Landið gæti logað í verkföllum í maí Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2015 19:30 Sigurður Bessason. vísir/gva Líkur eru á að landið logi í verkföllum um eða upp úr miðjum maí næst komandi sem trufla munu ferðaþjónustuna, fiskvinnsluna, verslunina og fleiri mikilvægar atvinnugreinar. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni segja það hafa verið olíu á eldinn þegar stjórnarmenn HB Granda voru hækkaðir í launum um tugi prósenta. Flóabandalagið sem með tæplega tuttugu þúsund manns á bakvið sig og VR með um 30 þúsund félagsmenn ákváðu í gær að vísa deilum sínum við atvinnurekendur til Ríkissáttasemjara. Og í dag lauk síðan samninganefndarfundi Starfsgreinasambandsins og vinnuveitenda án þess að nokkuð þokaðist þar í samningsátt. Félagar þess ljúka atkvæðagreiðslu um verkfall um tíu þúsund manns á mánudag sem hefst hinn 30. apríl hafi ekki samist. Staðan á vinnumarkaðnum hefur ekki verið eins flókin í áratugi. Verkföll standa nú þegar yfir hjá félögum í BHM og á mánudaginn bætast starfsmenn hjá Matvælastofnun í verkfallið. Ef það dregst á langinn gæti orðið kjötskortur í landinu. Einfaldast er að lýsa stöðu samningamála með því að segja að ekkert sé að gerast við samningaborðin.Hvað gefið þið viðræðunum hjá ríkissáttasemjara langan tíma?„Við gefum þeim ekki langan tíma. Það er einfaldlega þannig að ég held að það sé allt sem segir okkur að við séum komin í ákveðin þrot með tíma,“ segir Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins. Það þurfi brátt að fást svör við því hvort einhver vilji sé til að leysa deiluna.Um hálfur mánuður til stefnu„Þannig að ég myndi reikna með því að á næstu tíu til tólf dögum fari að sjást í það hvort það sé einhver staða til að vinna með. Eða hvort við erum hugsanlega að fara í mjög hörð átök í vor,“ segir Sigurður. Það hafi ýmislegt gerst sem herði hnútinn, meðal annars einhliða ákvarðanir stjórnvalda varðandi samningsbundin mál við gerð fjárlaga. En það er fleira. „Og þar má nefna meðal annars Grandamálið. Sem er klárlega þess eðlis að menn eru algerlega í forundran þegar forystumenn í Samtökum atvinnulífsins skammta sér launabreytingar með þessum hætti sem þarna var gert. Og telja síðan að það sé í hæsta máta eðlilegt að við sýnum í framhaldinu hófsemd og eigum ein að leggja til stöðugleikan í þessu samfélagi. Þannig mun það ekki gerast,“ segir Sigurður. Fjölmennur fundur hjá trúnaðarráði Verslunarmannafélagi í Reykjavíkur samþykkti í gær að vísa deilu sinni til Ríkissáttasemjara. En það er fyrsta forsenda þess að hægt sé að boða til aðgerða. „Jú, það er fyrsta forsenda og ástæðan fyrir því að við gerðum þetta var einfaldlega sú að mönnum var ekki að miða neitt í samningaviðræðum,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Og hún tekur undir með Sigurði um reiði verkafólks vegna HB Granda málsins. Undirbúningur aðgerða sé hafinn. „Og verkfallsnefndin er að teikna upp ákveðnar sviðsmyndir um hvernig við komum til með að bregðast við ef til þarf að koma. Og mér sýnist því miður að við séum að fara að stíga inn í þann vonda veruleika að þurfa að beita verkfallsvopnunum okkar í löngum bunum,“ segir formaður VR. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira
Líkur eru á að landið logi í verkföllum um eða upp úr miðjum maí næst komandi sem trufla munu ferðaþjónustuna, fiskvinnsluna, verslunina og fleiri mikilvægar atvinnugreinar. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni segja það hafa verið olíu á eldinn þegar stjórnarmenn HB Granda voru hækkaðir í launum um tugi prósenta. Flóabandalagið sem með tæplega tuttugu þúsund manns á bakvið sig og VR með um 30 þúsund félagsmenn ákváðu í gær að vísa deilum sínum við atvinnurekendur til Ríkissáttasemjara. Og í dag lauk síðan samninganefndarfundi Starfsgreinasambandsins og vinnuveitenda án þess að nokkuð þokaðist þar í samningsátt. Félagar þess ljúka atkvæðagreiðslu um verkfall um tíu þúsund manns á mánudag sem hefst hinn 30. apríl hafi ekki samist. Staðan á vinnumarkaðnum hefur ekki verið eins flókin í áratugi. Verkföll standa nú þegar yfir hjá félögum í BHM og á mánudaginn bætast starfsmenn hjá Matvælastofnun í verkfallið. Ef það dregst á langinn gæti orðið kjötskortur í landinu. Einfaldast er að lýsa stöðu samningamála með því að segja að ekkert sé að gerast við samningaborðin.Hvað gefið þið viðræðunum hjá ríkissáttasemjara langan tíma?„Við gefum þeim ekki langan tíma. Það er einfaldlega þannig að ég held að það sé allt sem segir okkur að við séum komin í ákveðin þrot með tíma,“ segir Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins. Það þurfi brátt að fást svör við því hvort einhver vilji sé til að leysa deiluna.Um hálfur mánuður til stefnu„Þannig að ég myndi reikna með því að á næstu tíu til tólf dögum fari að sjást í það hvort það sé einhver staða til að vinna með. Eða hvort við erum hugsanlega að fara í mjög hörð átök í vor,“ segir Sigurður. Það hafi ýmislegt gerst sem herði hnútinn, meðal annars einhliða ákvarðanir stjórnvalda varðandi samningsbundin mál við gerð fjárlaga. En það er fleira. „Og þar má nefna meðal annars Grandamálið. Sem er klárlega þess eðlis að menn eru algerlega í forundran þegar forystumenn í Samtökum atvinnulífsins skammta sér launabreytingar með þessum hætti sem þarna var gert. Og telja síðan að það sé í hæsta máta eðlilegt að við sýnum í framhaldinu hófsemd og eigum ein að leggja til stöðugleikan í þessu samfélagi. Þannig mun það ekki gerast,“ segir Sigurður. Fjölmennur fundur hjá trúnaðarráði Verslunarmannafélagi í Reykjavíkur samþykkti í gær að vísa deilu sinni til Ríkissáttasemjara. En það er fyrsta forsenda þess að hægt sé að boða til aðgerða. „Jú, það er fyrsta forsenda og ástæðan fyrir því að við gerðum þetta var einfaldlega sú að mönnum var ekki að miða neitt í samningaviðræðum,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Og hún tekur undir með Sigurði um reiði verkafólks vegna HB Granda málsins. Undirbúningur aðgerða sé hafinn. „Og verkfallsnefndin er að teikna upp ákveðnar sviðsmyndir um hvernig við komum til með að bregðast við ef til þarf að koma. Og mér sýnist því miður að við séum að fara að stíga inn í þann vonda veruleika að þurfa að beita verkfallsvopnunum okkar í löngum bunum,“ segir formaður VR.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira