Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2015 14:38 Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu. Vísir/Róbert Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Um gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta er að ræða og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Áhugahópur um strandminjar í hættu ásamt Minjastofnun mun standa fyrir ráðstefnu þann 18. apríl þar sem þessi mál verða til umræðu. Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“ Eyþór segir að sem dæmi megi nefna að norðan við Skagaströnd þá eru um 40 prósent af um 400 skráðum strandminjum í mikilli hættu. „40 prósent til viðbótar eru einnig í hættu. Það þýðir að 80 prósent af minjum á því svæði eru að hverfa.“ Í tilkynningu segir að gríðarlega mikið af stórmerkilegum sjávarútvegsminjum séu þessi árin að hverfa í sjó allt í kringum landið. Mest séu þetta verbúðir, naust, hróf, fiskgarðar og fleira sem liggja við strendur landsins. „Þessi flokkur minja hefur litla athygli fengið og er nær ekkert rannsakaður. Með hækkandi sjávaryfirborði erum við ásamt öðrum strandþjóðum farin að glíma við meira brim og sjávarrof en áður. Í dag er ástandið hvað verst á þeim stöðum sem snúa mót vestanvindum. Sem dæmi þá var á Sæbóli á Ingjaldssandi frá landnámi mikil verstöð, sem núna er öll horfin. Það er nær allt horfið á Suðurlandi og ástandið er mjög slæmt á Norðurlandi. Á Siglunesið í Siglufirði var stór verstöð frá fyrstu tíð en þar er allt á undanhaldi. Siglunesið sjálft verður miðað við áframhaldandi sjávarrof horfið eftir um 10-15 ár.“ Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu (Hótel Sögu), laugardaginn 18. apríl, milli klukkan 13 og16.30. Hún ber heitið Strandminjar í hættu – lífróður. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Um gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta er að ræða og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Áhugahópur um strandminjar í hættu ásamt Minjastofnun mun standa fyrir ráðstefnu þann 18. apríl þar sem þessi mál verða til umræðu. Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“ Eyþór segir að sem dæmi megi nefna að norðan við Skagaströnd þá eru um 40 prósent af um 400 skráðum strandminjum í mikilli hættu. „40 prósent til viðbótar eru einnig í hættu. Það þýðir að 80 prósent af minjum á því svæði eru að hverfa.“ Í tilkynningu segir að gríðarlega mikið af stórmerkilegum sjávarútvegsminjum séu þessi árin að hverfa í sjó allt í kringum landið. Mest séu þetta verbúðir, naust, hróf, fiskgarðar og fleira sem liggja við strendur landsins. „Þessi flokkur minja hefur litla athygli fengið og er nær ekkert rannsakaður. Með hækkandi sjávaryfirborði erum við ásamt öðrum strandþjóðum farin að glíma við meira brim og sjávarrof en áður. Í dag er ástandið hvað verst á þeim stöðum sem snúa mót vestanvindum. Sem dæmi þá var á Sæbóli á Ingjaldssandi frá landnámi mikil verstöð, sem núna er öll horfin. Það er nær allt horfið á Suðurlandi og ástandið er mjög slæmt á Norðurlandi. Á Siglunesið í Siglufirði var stór verstöð frá fyrstu tíð en þar er allt á undanhaldi. Siglunesið sjálft verður miðað við áframhaldandi sjávarrof horfið eftir um 10-15 ár.“ Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu (Hótel Sögu), laugardaginn 18. apríl, milli klukkan 13 og16.30. Hún ber heitið Strandminjar í hættu – lífróður.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira