Umræðan: Rannsóknarskýrslan kenndi okkur ekkert Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 18. maí 2015 21:02 Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir þjóðina ekki hafa jafnað sig eftir hrunið, hvorki efnahagslega né pólitískt. Ennþá sé mikil ólga og reiði í samfélaginu og Alþingi endurspegli það. Hún kallar eftir því að þingsköpin verði skoðuð og þá sérstaklega hvaða tæki minnihlutinn hefur, því eins og staðan er í dag hefur hann enginn önnur tæki en málþóf komi upp erfið mál. Hún var gestur í Umræðunni í kvöld ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins og ræddu þær traust til Alþingis og störf þess. Ragnheiður sagði hvorki stjórnarmeirihlutann né minnihlutann geta breytt hefðinni. Það þurfi að koma fleiri að og spurði hvað hvers vegna okkur væri ekki að takast það sem nágranna þjóðum okkar hefur tekist „er þetta eitthvað í eðli okkar eða er þetta frekja eða yfirgangur.... Það sem að við búum við sama hvaða flokkar eru við völd, eru sömu hefðirnar þegar líður að jólum og sömu hefðina þegar líður að sumri. Þá hrúgast inn mál sem eru þung og pólitískur ágreiningur er um.“ Ragnheiður benti á að allir þingmenn hefðu stutt þingsályktunartillögu sem var unnin uppúr ábendingum sem fram komu í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ekkert hefði hins vegar verið gert með þessa þingsályktun „okkur hefur ekki tekist að breyta því sem við samþykktum að breyta eftir að rannsóknar skýrsla Alþingis kom út“ sagði Ragnheiður. Svandís lagði áherslu á að tillögur um breytingar á þingsköpum kæmu fram öðrum tíma en þegar allt væri komið uppí loft. „Þegar Bjarni Ben sem er ráðherra og er framkvæmdarvaldsmegin kemur fram með tillögu eða pælingar um að skerða málfrelsi þingmanna eða stytta ræðutíma þá virkar það eins og olía á eldinn akkúrat í umræðunni eins og hún er,“ sagði Svandís. Ragnheiður tók undir það. Alþingi Umræðan Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir þjóðina ekki hafa jafnað sig eftir hrunið, hvorki efnahagslega né pólitískt. Ennþá sé mikil ólga og reiði í samfélaginu og Alþingi endurspegli það. Hún kallar eftir því að þingsköpin verði skoðuð og þá sérstaklega hvaða tæki minnihlutinn hefur, því eins og staðan er í dag hefur hann enginn önnur tæki en málþóf komi upp erfið mál. Hún var gestur í Umræðunni í kvöld ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins og ræddu þær traust til Alþingis og störf þess. Ragnheiður sagði hvorki stjórnarmeirihlutann né minnihlutann geta breytt hefðinni. Það þurfi að koma fleiri að og spurði hvað hvers vegna okkur væri ekki að takast það sem nágranna þjóðum okkar hefur tekist „er þetta eitthvað í eðli okkar eða er þetta frekja eða yfirgangur.... Það sem að við búum við sama hvaða flokkar eru við völd, eru sömu hefðirnar þegar líður að jólum og sömu hefðina þegar líður að sumri. Þá hrúgast inn mál sem eru þung og pólitískur ágreiningur er um.“ Ragnheiður benti á að allir þingmenn hefðu stutt þingsályktunartillögu sem var unnin uppúr ábendingum sem fram komu í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ekkert hefði hins vegar verið gert með þessa þingsályktun „okkur hefur ekki tekist að breyta því sem við samþykktum að breyta eftir að rannsóknar skýrsla Alþingis kom út“ sagði Ragnheiður. Svandís lagði áherslu á að tillögur um breytingar á þingsköpum kæmu fram öðrum tíma en þegar allt væri komið uppí loft. „Þegar Bjarni Ben sem er ráðherra og er framkvæmdarvaldsmegin kemur fram með tillögu eða pælingar um að skerða málfrelsi þingmanna eða stytta ræðutíma þá virkar það eins og olía á eldinn akkúrat í umræðunni eins og hún er,“ sagði Svandís. Ragnheiður tók undir það.
Alþingi Umræðan Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira