Enski boltinn

Scholes: Ég hefði líka staðið upp fyrir Gerrard og klappað

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Steven Gerrard og Paul Scholes áttust oft við á ferlinum.
Steven Gerrard og Paul Scholes áttust oft við á ferlinum. vísir/getty
Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United, segir að hann hefði einnig staðið upp og klappað fyrir Steven Gerrard eins og stuðningsmenn Chelsea gerðu um síðustu helgi.

Gerrard skoraði mark Liverpool í 1-1 jafntefli gegn Chelsea á Brúnni og var tekinn af velli á 79. mínútu. Stuðningsmenn Chelsea í stúkunni vissu að þeir væru að sjá Gerrard í síðasta sinn og stóðu því upp og klöppuðu fyrir honum.

„Ég velti því fyrir mér hvort Steven Gerrard hefði fengið sömu kveðjur á Old Trafford hefði hann spilað þar í stað Stamford Bridge um síðustu helgi,“ segir Scholes í pistli sínum í The Independent.

„Sumir vina minna sem halda með United myndu eflaust ekki trúa því að mér dytti þetta í hug. En ég veit að margir þeirra, eins og stuðningsmenn Chelsea, bera virðingu fyrir manni sem hefur verið frábær í mörg ár og alltaf spilað fyrir sama liðið.“

„Ég var ánægður með að Chelsea-fólkið klappaði fyrir Gerrard. Þetta voru bara nokkrar sekúndur en sýndi að við sem stuðningsmenn getum horft út fyrir ríginn milli liðanna þegar það á við. Þetta var samt aldrei gert fyrir mig, ekki nema í góðgerðarleiknum mínum.“

„Sem ársmiðahafi á Old Trafford hefði ég klappað fyrir Gerrard er hann gekk af velli. Samt bara í þetta eina skipti,“ segir Paul Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×