„Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 22:41 Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson. Vísir/Getty/Aðsent „Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka,“ segir Ninna Stefánsdóttir, nemi við Bifröst, um daginn sem hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Ketilsson, lásu grein á Vísi um fólk sem hafði tekið ákvörðun um að hætta allri áfengisneyslu. Ninna segir þau Pálma oft hafa velt því fyrir sér af hverju þau væru að drekka. „Það eru oft margir neikvæðir þættir sem fylgja því að fá sér í glas, eins og að vakna þunnur og fleira. Þetta er miklu meira en bara þetta kvöld. Við eigum eina tveggja ára stelpu og það er ekki annað í boði en að vera einfaldlega í lagi þegar maður vaknar með henni á morgnana.“ Ninna segir að Pálmi eigi afmæli 29. ágúst og að síðasta sumar hafi þau verið nýflutt til Spánar. „Ég undirbjó óvissuferð fyrir hann, við leigðum okkur hótelherbergi og fengum okkur í glas. Og kannski aðeins meira en við hefðum átt að gera. Dagurinn eftir var svo bara ónýtur. Þegar við komum heim sáum við þessa grein á Vísi og þarna sáum við ljósið. Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka.“ Ninna og Pálmi segjast vera með fólk í kringum sig sem drekki ekki og að þau hafi því oft velt þessum hlutum fyrir sér. „Líka heilsunnar vegna. Maður var alltaf að hugsa svo mikið um heilsuna, hreyfa sig og borða hollt, en síðan var maður að fá sér í glas af og til. Það passaði einhvern veginn ekki lengur í þetta lífsmunstur okkar að vera að drekka áfengi.“Hvernig hefur líf ykkar breyst eftir þessa ákvörðun?„Ekki mikið. Það var reyndar ekki þannig að við höfðum verið að fara mikið út, enda með barn. Við finnum ekki fyrir mikilli breytingu. En þegar við höfum verið að fara út – eins og við fórum á árshátíð um daginn – stundum getur þetta verið svolítið sérstakt til að byrja með þegar flestir eru að byrja að fá sér í glas. Tveimur tímum seinna eru hins vegar flestir orðnir það fullir að maður er ótrúlega feginn að geta síðan keyrt heim og vaknað ferskur daginn eftir. Vitandi það að maður gerði ekkert af sér. Það er engin eftirsjá,“ segir Ninna létt í bragði. Ninna segist þó stundum fá spurningar í hálfgerðum hneykslunartón um hvort þau séu hætt að drekka. „Eins og að það sé á einhvern hátt neikvætt.“ Einnig komi reglulega spurningar um hvort hún sé ólétt þegar hún sé innan um drukkið fólk. „Við lendum þó ekki mjög oft í þeim aðstæðum að við séum innan um fólk sem sé í glasi. En þegar það gerist þá koma þessar spurningar. Fólki finnst þetta svo skrýtið að við séum ekki að drekka. Að við skyldum hætta að drekka af því að við vildum það, en ekki að drykkjan hafi verið eitthvað vandamál. Fólki finnst það skrýtið.“ Tengdar fréttir Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka,“ segir Ninna Stefánsdóttir, nemi við Bifröst, um daginn sem hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Ketilsson, lásu grein á Vísi um fólk sem hafði tekið ákvörðun um að hætta allri áfengisneyslu. Ninna segir þau Pálma oft hafa velt því fyrir sér af hverju þau væru að drekka. „Það eru oft margir neikvæðir þættir sem fylgja því að fá sér í glas, eins og að vakna þunnur og fleira. Þetta er miklu meira en bara þetta kvöld. Við eigum eina tveggja ára stelpu og það er ekki annað í boði en að vera einfaldlega í lagi þegar maður vaknar með henni á morgnana.“ Ninna segir að Pálmi eigi afmæli 29. ágúst og að síðasta sumar hafi þau verið nýflutt til Spánar. „Ég undirbjó óvissuferð fyrir hann, við leigðum okkur hótelherbergi og fengum okkur í glas. Og kannski aðeins meira en við hefðum átt að gera. Dagurinn eftir var svo bara ónýtur. Þegar við komum heim sáum við þessa grein á Vísi og þarna sáum við ljósið. Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka.“ Ninna og Pálmi segjast vera með fólk í kringum sig sem drekki ekki og að þau hafi því oft velt þessum hlutum fyrir sér. „Líka heilsunnar vegna. Maður var alltaf að hugsa svo mikið um heilsuna, hreyfa sig og borða hollt, en síðan var maður að fá sér í glas af og til. Það passaði einhvern veginn ekki lengur í þetta lífsmunstur okkar að vera að drekka áfengi.“Hvernig hefur líf ykkar breyst eftir þessa ákvörðun?„Ekki mikið. Það var reyndar ekki þannig að við höfðum verið að fara mikið út, enda með barn. Við finnum ekki fyrir mikilli breytingu. En þegar við höfum verið að fara út – eins og við fórum á árshátíð um daginn – stundum getur þetta verið svolítið sérstakt til að byrja með þegar flestir eru að byrja að fá sér í glas. Tveimur tímum seinna eru hins vegar flestir orðnir það fullir að maður er ótrúlega feginn að geta síðan keyrt heim og vaknað ferskur daginn eftir. Vitandi það að maður gerði ekkert af sér. Það er engin eftirsjá,“ segir Ninna létt í bragði. Ninna segist þó stundum fá spurningar í hálfgerðum hneykslunartón um hvort þau séu hætt að drekka. „Eins og að það sé á einhvern hátt neikvætt.“ Einnig komi reglulega spurningar um hvort hún sé ólétt þegar hún sé innan um drukkið fólk. „Við lendum þó ekki mjög oft í þeim aðstæðum að við séum innan um fólk sem sé í glasi. En þegar það gerist þá koma þessar spurningar. Fólki finnst þetta svo skrýtið að við séum ekki að drekka. Að við skyldum hætta að drekka af því að við vildum það, en ekki að drykkjan hafi verið eitthvað vandamál. Fólki finnst það skrýtið.“
Tengdar fréttir Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00