Davíð Þór: Mín heitasta ósk er að Bjarni sýni hvers hann er megnugur Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2015 09:30 Davíð Þór Viðarsson. mynd/skjáskot FH hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en er spáð titlinum að þessu sinni. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik fjórða október á síðasta ári, en er það leikur sem FH-ingar hugsa um? „Auðvitað pælir maður í þessu sjálfur. Þetta voru rosaleg vonbrigði enda titill sem við ætluðum okkur. Við erum ekkert búnir að tala um þetta hópurinn en þeir sem voru í fyrra hljóta að vilja ná í titilinn aftur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi. „Við erum staðráðnir í að breyta því og okkar markmið er að vinna titilinn í ár.“Pressa hluti af þessu FH er spáð titilinum af nánast öllum enda leikmannahópurinn gríðarlega sterkur. „Umtalið er búið að vera þannig að við séum með besta hóp í sögu Íslands og ýmislegt annað sem ég er ekki dómbær á,“ segir Davíð Þór, en hvað með pressuna? „Pressa er hluti af þessu og ef þú ætlar að vera á toppnum þarftu að geta tekist á við hana. Við verðum bara að gjöra svo vel að kúpla okkur út úr því og vera klárir fjórða maí.“Vona að Bjarni komist í stand Davíð Þór mun spila með bróður sínum Bjarna Þór í sumar, en Bjarni er kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla. „Það verður skemmtilegt að spila með honum held ég. Við spiluðum nokkra leiki saman með U21 landsliðinu á sínum tíma en annars höfum við aldrei spilað eða æft saman,“ segir Davíð Þór. „Ég á reyndar eftir að spila með honum núna því ég var tæpur í byrjun undirbúningstímabilsins og svo hefur hann verið tæpur síðustu daga. Við erum að forðast það að spila með hvor öðrum,“ segir hann og hlær. „Bjarni er frábær leikmaður. Ég er bara ánægður fyrir hans hönd að vera kominn heim og vonandi getur hann komið sér almennilega af stað. Mín heitasta ósk er að hann nái sér á strik, standi sig og sýni fólki hvers hann er megnugur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
FH hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en er spáð titlinum að þessu sinni. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik fjórða október á síðasta ári, en er það leikur sem FH-ingar hugsa um? „Auðvitað pælir maður í þessu sjálfur. Þetta voru rosaleg vonbrigði enda titill sem við ætluðum okkur. Við erum ekkert búnir að tala um þetta hópurinn en þeir sem voru í fyrra hljóta að vilja ná í titilinn aftur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi. „Við erum staðráðnir í að breyta því og okkar markmið er að vinna titilinn í ár.“Pressa hluti af þessu FH er spáð titilinum af nánast öllum enda leikmannahópurinn gríðarlega sterkur. „Umtalið er búið að vera þannig að við séum með besta hóp í sögu Íslands og ýmislegt annað sem ég er ekki dómbær á,“ segir Davíð Þór, en hvað með pressuna? „Pressa er hluti af þessu og ef þú ætlar að vera á toppnum þarftu að geta tekist á við hana. Við verðum bara að gjöra svo vel að kúpla okkur út úr því og vera klárir fjórða maí.“Vona að Bjarni komist í stand Davíð Þór mun spila með bróður sínum Bjarna Þór í sumar, en Bjarni er kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla. „Það verður skemmtilegt að spila með honum held ég. Við spiluðum nokkra leiki saman með U21 landsliðinu á sínum tíma en annars höfum við aldrei spilað eða æft saman,“ segir Davíð Þór. „Ég á reyndar eftir að spila með honum núna því ég var tæpur í byrjun undirbúningstímabilsins og svo hefur hann verið tæpur síðustu daga. Við erum að forðast það að spila með hvor öðrum,“ segir hann og hlær. „Bjarni er frábær leikmaður. Ég er bara ánægður fyrir hans hönd að vera kominn heim og vonandi getur hann komið sér almennilega af stað. Mín heitasta ósk er að hann nái sér á strik, standi sig og sýni fólki hvers hann er megnugur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00