Milljón króna þjófnaður af byggingarsvæði í nótt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. maí 2015 21:45 Hér má sjá skjáskot af myndbandinu sem er á Facebook síðu Mótanda ehf. Ragnar Ólason, t.h., skilur ekki að fólk skuli gera svona. Mynd/Ragnar „Það tekur langan tíma að skoða hvað var tekið og að meta tjónið. En þetta hleypur á einhverjum milljónum,“ segir Ragnar Ólason, einn eigandi byggingarfélagsins Mótanda en brotist var inn á byggingarsvæði þeirra klukkan fimm í morgun. Rándýrum tækjum var stolið, mikið af batterísborvélum en verðmæti einnar slíkrar er um hundrað þúsund krónur. „Þau tóku líka handverkfæri og eiginlega allt sem tilheyrir flísurum og pípurum.“ Maður og kona voru að verki og hefur Mótandi birt myndband af þeim á Facebook síðu sinni þar sem þau sjást athafna sig. Maðurinn er klæddur í hvíta peysu og hvítar buxur en konan er svartklædd og með húfu. Ragnar Ólason segist vona að notendur Facebook geti gefið vísbendingar um hvaða fólk er þarna á ferli. „Við vonum að fólk geti verið virkt í því með okkur að koma í veg fyrir svona vitleysinga.“ Myndir af þjófunum má sjá neðst í fréttinni.Klipptu á vír og spenntu upp glugga Tvímenningarnir hafa að öllum líkindum verið búnir að undirbúa þjófnaðinn þar sem þau voru fljót að athafna sig. Eins og sést á myndbandinu eru þau rétt tæplega korter að brjótast inn, fylla bílinn af verkfærum og keyra í burtu. Byggingarsvæðið er afgirt en klippt var á mótavír sem heldur girðingu þess saman. Svæðið er í Kópavogi, nánar tiltekið við Álfhólsveg 22, en þar á að reisa sextán íbúða blokk. Parið fór einnig inn í fjórar íbúðanna með því að spenna upp glugga og hlutust af því skemmdir. „Maður skilur þetta ekki,“ segir Ragnar sem hefur að sjálfsögðu tilkynnt lögreglu um innbrotið og afhent myndbandsupptökuna. „Þau hafa verið að dunda sér þarna inni í svolítinn tíma. Svo hleypur stelpan og opnar hliðið, hann keyrir niður og þau eru tíu mínútur að hlaða bílinn.“ Bílinn er af gerðinni Suzuki. Ef einhver hefur upplýsingar um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu eða Ragnar Ólason beint í síma 6618820. Myndbandið má sjá hér.Hér sést maðurinn undirbúa komu bílsins. Hann er hvítklæddur frá toppi til táar.Mynd/SkjáskotStúlkan opnar hliðið fyrir bílnum sem er af gerðinni Suzuki samkvæmt Facebook síðu Mótanda. Hún er með hvíta húfu en að öðru leyti svartklædd.Mynd/Skjáskot Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Það tekur langan tíma að skoða hvað var tekið og að meta tjónið. En þetta hleypur á einhverjum milljónum,“ segir Ragnar Ólason, einn eigandi byggingarfélagsins Mótanda en brotist var inn á byggingarsvæði þeirra klukkan fimm í morgun. Rándýrum tækjum var stolið, mikið af batterísborvélum en verðmæti einnar slíkrar er um hundrað þúsund krónur. „Þau tóku líka handverkfæri og eiginlega allt sem tilheyrir flísurum og pípurum.“ Maður og kona voru að verki og hefur Mótandi birt myndband af þeim á Facebook síðu sinni þar sem þau sjást athafna sig. Maðurinn er klæddur í hvíta peysu og hvítar buxur en konan er svartklædd og með húfu. Ragnar Ólason segist vona að notendur Facebook geti gefið vísbendingar um hvaða fólk er þarna á ferli. „Við vonum að fólk geti verið virkt í því með okkur að koma í veg fyrir svona vitleysinga.“ Myndir af þjófunum má sjá neðst í fréttinni.Klipptu á vír og spenntu upp glugga Tvímenningarnir hafa að öllum líkindum verið búnir að undirbúa þjófnaðinn þar sem þau voru fljót að athafna sig. Eins og sést á myndbandinu eru þau rétt tæplega korter að brjótast inn, fylla bílinn af verkfærum og keyra í burtu. Byggingarsvæðið er afgirt en klippt var á mótavír sem heldur girðingu þess saman. Svæðið er í Kópavogi, nánar tiltekið við Álfhólsveg 22, en þar á að reisa sextán íbúða blokk. Parið fór einnig inn í fjórar íbúðanna með því að spenna upp glugga og hlutust af því skemmdir. „Maður skilur þetta ekki,“ segir Ragnar sem hefur að sjálfsögðu tilkynnt lögreglu um innbrotið og afhent myndbandsupptökuna. „Þau hafa verið að dunda sér þarna inni í svolítinn tíma. Svo hleypur stelpan og opnar hliðið, hann keyrir niður og þau eru tíu mínútur að hlaða bílinn.“ Bílinn er af gerðinni Suzuki. Ef einhver hefur upplýsingar um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu eða Ragnar Ólason beint í síma 6618820. Myndbandið má sjá hér.Hér sést maðurinn undirbúa komu bílsins. Hann er hvítklæddur frá toppi til táar.Mynd/SkjáskotStúlkan opnar hliðið fyrir bílnum sem er af gerðinni Suzuki samkvæmt Facebook síðu Mótanda. Hún er með hvíta húfu en að öðru leyti svartklædd.Mynd/Skjáskot
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira