Enski boltinn

Norwich skrefi nær úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hoolahan skorar af vítapunktinum.
Hoolahan skorar af vítapunktinum. vísir/getty
Norwich er skrefi frá því að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný, en liðið vann Ipswich 3-1 í síðari undanúrslitaleik liðanna um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Ipswich og því var ljóst að það myndi verða blóðug barátta á Carrow Road í dag.

Það var markalaust að loknum fyrri hálfleik, en í upphafi síðari hálfleiks gerðist Christophe Berra brotlegur. Hann var sendur í sturtu, Weshley Hoolahan steig á punktinn og skoraði.

Á 60. mínútu jafnaði Tommy Smith metin, en Nathan Redmond kom Norwich yfir fjórum mínútum síðar. Gamla brýnið, Cameron Jerome, tryggði svo Norwich sigur og lokatölur 3-1.

Lokatölur því samtals 4-2 og Norwich mætir Middlesbrough um eina lausa sætið sem eftir er í ensku úrvalsdeildina, en Norwich lék í henni síðast tímabilið 2013-2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×