Lífið

Gummi Ben við Bjarna Fel: „Nú verður þú að hætta þessu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gummi Ben og Bjarni fara hér með leiksigur.
Gummi Ben og Bjarni fara hér með leiksigur.
Það er ekki á hverjum degi sem kanónur á borð við Guðmund Benediktsson og Bjarna Fel smella sér í leikaragírinn en óhætt er að segja að þeir eigi stjörnuleik í nýjasta myndbandi herferðar UN Women, HeForShe – Ólíkir en sammála um kynjajafnrétti.

Myndbandið er fjórða af sex örmyndböndum sem Dögg Mósesdóttir leikstýrir fyrir herferðina.

Í fyrri myndböndum má sjá Tómasana þrjá sem fóru mikinn á Twitter síðastliðið vor, Dag B. Eggertsson, borgarstjóra ásamt Hrafnkatli Erni trommuleikara Agent Fresco fara í hár saman auk þess sem Jóhann Alfreð Kristinsson æfir upphífingar ásamt OfurGísla í hinu þriðja.

Markmið herferðarinnar er að ná til þeirra 8.500 karlmanna og stráka hér á landi sem skráðu sig sem HeForShe í alþjóðlega átakinu síðastliðið haust, sem og til annarra. Nú er því komið að næsta skrefi, að hvetja karlmenn sérstaklega til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti.

Heimsækja vefsíðuna og gerast mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women.

Í rannsókn á vegum UN Women er gefið til kynna að jafnrétti verði náð árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða.

Með stráka og karlmenn um borð er talið að jafnrétti muni nást helmingi fyrr. Við hvetjum því karlmenn og stráka sérstaklega til að skrá sig og hafa raunveruleg áhrif á líf milljóna kvenna og stúlkna í fátækustu löndum heims.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×