Ríkið vinnur að útspili í kjaradeilunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. mars 2015 10:45 Ríkisstjórnin hyggst kynna útspil sitt í kringum páskana. Mynd/GVA Ríkisstjórnin fundar með aðilum vinnumarkaðarins í vikunni til að finna möguleg útspil ríkisstjórnarinnar í kjaradeilum. Samtöl eru þó skammt á veg komin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur ríkisstjórnin áherslu á að útspilin komi fram fljótlega eftir páska, áður en verkföll hefjast. Meðal þess sem komið hefur til tals sem útspil ríkisstjórnarinnar er hækkun og samræming á húsaleigu- og vaxtabótum, lækkun skatta á leiguhúsnæði og lækkun tryggingagjalds, breytingar á Íbúðalánasjóði og aðrar breytingar á húsnæðis- markaðnum til að mæta aukinni eftirspurn eftir húsnæði, sérstaklega litlum og millistórum íbúðum. Atvinnurekendur telja viðleitni ríkisstjórnarinnar til að halda sér til hlés í þessum viðræðum að undanförnu hluta vandans. Ríkisstjórnin geti ekki verið stikkfrí og taki hún ekki þátt í því að smíða skynsamlegar lausnir muni það koma niður á kjaraviðræðum ríkisins við sína hópa.Atvinnurekendur telja viðleitni ríkisstjórnarinnar til að halda sér til hlés í þessum viðræðum að undanförnu hluta vandans.Mynd/GVASamtök atvinnulífsins (SA) segjast aldrei hafa staðið frammi fyrir jafn háum kröfum. Starfsgreinasambandið (SGS) krefst 50 til 70 prósenta hækkunar fyrir alla félagsmenn í þriggja ára samningi og að lægstu laun hækki hlutfallslega mest. Önnur verkalýðsfélög krefjast 20 til 45 prósenta launahækkana fyrir samning til eins árs. Búist er við að aðildarfélög SGS grípi til verkfallsaðgerða í kringum 10. apríl. SA segja tuga prósenta launahækkanir óraunhæfar og þær muni leiða af sér mikla verðbólgu og verri lífskjör. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar með aðilum vinnumarkaðarins í vikunni til að finna möguleg útspil ríkisstjórnarinnar í kjaradeilum. Samtöl eru þó skammt á veg komin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur ríkisstjórnin áherslu á að útspilin komi fram fljótlega eftir páska, áður en verkföll hefjast. Meðal þess sem komið hefur til tals sem útspil ríkisstjórnarinnar er hækkun og samræming á húsaleigu- og vaxtabótum, lækkun skatta á leiguhúsnæði og lækkun tryggingagjalds, breytingar á Íbúðalánasjóði og aðrar breytingar á húsnæðis- markaðnum til að mæta aukinni eftirspurn eftir húsnæði, sérstaklega litlum og millistórum íbúðum. Atvinnurekendur telja viðleitni ríkisstjórnarinnar til að halda sér til hlés í þessum viðræðum að undanförnu hluta vandans. Ríkisstjórnin geti ekki verið stikkfrí og taki hún ekki þátt í því að smíða skynsamlegar lausnir muni það koma niður á kjaraviðræðum ríkisins við sína hópa.Atvinnurekendur telja viðleitni ríkisstjórnarinnar til að halda sér til hlés í þessum viðræðum að undanförnu hluta vandans.Mynd/GVASamtök atvinnulífsins (SA) segjast aldrei hafa staðið frammi fyrir jafn háum kröfum. Starfsgreinasambandið (SGS) krefst 50 til 70 prósenta hækkunar fyrir alla félagsmenn í þriggja ára samningi og að lægstu laun hækki hlutfallslega mest. Önnur verkalýðsfélög krefjast 20 til 45 prósenta launahækkana fyrir samning til eins árs. Búist er við að aðildarfélög SGS grípi til verkfallsaðgerða í kringum 10. apríl. SA segja tuga prósenta launahækkanir óraunhæfar og þær muni leiða af sér mikla verðbólgu og verri lífskjör.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira