Milljón króna þjófnaður af byggingarsvæði í nótt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. maí 2015 21:45 Hér má sjá skjáskot af myndbandinu sem er á Facebook síðu Mótanda ehf. Ragnar Ólason, t.h., skilur ekki að fólk skuli gera svona. Mynd/Ragnar „Það tekur langan tíma að skoða hvað var tekið og að meta tjónið. En þetta hleypur á einhverjum milljónum,“ segir Ragnar Ólason, einn eigandi byggingarfélagsins Mótanda en brotist var inn á byggingarsvæði þeirra klukkan fimm í morgun. Rándýrum tækjum var stolið, mikið af batterísborvélum en verðmæti einnar slíkrar er um hundrað þúsund krónur. „Þau tóku líka handverkfæri og eiginlega allt sem tilheyrir flísurum og pípurum.“ Maður og kona voru að verki og hefur Mótandi birt myndband af þeim á Facebook síðu sinni þar sem þau sjást athafna sig. Maðurinn er klæddur í hvíta peysu og hvítar buxur en konan er svartklædd og með húfu. Ragnar Ólason segist vona að notendur Facebook geti gefið vísbendingar um hvaða fólk er þarna á ferli. „Við vonum að fólk geti verið virkt í því með okkur að koma í veg fyrir svona vitleysinga.“ Myndir af þjófunum má sjá neðst í fréttinni.Klipptu á vír og spenntu upp glugga Tvímenningarnir hafa að öllum líkindum verið búnir að undirbúa þjófnaðinn þar sem þau voru fljót að athafna sig. Eins og sést á myndbandinu eru þau rétt tæplega korter að brjótast inn, fylla bílinn af verkfærum og keyra í burtu. Byggingarsvæðið er afgirt en klippt var á mótavír sem heldur girðingu þess saman. Svæðið er í Kópavogi, nánar tiltekið við Álfhólsveg 22, en þar á að reisa sextán íbúða blokk. Parið fór einnig inn í fjórar íbúðanna með því að spenna upp glugga og hlutust af því skemmdir. „Maður skilur þetta ekki,“ segir Ragnar sem hefur að sjálfsögðu tilkynnt lögreglu um innbrotið og afhent myndbandsupptökuna. „Þau hafa verið að dunda sér þarna inni í svolítinn tíma. Svo hleypur stelpan og opnar hliðið, hann keyrir niður og þau eru tíu mínútur að hlaða bílinn.“ Bílinn er af gerðinni Suzuki. Ef einhver hefur upplýsingar um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu eða Ragnar Ólason beint í síma 6618820. Myndbandið má sjá hér.Hér sést maðurinn undirbúa komu bílsins. Hann er hvítklæddur frá toppi til táar.Mynd/SkjáskotStúlkan opnar hliðið fyrir bílnum sem er af gerðinni Suzuki samkvæmt Facebook síðu Mótanda. Hún er með hvíta húfu en að öðru leyti svartklædd.Mynd/Skjáskot Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
„Það tekur langan tíma að skoða hvað var tekið og að meta tjónið. En þetta hleypur á einhverjum milljónum,“ segir Ragnar Ólason, einn eigandi byggingarfélagsins Mótanda en brotist var inn á byggingarsvæði þeirra klukkan fimm í morgun. Rándýrum tækjum var stolið, mikið af batterísborvélum en verðmæti einnar slíkrar er um hundrað þúsund krónur. „Þau tóku líka handverkfæri og eiginlega allt sem tilheyrir flísurum og pípurum.“ Maður og kona voru að verki og hefur Mótandi birt myndband af þeim á Facebook síðu sinni þar sem þau sjást athafna sig. Maðurinn er klæddur í hvíta peysu og hvítar buxur en konan er svartklædd og með húfu. Ragnar Ólason segist vona að notendur Facebook geti gefið vísbendingar um hvaða fólk er þarna á ferli. „Við vonum að fólk geti verið virkt í því með okkur að koma í veg fyrir svona vitleysinga.“ Myndir af þjófunum má sjá neðst í fréttinni.Klipptu á vír og spenntu upp glugga Tvímenningarnir hafa að öllum líkindum verið búnir að undirbúa þjófnaðinn þar sem þau voru fljót að athafna sig. Eins og sést á myndbandinu eru þau rétt tæplega korter að brjótast inn, fylla bílinn af verkfærum og keyra í burtu. Byggingarsvæðið er afgirt en klippt var á mótavír sem heldur girðingu þess saman. Svæðið er í Kópavogi, nánar tiltekið við Álfhólsveg 22, en þar á að reisa sextán íbúða blokk. Parið fór einnig inn í fjórar íbúðanna með því að spenna upp glugga og hlutust af því skemmdir. „Maður skilur þetta ekki,“ segir Ragnar sem hefur að sjálfsögðu tilkynnt lögreglu um innbrotið og afhent myndbandsupptökuna. „Þau hafa verið að dunda sér þarna inni í svolítinn tíma. Svo hleypur stelpan og opnar hliðið, hann keyrir niður og þau eru tíu mínútur að hlaða bílinn.“ Bílinn er af gerðinni Suzuki. Ef einhver hefur upplýsingar um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu eða Ragnar Ólason beint í síma 6618820. Myndbandið má sjá hér.Hér sést maðurinn undirbúa komu bílsins. Hann er hvítklæddur frá toppi til táar.Mynd/SkjáskotStúlkan opnar hliðið fyrir bílnum sem er af gerðinni Suzuki samkvæmt Facebook síðu Mótanda. Hún er með hvíta húfu en að öðru leyti svartklædd.Mynd/Skjáskot
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira