Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. apríl 2015 18:48 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins leggi niður störf í næstu viku. Þetta segir formaður sambandsins en lítið þokaðist á samningafundi í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Í fyrsta sinn frá því að sambandið samþykkti að boða til verkfalls. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum í dag og stöðuna vera óbreytta. „Þannig að það var ekkert sem gerðist,“ segir Björn. Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en að ákveðið hafi verið að ríkissáttasemjari komi á fót tveimur starfshópum til að vinna að lausn deilunnar. Björn segist svartsýnn eftir fundinn í dag um að deilan leysist áður en tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggja niður störf. „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda,“ segir Björn. Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á ferðaþjónustu og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Atvinnurekendur hafa margir hverjir áhyggjur af stöðunni. Þannig hafa tólf þeirra sem eru á Húsavík og svæðinu þar í kring sett sig beint í samband við formann stéttarfélagsins Framsýnar, eins af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, til að þrýsta á að hefja beinar viðræður við félagið um gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er að því að hefja þær viðræður á laugardaginn. Björn segir mikinn hug í sínu fólki en 95% samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var mjög mikil og afgerandi þannig að fólk er tilbúið og þannig að við erum bara í góðum gír,“ segir Björn. Eins og staðan er í dag telur hann allar líkur á verkfalli. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins leggi niður störf í næstu viku. Þetta segir formaður sambandsins en lítið þokaðist á samningafundi í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Í fyrsta sinn frá því að sambandið samþykkti að boða til verkfalls. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum í dag og stöðuna vera óbreytta. „Þannig að það var ekkert sem gerðist,“ segir Björn. Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en að ákveðið hafi verið að ríkissáttasemjari komi á fót tveimur starfshópum til að vinna að lausn deilunnar. Björn segist svartsýnn eftir fundinn í dag um að deilan leysist áður en tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggja niður störf. „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda,“ segir Björn. Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á ferðaþjónustu og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Atvinnurekendur hafa margir hverjir áhyggjur af stöðunni. Þannig hafa tólf þeirra sem eru á Húsavík og svæðinu þar í kring sett sig beint í samband við formann stéttarfélagsins Framsýnar, eins af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, til að þrýsta á að hefja beinar viðræður við félagið um gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er að því að hefja þær viðræður á laugardaginn. Björn segir mikinn hug í sínu fólki en 95% samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var mjög mikil og afgerandi þannig að fólk er tilbúið og þannig að við erum bara í góðum gír,“ segir Björn. Eins og staðan er í dag telur hann allar líkur á verkfalli.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira