Eldur í hvalaskoðunarbáti á Skjálfandaflóa Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2015 10:55 Björgunarsveitarmenn, lögreglumenn og fleiri við bryggjuna á Húsavík í dag. Mynd/Jónas Emils Uppfært klukkan 11:42 24 farþegar voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Faldi á vegum fyrirtækisins Gentle Giants á Skjálfandaflóa, þegar reykur kom upp um hálf ellefuleytið í morgun. Brugðist var skjótt við og eru farþegarnir nú komnir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör. Sammæltust þeir um að halda hvalaskoðun áfram.Knörr með Fald í togi á leið til Húsavíkur.Mynd/Jónas EmilsÖllum farþegum um borð í Faldi var komið fyrir í björgunarbátum þegar að bilunarinnar varð vart. Nokkru síðar bar hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör að og stóð farþegunum til boða að halda hvalaskoðun áfram eða halda áleiðis til Húsavíkur. Varð fyrri kosturinn fyrir valinu og bættust farþegarnir 24 því við þá 23 sem fyrir voru að leggja af stað í hvalaskoðun um borð í Bjössa Sör. Hvalaskoðunarbáturinn Knörrinn og björgunarbáturinn Jón Kjartansson eru nú á leið með Fald til Húsavíkur og áætlað er að þeir verði komnir þangað um hádegisbil. Ekki liggur fyrir hvar bilunin kom upp. Slökkviliðsmenn eru um borð í Faldi en ekki rýkur úr honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. Veður er þokkalegt til sjós, smá gola og dálítill sjór en brim hefur verið síðustu daga.Slökkvilið, lögregla og sjúkrastarfsmenn mættu á bryggjuna á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsStefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, sagði í stuttu samtali við Vísi að allt væri í standi. Vænta mætti tilkynningar frá honum um málið innan tíðar. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að Samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð hafi verið virkjuð í samræmi við hópslysaáætlun vegna farþegabáta á Skjálfandaflóa. Þá voru björgunarsveitir í nágrenninu virkjaðar sem og slökkviliðin á Húsavík og Akureyri auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.Faldur.Vísir/PjeturUppfært klukkan 13:22 Í tilkynningu frá Stefáni Guðmundssyni hjá Gentle Giants segir að um lítilsháttar reyk hafi verið að ræða sem komið hafi upp á útleið frá Húsavík. Skammt utan við höfnina. Verður hafi verið hið besta og allar aðstæður góðar. „Eftir um 30 mínútna siglingu varð skiptstjórinn var við lítilsháttar reyk í vélarrúmi og brást við samkvæmt öryggisáætlun skips og fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni. „Björgunarsveitin á staðnum var komin á örskotsstundu sem og nærstaddir bátar á svæðinu. Farþegarnir 20 voru ferjaðir um borð í Bjössa Sör og héldu för sinni áfram í hvalaskoðun um Skjálfanda.“ Stefán segir að farþegum og áhöfn heilsist vel. Allir séu heilir. Hann þakkar öllum sem tóku þátt í aðgerðinni til lands og sveita.Frá björgunaraðgerðum í dag.Mynd/Jónas EmilsFaldur dreginn í land.Mynd/Jónas EmilsKnörrinn og Faldur í höfn á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsSlökkviliðsmenn um borð í Faldri í Húsavíkurhöfn.Mynd/Jónas EmilsHér má sjá bátinn: Faldur returning to the harbor with a dozen of passengers that will bring home a very special and unexpected memory.Posted by Gentle Giants Whale Watching on Thursday, 2 April 2015 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Uppfært klukkan 11:42 24 farþegar voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Faldi á vegum fyrirtækisins Gentle Giants á Skjálfandaflóa, þegar reykur kom upp um hálf ellefuleytið í morgun. Brugðist var skjótt við og eru farþegarnir nú komnir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör. Sammæltust þeir um að halda hvalaskoðun áfram.Knörr með Fald í togi á leið til Húsavíkur.Mynd/Jónas EmilsÖllum farþegum um borð í Faldi var komið fyrir í björgunarbátum þegar að bilunarinnar varð vart. Nokkru síðar bar hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör að og stóð farþegunum til boða að halda hvalaskoðun áfram eða halda áleiðis til Húsavíkur. Varð fyrri kosturinn fyrir valinu og bættust farþegarnir 24 því við þá 23 sem fyrir voru að leggja af stað í hvalaskoðun um borð í Bjössa Sör. Hvalaskoðunarbáturinn Knörrinn og björgunarbáturinn Jón Kjartansson eru nú á leið með Fald til Húsavíkur og áætlað er að þeir verði komnir þangað um hádegisbil. Ekki liggur fyrir hvar bilunin kom upp. Slökkviliðsmenn eru um borð í Faldi en ekki rýkur úr honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. Veður er þokkalegt til sjós, smá gola og dálítill sjór en brim hefur verið síðustu daga.Slökkvilið, lögregla og sjúkrastarfsmenn mættu á bryggjuna á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsStefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, sagði í stuttu samtali við Vísi að allt væri í standi. Vænta mætti tilkynningar frá honum um málið innan tíðar. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að Samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð hafi verið virkjuð í samræmi við hópslysaáætlun vegna farþegabáta á Skjálfandaflóa. Þá voru björgunarsveitir í nágrenninu virkjaðar sem og slökkviliðin á Húsavík og Akureyri auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.Faldur.Vísir/PjeturUppfært klukkan 13:22 Í tilkynningu frá Stefáni Guðmundssyni hjá Gentle Giants segir að um lítilsháttar reyk hafi verið að ræða sem komið hafi upp á útleið frá Húsavík. Skammt utan við höfnina. Verður hafi verið hið besta og allar aðstæður góðar. „Eftir um 30 mínútna siglingu varð skiptstjórinn var við lítilsháttar reyk í vélarrúmi og brást við samkvæmt öryggisáætlun skips og fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni. „Björgunarsveitin á staðnum var komin á örskotsstundu sem og nærstaddir bátar á svæðinu. Farþegarnir 20 voru ferjaðir um borð í Bjössa Sör og héldu för sinni áfram í hvalaskoðun um Skjálfanda.“ Stefán segir að farþegum og áhöfn heilsist vel. Allir séu heilir. Hann þakkar öllum sem tóku þátt í aðgerðinni til lands og sveita.Frá björgunaraðgerðum í dag.Mynd/Jónas EmilsFaldur dreginn í land.Mynd/Jónas EmilsKnörrinn og Faldur í höfn á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsSlökkviliðsmenn um borð í Faldri í Húsavíkurhöfn.Mynd/Jónas EmilsHér má sjá bátinn: Faldur returning to the harbor with a dozen of passengers that will bring home a very special and unexpected memory.Posted by Gentle Giants Whale Watching on Thursday, 2 April 2015
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira