Innlent

Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Skiptar skoðanir eru hér á landi á #FreeTheNipple herferðinni.
Skiptar skoðanir eru hér á landi á #FreeTheNipple herferðinni. vísir/getty
Íslenskar konur, sem sagt hafa hefndarklámi stríð á hendur, hafa vakið mikla athygli ytra. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um geirvörtudaginn svokallaða 26. mars og hafa konur víða um heim nú fylgt í fótspor íslensku kvennanna.

Fjölmiðlar ytra greina meðal annars frá því að þrátt fyrir að átakið sé rúmlega árs gamalt þá hafi íslenskar konur orðið öðrum til hvatningar. Það hafi líklega aldrei vakið eins mikla eftirtekt og nú, úr hafi orðið eins konar bylting á Íslandi sem komið hafi átakinu af stað á ný. 

Breska blaðið Telegraph er á meðal þeirra sem fjallað hafa um málið. Þar er greint frá upphafi Free The Nipple átaksins en það á rætur sínar að rekja til samnefndrar kvikmyndar. Myndin fjallar um mannréttindabaráttu ungra kvenna sem benda á tvískinnung þess að í sumum fylkjum í Bandaríkjunum er ólöglegt fyrir konur að bera á sér brjóstin, en ekki karlmenn.

Þá sé ákveðin mótsögn fólgin í því að fjölmiðlar telji í lagi að myndbirta ýmis voðaverk, en ekki kvenmannslíkama. Myndin kom út í lok síðasta árs og er fyrsta mynd leikstjórans Lina Esco. Brot úr kvikmyndinni má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Að vera eða ekki, í brjóstahaldara

Um daginn var dagur hinnar frjálsu geirvörta eða Free the Nipple eins og hann er kallaður á ensku sem var haldinn hátíðlegur á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×