Lífið

Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri.
Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri.
Óformleg kosning á meðal meðlima Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, og annarra áhugamanna um Eurovision sýnir að Ítalía er líklegur sigurvegari Eurovision 2015.

Kosningin fór fram á Júró-stiklum, viðburði sem FÁSES stóð fyrir í Stúdentakjallaranum á laugardag. Þar voru brot úr öllum fjörutíu lögunum sem taka þátt í keppninni í ár spiluð og áheyrendur gáfu stig.

Ítalía fékk flest stig, eða 245 talsins. Aðeins fjórum stigum neðar kom Ástralía með sitt fyrsta framlag í keppninni. Íslenska lagið var svo í þriðja sæti með 225 stig. Stigagjöfin er birt í heild sinni á vef FÁSES.

Formlegri könnun verður gerð á vinsældum laganna þegar nær dregur keppninni en hin svokallaða OGAE BIG POLL verður framkvæmd á meðal félagsmanna áhugafélaga um Eurovision um alla Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×