Innlent

Páll Skúlason látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Páll Skúlason.
Páll Skúlason.
Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 22. apríl. Páll var fæddur þann 4. júní árið 1945 og var því á sjötugasta aldursári.

Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1965. Hann stundaði nám í heimspeki við kaþólska háskólann í Louvain í Belgíu og lauk þaðan B.A. gráðu árið 1967 og doktorsgráðu árið 1973.

Doktorsritgerð Páls, sem hét Du Cercle et du Sujet: problèmes de compréhension et de méthode dans la philosophie de Paul Ricoeur, fjallaði um heimspeki franska heimspekingsins og túlkunarfræðingsins Pauls Ricœur.

Páll varð lektor í heimspeki við Háskóla Íslands árið 1971 og var skipaður prófessor við skólann árið 1975. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum við Háskóla Íslands. Páll var þrisvar sinnum deildarforseti Heimspekideildar (1977-1979, 1985-1987 og 1995-1997) og rektor Háskólans í átta ár eða frá 1997-2005.

Páll var meðal stofnenda Norrænu heimspekistofnunarinnar og í stjórn hennar frá 1980. Hann var formaður Félags áhugamanna um heimspeki 1981-1986.

Páll var kvæntur Auði Þorbjörgu Birgisdóttur og eignuðust þau þrjú börn saman.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×