Ár liðið frá snjóflóðinu: Tekst á við áskorunina en þykir erfitt að líta til baka SUnna Karen SIgurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2015 13:40 "Þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg. vísir/valli Ár er liðið frá einu mannskæðasta snjóflóði í sögu Everest. Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust og var þess minnst í búðum fjallgöngumanna í dag. Ættingjar, leiðsögumenn og fjallgöngumenn komu saman og af virðingavotti við hina látnu var ákveðið að leggja niður störf í dag. Vilborg Arna Gissurardóttir upplifði hamfarirnar í fyrra en reynir nú aftur ári síðar við þetta stærsta fjall heims. Hún segir erfitt að líta til baka og viðurkennir að hún sé nú heldur hvekktari en áður þegar hún heyri snjóflóðin falla.Everest meiri áskorun en í byrjun „Það hefur verið mjög kyrrt yfir og menn leggja niður vinnu svona að mestu leyti. En þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg Arna sem nú er stödd í grunnbúðum Everest. Hún segir atburðina sitja henni í fersku minni og að það sé nánast óraunverulegt að vera í dag á sama stað í sömu sporum. Everest sé þannig orðin meiri áskorun en í byrjun. Þá gerir Vilborg ráð fyrir að vera á toppi fjallsins eftir um það bil mánuð.Óttablendin virðing fyrir framhaldinu„Við gerum ráð fyrir að toppa á bilinu 12.-25. maí en við erum núna farin að byrja að færa okkur upp í ísfallið. Við fórum til dæmis í fyrstu ferðina okkar upp í gær og það er í fyrsta sinn sem ég fer upp í sjálft ísfallið. Á sama tíma og það er stórkostlegt að upplifa þessa náttúru þá er maður líka með smá kökk í hálsinum yfir öllu því sem gerðist í fyrra. En svona heilt yfir er óttablendin virðing fyrir framhaldinu hjá flestum klifrurum á svæðinu,“ segir hún að lokum. Vilborg Arna Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Ár er liðið frá einu mannskæðasta snjóflóði í sögu Everest. Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust og var þess minnst í búðum fjallgöngumanna í dag. Ættingjar, leiðsögumenn og fjallgöngumenn komu saman og af virðingavotti við hina látnu var ákveðið að leggja niður störf í dag. Vilborg Arna Gissurardóttir upplifði hamfarirnar í fyrra en reynir nú aftur ári síðar við þetta stærsta fjall heims. Hún segir erfitt að líta til baka og viðurkennir að hún sé nú heldur hvekktari en áður þegar hún heyri snjóflóðin falla.Everest meiri áskorun en í byrjun „Það hefur verið mjög kyrrt yfir og menn leggja niður vinnu svona að mestu leyti. En þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg Arna sem nú er stödd í grunnbúðum Everest. Hún segir atburðina sitja henni í fersku minni og að það sé nánast óraunverulegt að vera í dag á sama stað í sömu sporum. Everest sé þannig orðin meiri áskorun en í byrjun. Þá gerir Vilborg ráð fyrir að vera á toppi fjallsins eftir um það bil mánuð.Óttablendin virðing fyrir framhaldinu„Við gerum ráð fyrir að toppa á bilinu 12.-25. maí en við erum núna farin að byrja að færa okkur upp í ísfallið. Við fórum til dæmis í fyrstu ferðina okkar upp í gær og það er í fyrsta sinn sem ég fer upp í sjálft ísfallið. Á sama tíma og það er stórkostlegt að upplifa þessa náttúru þá er maður líka með smá kökk í hálsinum yfir öllu því sem gerðist í fyrra. En svona heilt yfir er óttablendin virðing fyrir framhaldinu hjá flestum klifrurum á svæðinu,“ segir hún að lokum.
Vilborg Arna Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira