Lögmaður Árna og Mjölnis: Steggurinn tók vissa áhættu með því að stíga inn í hringinn Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2015 11:53 Árni Ísaksson, bardagakappi. Vísir/Valli „Þessi málshöfðun á ekki neinn rétt á sér,“ segir Fróði Steingrímsson, lögmaður Árna Ísakssonar og Mjölnis, um stefnu fasteignasalans Lárusar Óskarssonar gegn bardagakappanum og bardagaklúbbnum. Lárus fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahring í Mjölni en það var hluti af steggjun sem félagar Lárusar höfðu skipulagt. Lárus segist hafa þurft að fresta brúðkaupinu vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin sagði fyrst frá málinu í gær en Vísir ræddi einnig við Lárus í gær þar sem hann sagði lækna hafa þurft að setja skrúfur og nagla í fótinn til að tjasla honum saman og að beinbrotið hefði haft mikil áhrif á vinnuna og daglegt líf. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi,“ sagði Lárus við Vísi. „Mér finnst það í fyrsta lagi blasa við að þegar maður stígur inn í bardagahring þá taki hann með því vissa áhættu með því að taka þátt í svona contact-sporti og ef þetta hefur gerst með þeim hætti sem hann heldur fram þá er augljóst að það er um að ræða slys eins og gerist í snertiíþróttum,“ segir Fróði um málið. Hann heldur því fram að ekkert liggi fyrir í málinu sem sýni fram á að nokkur hafi sýnt af sér vanrækslu eða að meiðsl Lárusar megi rekja til saknæmrar háttsemi. „Hvorki Árna né Mjölni. Það verður að leysa úr þessu fyrir dómsólum,“ segir Fróði en um er að ræða viðurkenningarmál þar sem tekist verður á um hvort að Árni eða Mjölnir beri ábyrgð á því tjóni sem Lárus telur sig hafa orðið fyrir. Ef dómurinn fellst á þau sjónarmið Lárusar er grundvöllur fyrir því að leggja fram skaðabótakröfu. Tengdar fréttir Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þessi málshöfðun á ekki neinn rétt á sér,“ segir Fróði Steingrímsson, lögmaður Árna Ísakssonar og Mjölnis, um stefnu fasteignasalans Lárusar Óskarssonar gegn bardagakappanum og bardagaklúbbnum. Lárus fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahring í Mjölni en það var hluti af steggjun sem félagar Lárusar höfðu skipulagt. Lárus segist hafa þurft að fresta brúðkaupinu vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin sagði fyrst frá málinu í gær en Vísir ræddi einnig við Lárus í gær þar sem hann sagði lækna hafa þurft að setja skrúfur og nagla í fótinn til að tjasla honum saman og að beinbrotið hefði haft mikil áhrif á vinnuna og daglegt líf. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi,“ sagði Lárus við Vísi. „Mér finnst það í fyrsta lagi blasa við að þegar maður stígur inn í bardagahring þá taki hann með því vissa áhættu með því að taka þátt í svona contact-sporti og ef þetta hefur gerst með þeim hætti sem hann heldur fram þá er augljóst að það er um að ræða slys eins og gerist í snertiíþróttum,“ segir Fróði um málið. Hann heldur því fram að ekkert liggi fyrir í málinu sem sýni fram á að nokkur hafi sýnt af sér vanrækslu eða að meiðsl Lárusar megi rekja til saknæmrar háttsemi. „Hvorki Árna né Mjölni. Það verður að leysa úr þessu fyrir dómsólum,“ segir Fróði en um er að ræða viðurkenningarmál þar sem tekist verður á um hvort að Árni eða Mjölnir beri ábyrgð á því tjóni sem Lárus telur sig hafa orðið fyrir. Ef dómurinn fellst á þau sjónarmið Lárusar er grundvöllur fyrir því að leggja fram skaðabótakröfu.
Tengdar fréttir Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02