„Hann fékk aldrei að njóta sín í lífinu“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. mars 2015 13:45 Á síðustu árum hefur vitundarvakning átt sér stað í málefnum þolenda kynferðislegs ofbeldis. Æ fleiri þolendur og aðstandendur þeirra leita til hjálparsamtaka á borð við Stígamóta og Drekaslóðar í Reykjavík, Sólstafa á Vestfjörðum og Aflsins á Akureyri og greina frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella eru það kvenkyns þolendur sem greina frá þessari reynslu og lengi vel var kynferðislegt ofbeldi beinlínis skilgreint sem það þegar karl níðist á konu eða barni. Staðreyndin er aftur á móti sú að konur brjóta einnig kynferðislega gegn öðrum. Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Bresta, sem verður til sýninga á Stöð 2 klukkan 20:30, er fjallað um konur sem brjóta kynferðislega gegn ungum drengjum.Andvaraleysi fræðasamfélagsins Örfáar tíðnirannsóknir hafa verið gerðar hér á landi til að meta umfang kynferðislegs ofbeldis gagnart börnum. Engu að síður áætla fræðimenn að um 17% barna hafi verið beitt slíku ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Talið er að konur séu gerendur í 7% prósent tilfella. Í lokaverkefni sínu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands bendir Hilmar Jón Stefánsson á að kynferðislegt ofbeldi, þar sem gerandinn var kona, var talið svo sjaldgæft að lengi vel var litið framhjá því af vísindasamfélaginu. Ingólfur Harðarson, frumkvöðlafræðingur, hefur árum saman aðstoðað karla við að vinna úr reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi. Hann segir skort á rannsóknum á umfangi málaflokksins vera ólíðandi. „Þetta er ákveðin þöggun,“ segir Ingólfur. „Og þetta viðheldur ástandinu. Kvenkyns gerendur geta í raun stundað þetta í þessari þöggun og fá frið til þess.“Mýtan sem drepur Ingólfur bendir á að kenningar og hugmyndir um þolendur sem verða að gerendum hafi aðeins orðið til þess að draka kjarkinn úr þolendum sem íhuga að stíga fram. Eins og Hilmar Jón bendir á í lokaverkefni sínu þá á þessi hugmynd ekki stoð í raunveruleikanum. Ítrekað hafa rannsóknir sýnt að langflestir þolendur eiga ekki eftir að misnota aðra kynferðislega. „Þetta er mýta sem drepur,“ segir Ingólfur. Þolandi kynferðislegs ofbeldis sem Brestir ræða við í kvöld segir þessa mýtu hafa haft veruleg áhrif á sig og komið í veg fyrir að hann tjáði sig um reynslu sína af því þegar kona nauðgaði honum þegar hann var 11 ára gamall. Hann vildi ekki koma fram undir nafni og kallaður er Guðmundur til einföldunar. „Þetta var eitt af stóru málunum. Að stíga fram og þurfa þá að bera þennan kross. Ég opnaði á mín mál við félagsráðgjafa. Það fyrsta sem hún spurði mig var hvort að ég hafi girnd til barna,“ segir Guðmundur. „Ég get ekki sagt að fræðingarnir hafi hjálpað mér mikið.“17 ára þögn Sonur þeirra Maríu og Hafþórs (dulefni) var beittur kynferðislegu ofbeldi á BUGL þegar hann var á tólfta aldursári. Hann sagði engum frá reynslu sinni í 17 ár. Sonurinn náði aldrei að vinna úr þessari reynslu en sagði foreldrum sínum frá ofbeldinu þegar hann var 28 ára gamall. Hann svipti sig lífi fyrir rétt rúmu ári. Sonur hjónanna átti árum saman við vímuefnavanda að stríða. Ítrekaðar vímuefnameðferðir skiluðu ekki árangri. Foreldrar hans eru sannfærð um að rekja megi misheppnaðar meðferðartilraunir til þessa stóra undirliggjandi vandamáls. „Þetta finnst mér sárast af öllu,“ segir María. „Að vita til þess að hann er farinn og fékk aldrei að njóta sín í lífinu. Aldrei nokkrun tímann.“ María og Hafþór hvetja þá sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi — karla, konur og börn — að segja frá reynslu sinni. „Það er fyrsta skrefið í átt að bata,“ segir María.Saga Guðmundar og hjónanna Maríu og Hafþórs verður sögn í Brestum á Stöð 2 í kvöld klukkan 20:30. Brestir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Á síðustu árum hefur vitundarvakning átt sér stað í málefnum þolenda kynferðislegs ofbeldis. Æ fleiri þolendur og aðstandendur þeirra leita til hjálparsamtaka á borð við Stígamóta og Drekaslóðar í Reykjavík, Sólstafa á Vestfjörðum og Aflsins á Akureyri og greina frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella eru það kvenkyns þolendur sem greina frá þessari reynslu og lengi vel var kynferðislegt ofbeldi beinlínis skilgreint sem það þegar karl níðist á konu eða barni. Staðreyndin er aftur á móti sú að konur brjóta einnig kynferðislega gegn öðrum. Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Bresta, sem verður til sýninga á Stöð 2 klukkan 20:30, er fjallað um konur sem brjóta kynferðislega gegn ungum drengjum.Andvaraleysi fræðasamfélagsins Örfáar tíðnirannsóknir hafa verið gerðar hér á landi til að meta umfang kynferðislegs ofbeldis gagnart börnum. Engu að síður áætla fræðimenn að um 17% barna hafi verið beitt slíku ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Talið er að konur séu gerendur í 7% prósent tilfella. Í lokaverkefni sínu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands bendir Hilmar Jón Stefánsson á að kynferðislegt ofbeldi, þar sem gerandinn var kona, var talið svo sjaldgæft að lengi vel var litið framhjá því af vísindasamfélaginu. Ingólfur Harðarson, frumkvöðlafræðingur, hefur árum saman aðstoðað karla við að vinna úr reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi. Hann segir skort á rannsóknum á umfangi málaflokksins vera ólíðandi. „Þetta er ákveðin þöggun,“ segir Ingólfur. „Og þetta viðheldur ástandinu. Kvenkyns gerendur geta í raun stundað þetta í þessari þöggun og fá frið til þess.“Mýtan sem drepur Ingólfur bendir á að kenningar og hugmyndir um þolendur sem verða að gerendum hafi aðeins orðið til þess að draka kjarkinn úr þolendum sem íhuga að stíga fram. Eins og Hilmar Jón bendir á í lokaverkefni sínu þá á þessi hugmynd ekki stoð í raunveruleikanum. Ítrekað hafa rannsóknir sýnt að langflestir þolendur eiga ekki eftir að misnota aðra kynferðislega. „Þetta er mýta sem drepur,“ segir Ingólfur. Þolandi kynferðislegs ofbeldis sem Brestir ræða við í kvöld segir þessa mýtu hafa haft veruleg áhrif á sig og komið í veg fyrir að hann tjáði sig um reynslu sína af því þegar kona nauðgaði honum þegar hann var 11 ára gamall. Hann vildi ekki koma fram undir nafni og kallaður er Guðmundur til einföldunar. „Þetta var eitt af stóru málunum. Að stíga fram og þurfa þá að bera þennan kross. Ég opnaði á mín mál við félagsráðgjafa. Það fyrsta sem hún spurði mig var hvort að ég hafi girnd til barna,“ segir Guðmundur. „Ég get ekki sagt að fræðingarnir hafi hjálpað mér mikið.“17 ára þögn Sonur þeirra Maríu og Hafþórs (dulefni) var beittur kynferðislegu ofbeldi á BUGL þegar hann var á tólfta aldursári. Hann sagði engum frá reynslu sinni í 17 ár. Sonurinn náði aldrei að vinna úr þessari reynslu en sagði foreldrum sínum frá ofbeldinu þegar hann var 28 ára gamall. Hann svipti sig lífi fyrir rétt rúmu ári. Sonur hjónanna átti árum saman við vímuefnavanda að stríða. Ítrekaðar vímuefnameðferðir skiluðu ekki árangri. Foreldrar hans eru sannfærð um að rekja megi misheppnaðar meðferðartilraunir til þessa stóra undirliggjandi vandamáls. „Þetta finnst mér sárast af öllu,“ segir María. „Að vita til þess að hann er farinn og fékk aldrei að njóta sín í lífinu. Aldrei nokkrun tímann.“ María og Hafþór hvetja þá sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi — karla, konur og börn — að segja frá reynslu sinni. „Það er fyrsta skrefið í átt að bata,“ segir María.Saga Guðmundar og hjónanna Maríu og Hafþórs verður sögn í Brestum á Stöð 2 í kvöld klukkan 20:30.
Brestir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira