Enski boltinn

Blaðamennirnir völdu Hazard bestan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. Vísir/Getty
Eden Hazard, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, var kosinn knattspyrnumaður ársins hjá blaðamannasamtökunum í Englandi en hann var líka kosinn bestur af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Hazard hefur átt magnað tímabil með Chelsea-liðinu en hann hefur skorað 14 mörk og gefið 9 stoðsendingar í 36 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Það hefur gengið illa að stoppa Hazard sem hefur fengið flestar aukaspyrnur af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.  

Hazard er samtals með 19 mörk og 12 stoðsendingar í öllum keppnum með Chelsea á tímabilinu.

Eden Hazard er fyrsti leikmaður Chelsea til að vinna þessi verðlaun síðan að Frank Lampard var kosinn bestur tímabilið 2004-05 en þar á undan fékk Gianfranco Zola þessi verðlaun 1996-97.

Hazard er líka sá fyrsti til að vera kosinn bestur úr meistaraliði síðan að Cristiano Ronaldo var kosinn bestur 2007-08.

Undanfarin ár hafa Steven Gerrard (2008-09), Wayne Rooney (2009-10), Scott Parker (2010-11), Robin van Persie (2011-12), Gareth Bale (2012-13) og Luis Suárez (2013-14) fengið þessi verðlaun en enginn þeirra spilaði í meistaraliði það tímabil.

van Persie, Bale og Suárez unnu allir bæði verðlaunin hjá leikmannasamtökunum og blaðamönnunum eins og Eden Hazard í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×