Enski boltinn

Fimm eiga möguleika á að vinna Gullhanskann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fabianski hefur haldið 13 sinnum hreinu í vetur.
Fabianski hefur haldið 13 sinnum hreinu í vetur. vísir/getty
Fimm markmenn möguleika eiga enn möguleika á að vinna gullhanskann svokallaða, sem veittur er þeim markmanni sem heldur oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta eru þeir Lukasz Fabianski (Swansea), Fraser Forster (Southampton), Simon Mignolet (Liverpool), Joe Hart (Man City) og Thibaut Courtois (Chelsea).

Þeir fjórir fyrstnefndu hafa haldið marki sínu hreinu 13 sinnum í vetur og eiga eftir að leika einn leik í deildinni. Courtois hefur haldið markinu tólf sinnum hreinu en Chelsea á tvo leiki eftir svo Belginn stóri gæti haldið marki sínu 14 sinnum hreinu á tímabilinu.

Ljóst er að Forster kemst ekki hærra á listanum en hann er meiddur og hefur ekki leikið með Southampton síðan í 2-0 sigri liðsins á Burnley 21. mars.

Svo gæti farið að umræddir fimm markmenn deili verðlaununum en það hefur aðeins einu sinni gerst síðan Gullhanskinn var fyrst veittur tímabilið 2004-05. Það var í fyrra þegar Petr Cech (Chelsea) og Wojciech Szczesny (Arsenal) héldu báðir 16 sinnum hreinu.

Enginn markmaður utan fimm stærstu félaganna í ensku úrvalsdeildinni - Man Utd, Man City, Chelsea, Arsenal, Liverpool - hefur fengið Gullhanskann en líklegt er að breyting verði þar á í ár.

Hart, Cech og Pepe Reina (Liverpool) hafa oftast hlotið þessa nafnbót, eða þrisvar sinnum hver.

Þessir hafa haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur:

Lukasz Fabianski, Swansea - 13

Fraser Forster, Southampton - 13

Joe Hart, Manchester City - 13

Simon Mignolet, Liverpool - 13

Thibaut Courtois, Chelsea - 12

David de Gea, Manchester United - 10

Costel Pantilimon, Sunderland - 10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×