Upprifjun: Höddi Magg afgreiddi KR með síðasta marki sínu í efstu deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2015 11:30 Stórleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta fer fram á KR-vellinum í kvöld þar sem eigast við stórveldin KR og FH. Viðureignir liðanna undanfarinn áratug eða svo hafa verið einhver besta auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu og skemmtanagildið mikið.Sjá einnig:Hefst titilbaráttan á KR-velli? FH-ingar höfðu lengi gott tak á KR í Frostaskjólinu, en því lauk á meistara ári KR-inga árið 2011 þegar heimamenn unnu, 2-0. KR er ósigrað gegn FH í fimm síðustu leikjum í deild og bikar á KR-velli, en FH vann útileikinn gegn KR á síðustu leiktíð. Þá var spilað á gervigrasinu í Laugardal. Til upprifjunar fyrir leikinn í kvöld tökum við fyrir sigur FH í Frostaskjóli 2001. FH var þá í titilbaráttu við ÍBV og ÍA, en KR átti erfitt uppdráttar eftir að verða meistari tvö ár í röð. Jónas Grani Garðarsson kom FH yfir á 31. mínútu eftir fyrirgjöf Jóns Þorgríms Stefánssonar. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, tók aukaspyrnu snöggt á Jón Þorgrím en auðvitað bauð Heimir upp á utanfótar sendingu. Jónas Grani átti einnig stóran þátt í öðru marki FH sem tryggði gestunum sigurinn. Hann tók snilldarlega við boltanum inn á teiginn og var felldur af Gunnari Einarssyni. Gísli Jóhannsson, dómari, gat ekkert annað gert en dæmt vítaspyrnu. Á punktinn fór markamaskínan Hörður Magnússon sem sendi vítabanann Kristján Finnbogason í rangt horn. Hörður klúðraði dauðafæri á 13. mínútu þegar Kristján varði meistaralega frá honum af stuttu færi, en Herði brást ekki bogalistin á vítapunktinum. Þetta mark er sögulegt því það er það síðasta sem Hörður Magnússon skoraði í efstu deild. Hann átti eftir að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir ÍR í 2. deildinni tveimur árum síðar áður en hann lagði skóna á hilluna. Tryggvi Sveinn Bjarnason, sem þá var ungur varnarmaður í liði KR, minnkaði muninn á 85. mínútu eftir fyrirgjöf varamannsins Sigþórs Júlíussonar. Nær komst KR ekki. Logi Ólafsson þjálfaði FH á þessum tíma, en hann verður einmitt að lýsa leiknum í Frostaskjólinu í kvöld. Eftir leikinn, eða klukkan 22.00, eru Pepsi-mörkin svo á dagskrá en þáttarstjórnandi er auðvitað Hörður Magnússon.Viðureign KR og FH árið 2001 var í beinni útsendingu á Sýn, en allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Þorsteins Gunnarssonar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Stórleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta fer fram á KR-vellinum í kvöld þar sem eigast við stórveldin KR og FH. Viðureignir liðanna undanfarinn áratug eða svo hafa verið einhver besta auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu og skemmtanagildið mikið.Sjá einnig:Hefst titilbaráttan á KR-velli? FH-ingar höfðu lengi gott tak á KR í Frostaskjólinu, en því lauk á meistara ári KR-inga árið 2011 þegar heimamenn unnu, 2-0. KR er ósigrað gegn FH í fimm síðustu leikjum í deild og bikar á KR-velli, en FH vann útileikinn gegn KR á síðustu leiktíð. Þá var spilað á gervigrasinu í Laugardal. Til upprifjunar fyrir leikinn í kvöld tökum við fyrir sigur FH í Frostaskjóli 2001. FH var þá í titilbaráttu við ÍBV og ÍA, en KR átti erfitt uppdráttar eftir að verða meistari tvö ár í röð. Jónas Grani Garðarsson kom FH yfir á 31. mínútu eftir fyrirgjöf Jóns Þorgríms Stefánssonar. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, tók aukaspyrnu snöggt á Jón Þorgrím en auðvitað bauð Heimir upp á utanfótar sendingu. Jónas Grani átti einnig stóran þátt í öðru marki FH sem tryggði gestunum sigurinn. Hann tók snilldarlega við boltanum inn á teiginn og var felldur af Gunnari Einarssyni. Gísli Jóhannsson, dómari, gat ekkert annað gert en dæmt vítaspyrnu. Á punktinn fór markamaskínan Hörður Magnússon sem sendi vítabanann Kristján Finnbogason í rangt horn. Hörður klúðraði dauðafæri á 13. mínútu þegar Kristján varði meistaralega frá honum af stuttu færi, en Herði brást ekki bogalistin á vítapunktinum. Þetta mark er sögulegt því það er það síðasta sem Hörður Magnússon skoraði í efstu deild. Hann átti eftir að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir ÍR í 2. deildinni tveimur árum síðar áður en hann lagði skóna á hilluna. Tryggvi Sveinn Bjarnason, sem þá var ungur varnarmaður í liði KR, minnkaði muninn á 85. mínútu eftir fyrirgjöf varamannsins Sigþórs Júlíussonar. Nær komst KR ekki. Logi Ólafsson þjálfaði FH á þessum tíma, en hann verður einmitt að lýsa leiknum í Frostaskjólinu í kvöld. Eftir leikinn, eða klukkan 22.00, eru Pepsi-mörkin svo á dagskrá en þáttarstjórnandi er auðvitað Hörður Magnússon.Viðureign KR og FH árið 2001 var í beinni útsendingu á Sýn, en allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Þorsteins Gunnarssonar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira