Hollenska stúlkan komin úr fangelsi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2015 12:00 Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er komin undir umsjón barnaverndaryfirvalda og hefur verið úrskurðuð í farbann. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna eftir að þær komu til landsins frá Amsterdam í byrjun apríl. Svokallaðri tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra sem leiddi til þess að Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Honum hefur þó verið sleppt úr haldi.Enn í farvegi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málefni stúlkunnar í ákveðnum farvegi hjá réttarvörslukerfinu. Málinu sé ekki lokið og enn til meðferðar, en þangað til dvelji hún í umsjá barnaverndaryfirvalda. „Um barn var að ræða þar sem það var með erlent ríkisfang og fylgdi móður sinni hingað til lands þá þurfti að gæta þess að aðskilnaður móður og barns færi fram með mjúkum hætti þannig að þetta yrði ekki of þungbært fyrir barnið,“ segir Bragi.Málið fordæmalaust Málið þótti sérlega vandasamt þar sem stúlkan er undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. „Það eru ekki fordæmi hvað snertir erlenda ríkisborgara. Þetta mál er af því leytinu til mjög sérstakt. En þetta er hins vegar í samræmi við ákvæði nýrra laga í kjölfar lögfestingar barnasamnings Sameinuðu þjóðanna að þegar einstaklingur er á barnsaldri það er að segja yngri en átján ára þá er barnaverndinni skylt að útvega viðeigandi úrræði sem er í samræmi við bestu hagsmuni barnsins í málum af þessum toga.“ Gæsluvarðhaldi yfir móður stúlkunnar hefur tvívegis verið framlengt, síðast í síðustu viku um fjórar vikur. Tengdar fréttir Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52 Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er komin undir umsjón barnaverndaryfirvalda og hefur verið úrskurðuð í farbann. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna eftir að þær komu til landsins frá Amsterdam í byrjun apríl. Svokallaðri tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra sem leiddi til þess að Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Honum hefur þó verið sleppt úr haldi.Enn í farvegi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málefni stúlkunnar í ákveðnum farvegi hjá réttarvörslukerfinu. Málinu sé ekki lokið og enn til meðferðar, en þangað til dvelji hún í umsjá barnaverndaryfirvalda. „Um barn var að ræða þar sem það var með erlent ríkisfang og fylgdi móður sinni hingað til lands þá þurfti að gæta þess að aðskilnaður móður og barns færi fram með mjúkum hætti þannig að þetta yrði ekki of þungbært fyrir barnið,“ segir Bragi.Málið fordæmalaust Málið þótti sérlega vandasamt þar sem stúlkan er undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. „Það eru ekki fordæmi hvað snertir erlenda ríkisborgara. Þetta mál er af því leytinu til mjög sérstakt. En þetta er hins vegar í samræmi við ákvæði nýrra laga í kjölfar lögfestingar barnasamnings Sameinuðu þjóðanna að þegar einstaklingur er á barnsaldri það er að segja yngri en átján ára þá er barnaverndinni skylt að útvega viðeigandi úrræði sem er í samræmi við bestu hagsmuni barnsins í málum af þessum toga.“ Gæsluvarðhaldi yfir móður stúlkunnar hefur tvívegis verið framlengt, síðast í síðustu viku um fjórar vikur.
Tengdar fréttir Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52 Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52
Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00
Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17
Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41