Sársaukafull aðgerð en óumflýjanleg Svavar Hávarðsson skrifar 27. mars 2015 07:00 Vísir í Grindavík á rætur að rekja til ársins 1930. Fréttablaðið/Pjetur „Ákvörðunin reyndi mjög á fyrirtækið og á alla sem henni tengdust. Ég trúi því að vel hafi tekist til þótt hún hafi verið umdeild og sársaukafull,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, en í dag er rétt ár síðan forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu um miklar breytingar í uppbyggingu og rekstri. Eins og alþjóð veit var kynnt sú ákvörðun að færa alla vinnslu Vísis til heimabæjarins Grindavíkur, og finna aðra starfsemi á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi. Þessi ákvörðun var tekin í neyð, enda ljóst að hún hefði áhrif á fjölmarga starfsmenn fyrirtækisins og samfélögin þrjú í heild, segir Pétur, sem ræddi þessa kúvendingu á morgunfundi í húsi Íslenska sjávarklasans í gær fyrir tilstilli Stjórnvísi – félags um framsækna stjórnun. Þar fór hann yfir hvað stóð að baki ákvörðuninni og hvað hún hefur þýtt fyrir fólkið og hag fyrirtækisins.Umdeild ákvörðun Það er óhætt að segja að ákvörðun Péturs og hans fólks hafi verið ein sú umdeildasta í atvinnumálum landsbyggðarinnar um langt skeið. Með réttu eða röngu var fullyrt að verið væri að skáka fólki á milli landshluta í hrárri gróðahyggju og að samfélagsleg ábyrgð væri að engu höfð. „Áhersla okkar var lögð á atvinnu fólks og nýja starfsemi í bæjarfélögunum þremur. Hugsunin var: Annað hvort sama vinna á nýjum stað eða ný vinna á sama stað,“ sagði Pétur og telur að þetta grundvallarmarkmið hafi, eða sé við það að nást. Á Djúpavogi séu allir sem urðu eftir í vinnu og gott betur. Á Þingeyri ákváðu 20 starfsmenn að vera eftir, og verða allir komnir í vinnu í lok apríl. „Vonbrigðin eru kannski staðan á Húsavík, því þar eru mestu tækifærin. Þar eru tíu af þeim 23 sem ákváðu að koma ekki til Grindavíkur, eða gátu það ekki, sem eru án vinnu í dag. Því eru tíu af þeim 180 til 200 manns sem voru hjá okkur ekki með örugga vinnu nú ári eftir að breytingarnar voru tilkynntar,“ sagði Pétur en 45 fluttu frá Djúpavogi til Grindavíkur, tíu frá Þingeyri og tuttugu frá Húsavík. „Við trúum því enn að Húsavík rétti úr sér eftir þessar breytingar. En við vorum aldrei með næga vinnu á þessum þremur stöðum. Ákvæði í kjarasamningum gaf okkur kost á að í langvarandi hráefnisskorti gátum við með mánaðar fyrirvara tilkynnt verkstöðvun sem stæði í tiltekinn tíma. Við vorum alltaf með tugi manna í 30 til 40 vikur á ári á launum hjá atvinnuleysistryggingasjóði því hráefnið hrökk ekki til,“ segir Pétur. Pétur lýsir því að það sé ekkert einfalt að aðlaga lítið byggðarlag að breytingum sem þessum, bæði hvað varðar húsnæði, skóla og annað. „En við vissum með nokkuð mikilli nákvæmni hvaða fólk gat fært sig um set og hvaða fólk var bundið átthagafjötrum. Það hefur gengið eftir og í framhaldinu hefur þetta tekist vonum framar.“„Hagræðingin“ Þótt aðeins ár sé liðið þá segir Pétur ljóst að kostnaður fyrirtækisins; laun, húsnæði, flutningar og annað, nemur nokkur hundruð milljónum á ári. Með nýtingu nýjustu tækni í Grindavík hafa tekjur aukist að hluta til um 40 til 50 krónur á hvert hráefniskíló. Ný tækni – tæknibylting – er hér lykilorðið sem mun einkenna íslenskan sjávarútveg næstu árin. „Við þurftum að grípa til svona róttækra aðgerða ef við ætluðum að vera þátttakendur í þessari þróun sem er óumflýjanleg, og hlutirnir eru að gerast hratt,“ útskýrði Pétur og bætti við að þróun Vísis sem fyrirtækis væri aðeins lítill hluti af mun stærri mynd. „Skellurinn árið 2013, og það sem liggur að baki honum, kom þegar verð á okkar afurðum féll um 20%. Í hruninu sjálfu hætti fiskur að seljast, og þannig var í næstum heilt ár. Við tókum okkar fallega línufisk, skárum hann í sneiðar og sendum til Nígeríu til að mæta sölutregðunni fyrsta árið. Afkoman hrundi og þá vissum við að fyrirtækið var í hættu, settumst niður því við vissum að sem ábyrgir stjórnendur urðum við að grípa í taumana og fara í breytingar. Niðurstaðan er kunn,“ sagði Pétur. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
„Ákvörðunin reyndi mjög á fyrirtækið og á alla sem henni tengdust. Ég trúi því að vel hafi tekist til þótt hún hafi verið umdeild og sársaukafull,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, en í dag er rétt ár síðan forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu um miklar breytingar í uppbyggingu og rekstri. Eins og alþjóð veit var kynnt sú ákvörðun að færa alla vinnslu Vísis til heimabæjarins Grindavíkur, og finna aðra starfsemi á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi. Þessi ákvörðun var tekin í neyð, enda ljóst að hún hefði áhrif á fjölmarga starfsmenn fyrirtækisins og samfélögin þrjú í heild, segir Pétur, sem ræddi þessa kúvendingu á morgunfundi í húsi Íslenska sjávarklasans í gær fyrir tilstilli Stjórnvísi – félags um framsækna stjórnun. Þar fór hann yfir hvað stóð að baki ákvörðuninni og hvað hún hefur þýtt fyrir fólkið og hag fyrirtækisins.Umdeild ákvörðun Það er óhætt að segja að ákvörðun Péturs og hans fólks hafi verið ein sú umdeildasta í atvinnumálum landsbyggðarinnar um langt skeið. Með réttu eða röngu var fullyrt að verið væri að skáka fólki á milli landshluta í hrárri gróðahyggju og að samfélagsleg ábyrgð væri að engu höfð. „Áhersla okkar var lögð á atvinnu fólks og nýja starfsemi í bæjarfélögunum þremur. Hugsunin var: Annað hvort sama vinna á nýjum stað eða ný vinna á sama stað,“ sagði Pétur og telur að þetta grundvallarmarkmið hafi, eða sé við það að nást. Á Djúpavogi séu allir sem urðu eftir í vinnu og gott betur. Á Þingeyri ákváðu 20 starfsmenn að vera eftir, og verða allir komnir í vinnu í lok apríl. „Vonbrigðin eru kannski staðan á Húsavík, því þar eru mestu tækifærin. Þar eru tíu af þeim 23 sem ákváðu að koma ekki til Grindavíkur, eða gátu það ekki, sem eru án vinnu í dag. Því eru tíu af þeim 180 til 200 manns sem voru hjá okkur ekki með örugga vinnu nú ári eftir að breytingarnar voru tilkynntar,“ sagði Pétur en 45 fluttu frá Djúpavogi til Grindavíkur, tíu frá Þingeyri og tuttugu frá Húsavík. „Við trúum því enn að Húsavík rétti úr sér eftir þessar breytingar. En við vorum aldrei með næga vinnu á þessum þremur stöðum. Ákvæði í kjarasamningum gaf okkur kost á að í langvarandi hráefnisskorti gátum við með mánaðar fyrirvara tilkynnt verkstöðvun sem stæði í tiltekinn tíma. Við vorum alltaf með tugi manna í 30 til 40 vikur á ári á launum hjá atvinnuleysistryggingasjóði því hráefnið hrökk ekki til,“ segir Pétur. Pétur lýsir því að það sé ekkert einfalt að aðlaga lítið byggðarlag að breytingum sem þessum, bæði hvað varðar húsnæði, skóla og annað. „En við vissum með nokkuð mikilli nákvæmni hvaða fólk gat fært sig um set og hvaða fólk var bundið átthagafjötrum. Það hefur gengið eftir og í framhaldinu hefur þetta tekist vonum framar.“„Hagræðingin“ Þótt aðeins ár sé liðið þá segir Pétur ljóst að kostnaður fyrirtækisins; laun, húsnæði, flutningar og annað, nemur nokkur hundruð milljónum á ári. Með nýtingu nýjustu tækni í Grindavík hafa tekjur aukist að hluta til um 40 til 50 krónur á hvert hráefniskíló. Ný tækni – tæknibylting – er hér lykilorðið sem mun einkenna íslenskan sjávarútveg næstu árin. „Við þurftum að grípa til svona róttækra aðgerða ef við ætluðum að vera þátttakendur í þessari þróun sem er óumflýjanleg, og hlutirnir eru að gerast hratt,“ útskýrði Pétur og bætti við að þróun Vísis sem fyrirtækis væri aðeins lítill hluti af mun stærri mynd. „Skellurinn árið 2013, og það sem liggur að baki honum, kom þegar verð á okkar afurðum féll um 20%. Í hruninu sjálfu hætti fiskur að seljast, og þannig var í næstum heilt ár. Við tókum okkar fallega línufisk, skárum hann í sneiðar og sendum til Nígeríu til að mæta sölutregðunni fyrsta árið. Afkoman hrundi og þá vissum við að fyrirtækið var í hættu, settumst niður því við vissum að sem ábyrgir stjórnendur urðum við að grípa í taumana og fara í breytingar. Niðurstaðan er kunn,“ sagði Pétur.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira