Landið gæti logað í verkföllum í maí Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2015 19:30 Sigurður Bessason. vísir/gva Líkur eru á að landið logi í verkföllum um eða upp úr miðjum maí næst komandi sem trufla munu ferðaþjónustuna, fiskvinnsluna, verslunina og fleiri mikilvægar atvinnugreinar. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni segja það hafa verið olíu á eldinn þegar stjórnarmenn HB Granda voru hækkaðir í launum um tugi prósenta. Flóabandalagið sem með tæplega tuttugu þúsund manns á bakvið sig og VR með um 30 þúsund félagsmenn ákváðu í gær að vísa deilum sínum við atvinnurekendur til Ríkissáttasemjara. Og í dag lauk síðan samninganefndarfundi Starfsgreinasambandsins og vinnuveitenda án þess að nokkuð þokaðist þar í samningsátt. Félagar þess ljúka atkvæðagreiðslu um verkfall um tíu þúsund manns á mánudag sem hefst hinn 30. apríl hafi ekki samist. Staðan á vinnumarkaðnum hefur ekki verið eins flókin í áratugi. Verkföll standa nú þegar yfir hjá félögum í BHM og á mánudaginn bætast starfsmenn hjá Matvælastofnun í verkfallið. Ef það dregst á langinn gæti orðið kjötskortur í landinu. Einfaldast er að lýsa stöðu samningamála með því að segja að ekkert sé að gerast við samningaborðin.Hvað gefið þið viðræðunum hjá ríkissáttasemjara langan tíma?„Við gefum þeim ekki langan tíma. Það er einfaldlega þannig að ég held að það sé allt sem segir okkur að við séum komin í ákveðin þrot með tíma,“ segir Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins. Það þurfi brátt að fást svör við því hvort einhver vilji sé til að leysa deiluna.Um hálfur mánuður til stefnu„Þannig að ég myndi reikna með því að á næstu tíu til tólf dögum fari að sjást í það hvort það sé einhver staða til að vinna með. Eða hvort við erum hugsanlega að fara í mjög hörð átök í vor,“ segir Sigurður. Það hafi ýmislegt gerst sem herði hnútinn, meðal annars einhliða ákvarðanir stjórnvalda varðandi samningsbundin mál við gerð fjárlaga. En það er fleira. „Og þar má nefna meðal annars Grandamálið. Sem er klárlega þess eðlis að menn eru algerlega í forundran þegar forystumenn í Samtökum atvinnulífsins skammta sér launabreytingar með þessum hætti sem þarna var gert. Og telja síðan að það sé í hæsta máta eðlilegt að við sýnum í framhaldinu hófsemd og eigum ein að leggja til stöðugleikan í þessu samfélagi. Þannig mun það ekki gerast,“ segir Sigurður. Fjölmennur fundur hjá trúnaðarráði Verslunarmannafélagi í Reykjavíkur samþykkti í gær að vísa deilu sinni til Ríkissáttasemjara. En það er fyrsta forsenda þess að hægt sé að boða til aðgerða. „Jú, það er fyrsta forsenda og ástæðan fyrir því að við gerðum þetta var einfaldlega sú að mönnum var ekki að miða neitt í samningaviðræðum,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Og hún tekur undir með Sigurði um reiði verkafólks vegna HB Granda málsins. Undirbúningur aðgerða sé hafinn. „Og verkfallsnefndin er að teikna upp ákveðnar sviðsmyndir um hvernig við komum til með að bregðast við ef til þarf að koma. Og mér sýnist því miður að við séum að fara að stíga inn í þann vonda veruleika að þurfa að beita verkfallsvopnunum okkar í löngum bunum,“ segir formaður VR. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Líkur eru á að landið logi í verkföllum um eða upp úr miðjum maí næst komandi sem trufla munu ferðaþjónustuna, fiskvinnsluna, verslunina og fleiri mikilvægar atvinnugreinar. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni segja það hafa verið olíu á eldinn þegar stjórnarmenn HB Granda voru hækkaðir í launum um tugi prósenta. Flóabandalagið sem með tæplega tuttugu þúsund manns á bakvið sig og VR með um 30 þúsund félagsmenn ákváðu í gær að vísa deilum sínum við atvinnurekendur til Ríkissáttasemjara. Og í dag lauk síðan samninganefndarfundi Starfsgreinasambandsins og vinnuveitenda án þess að nokkuð þokaðist þar í samningsátt. Félagar þess ljúka atkvæðagreiðslu um verkfall um tíu þúsund manns á mánudag sem hefst hinn 30. apríl hafi ekki samist. Staðan á vinnumarkaðnum hefur ekki verið eins flókin í áratugi. Verkföll standa nú þegar yfir hjá félögum í BHM og á mánudaginn bætast starfsmenn hjá Matvælastofnun í verkfallið. Ef það dregst á langinn gæti orðið kjötskortur í landinu. Einfaldast er að lýsa stöðu samningamála með því að segja að ekkert sé að gerast við samningaborðin.Hvað gefið þið viðræðunum hjá ríkissáttasemjara langan tíma?„Við gefum þeim ekki langan tíma. Það er einfaldlega þannig að ég held að það sé allt sem segir okkur að við séum komin í ákveðin þrot með tíma,“ segir Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins. Það þurfi brátt að fást svör við því hvort einhver vilji sé til að leysa deiluna.Um hálfur mánuður til stefnu„Þannig að ég myndi reikna með því að á næstu tíu til tólf dögum fari að sjást í það hvort það sé einhver staða til að vinna með. Eða hvort við erum hugsanlega að fara í mjög hörð átök í vor,“ segir Sigurður. Það hafi ýmislegt gerst sem herði hnútinn, meðal annars einhliða ákvarðanir stjórnvalda varðandi samningsbundin mál við gerð fjárlaga. En það er fleira. „Og þar má nefna meðal annars Grandamálið. Sem er klárlega þess eðlis að menn eru algerlega í forundran þegar forystumenn í Samtökum atvinnulífsins skammta sér launabreytingar með þessum hætti sem þarna var gert. Og telja síðan að það sé í hæsta máta eðlilegt að við sýnum í framhaldinu hófsemd og eigum ein að leggja til stöðugleikan í þessu samfélagi. Þannig mun það ekki gerast,“ segir Sigurður. Fjölmennur fundur hjá trúnaðarráði Verslunarmannafélagi í Reykjavíkur samþykkti í gær að vísa deilu sinni til Ríkissáttasemjara. En það er fyrsta forsenda þess að hægt sé að boða til aðgerða. „Jú, það er fyrsta forsenda og ástæðan fyrir því að við gerðum þetta var einfaldlega sú að mönnum var ekki að miða neitt í samningaviðræðum,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Og hún tekur undir með Sigurði um reiði verkafólks vegna HB Granda málsins. Undirbúningur aðgerða sé hafinn. „Og verkfallsnefndin er að teikna upp ákveðnar sviðsmyndir um hvernig við komum til með að bregðast við ef til þarf að koma. Og mér sýnist því miður að við séum að fara að stíga inn í þann vonda veruleika að þurfa að beita verkfallsvopnunum okkar í löngum bunum,“ segir formaður VR.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels