. Vélin illa farinVélin, sem er tveggja sæta úr krossvið og dúk, er létt og með 95 hestafla mótor. Hún er af gerðinni TF-REX Jodel, árgerð 1960. Og líkast til var þetta síðasta flugferðin. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast en sjónarvottur segir vélina hafa farið lóðrétt niður í sjóinn stutt frá tanga þar sem hún hefði lent, enn harkalegar á landi. Óð sjó upp að mittiVélin fór niður um hálfþrjúleytið í dag og ekki er enn ljóst hvað olli brotlendingunni sem varð um hundrað metrum frá golfvellinum við Mosfellsbæ og vélin því nærri lent enn harkalegar á skeri. Flugmaðurinn meiddist ekki alvarlega og komst sjálfur út úr vélinni. Tveir sjónarvottar komu honum til aðstoðar. Var greinilega í vandræðum Gylfi Geir Gunnarsson, sem er annar þeirra, segir að vélin hafi flogið mjög lágt við sjóinn. „Flugmaðurinn er að taka vinstri beygju að tanganum hér út eftir og stýrir vængjunum að manni sýnis lóðrétt þannig að vinstri vængurinn skellur í sjónum og hann tekur svo bara handahlaup og endar þarna úti í sjó. Hann var að taka svona u-beygju aftur út í fjörðinn. Ég sá ekki alveg úr hvaða átt hann var að koma en hann var greinilega í einhverjum vandræðum þarna og alveg ótrúlega nálægt sjónum,“ sagði Gylfi í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Var nokkuð lemstraðurGylfi og annar maður sem var að spila golf á vellinum við sjóinn komu flugmanninum til hjálpar. „Við hlaupum þarna úteftir að tanganum og sjáum að hann er eitthvað að vesenast við vélina og við höfðum áhyggjur af því að hann væri kannski ekki einn á ferð. En sem betur fer kemur hann svo í átt að okkur, vaðandi sjóinn upp að mitti. Þá erum við nokkuð vissir um að hann sé bara einn. Við reynum að kalla á hann en getum það ekki vegna mótvinds og við náum ekki sambandi en svo kemur hann og segist vera einn og var eitthvað lemstraður og blóðugur á hægri öxl og höndinni.“Heppinn að koma labbandi frá brakinuGylfi segir unga flugmanninn, sem er nítján ára, hafa verið mjög skelkaðan. „Hann fékk að hringja í föður sinn og láta hann vita að vélin væri í sjónum. Mér fannst það vera hans aðal áhyggjuefni. En hann var bara heppinn að koma labbandi frá þessu að mér sýnist", segir Gylfi, en samkvæmt heimildum fréttastofu á faðir flugmannsins vélina. „Ég hefði haldið að það væri betri kostur að hann lenti þar sem hann lenti heldur en að fara á tangann rétt hjá. þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum held ég,“ segir Gylfi ennfremur og að vélin hefði lent algerlega lóðrétt í sjóinn. Vélin illa farinVélin, sem er tveggja sæta úr krossvið og dúk, er létt og með 95 hestafla mótor. Hún er af gerðinni TF-REX Jodel, árgerð 1960. Og líkast til var þetta síðasta flugferðin.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira