Lögmaður Árna og Mjölnis: Steggurinn tók vissa áhættu með því að stíga inn í hringinn Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2015 11:53 Árni Ísaksson, bardagakappi. Vísir/Valli „Þessi málshöfðun á ekki neinn rétt á sér,“ segir Fróði Steingrímsson, lögmaður Árna Ísakssonar og Mjölnis, um stefnu fasteignasalans Lárusar Óskarssonar gegn bardagakappanum og bardagaklúbbnum. Lárus fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahring í Mjölni en það var hluti af steggjun sem félagar Lárusar höfðu skipulagt. Lárus segist hafa þurft að fresta brúðkaupinu vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin sagði fyrst frá málinu í gær en Vísir ræddi einnig við Lárus í gær þar sem hann sagði lækna hafa þurft að setja skrúfur og nagla í fótinn til að tjasla honum saman og að beinbrotið hefði haft mikil áhrif á vinnuna og daglegt líf. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi,“ sagði Lárus við Vísi. „Mér finnst það í fyrsta lagi blasa við að þegar maður stígur inn í bardagahring þá taki hann með því vissa áhættu með því að taka þátt í svona contact-sporti og ef þetta hefur gerst með þeim hætti sem hann heldur fram þá er augljóst að það er um að ræða slys eins og gerist í snertiíþróttum,“ segir Fróði um málið. Hann heldur því fram að ekkert liggi fyrir í málinu sem sýni fram á að nokkur hafi sýnt af sér vanrækslu eða að meiðsl Lárusar megi rekja til saknæmrar háttsemi. „Hvorki Árna né Mjölni. Það verður að leysa úr þessu fyrir dómsólum,“ segir Fróði en um er að ræða viðurkenningarmál þar sem tekist verður á um hvort að Árni eða Mjölnir beri ábyrgð á því tjóni sem Lárus telur sig hafa orðið fyrir. Ef dómurinn fellst á þau sjónarmið Lárusar er grundvöllur fyrir því að leggja fram skaðabótakröfu. Tengdar fréttir Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
„Þessi málshöfðun á ekki neinn rétt á sér,“ segir Fróði Steingrímsson, lögmaður Árna Ísakssonar og Mjölnis, um stefnu fasteignasalans Lárusar Óskarssonar gegn bardagakappanum og bardagaklúbbnum. Lárus fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahring í Mjölni en það var hluti af steggjun sem félagar Lárusar höfðu skipulagt. Lárus segist hafa þurft að fresta brúðkaupinu vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin sagði fyrst frá málinu í gær en Vísir ræddi einnig við Lárus í gær þar sem hann sagði lækna hafa þurft að setja skrúfur og nagla í fótinn til að tjasla honum saman og að beinbrotið hefði haft mikil áhrif á vinnuna og daglegt líf. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi,“ sagði Lárus við Vísi. „Mér finnst það í fyrsta lagi blasa við að þegar maður stígur inn í bardagahring þá taki hann með því vissa áhættu með því að taka þátt í svona contact-sporti og ef þetta hefur gerst með þeim hætti sem hann heldur fram þá er augljóst að það er um að ræða slys eins og gerist í snertiíþróttum,“ segir Fróði um málið. Hann heldur því fram að ekkert liggi fyrir í málinu sem sýni fram á að nokkur hafi sýnt af sér vanrækslu eða að meiðsl Lárusar megi rekja til saknæmrar háttsemi. „Hvorki Árna né Mjölni. Það verður að leysa úr þessu fyrir dómsólum,“ segir Fróði en um er að ræða viðurkenningarmál þar sem tekist verður á um hvort að Árni eða Mjölnir beri ábyrgð á því tjóni sem Lárus telur sig hafa orðið fyrir. Ef dómurinn fellst á þau sjónarmið Lárusar er grundvöllur fyrir því að leggja fram skaðabótakröfu.
Tengdar fréttir Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02