Margra barna mæður: Það abbast enginn upp á „Big Mama“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2015 13:53 Ýr segir Bandaríkjamenn ekkert skilja í því að hún eigi svona mörg börn. Vísir Ýr Sigurðardóttir, yfirlæknir á flogaveikideild á Nemours barnaspítalanum í Orlando og átta barna móðir, segir Bandaríkjamenn ekkert skilja í því að hún eigi svona mörg börn. Rætt var við Ýr í þættinum Margra barna mæður á Stöð 2 á miðvikudagskvöld. „Þeir voru alltaf að spyrja mig í sérnáminu hvernig ég gæti eiginlega verið með öll þessi börn. Ég sagði þeim að þetta væri af trúarlegum ástæðum sem við værum með öll þessi börn. Bandaríkjamenn vilja lítið tala um trúmál og alls ekki setja út á trú annarra. Þannig að allir sem ég sagði þetta við sögðu bara „Já, auðvitað, auðvitað, frábært!“ og eitthvað svona. Alveg þangað til ég hitti einhvern mann sem sagði „Bíddu, ertu ekki frá Íslandi? Eru þið ekki Lúterstrúar? Þið getið alveg átt börn þegar þið viljið.“ Þá hætti ég að nota þetta sem afsökun þegar það var einhver sem vissi eitthvað um Ísland.“Sjá einnig: Yfirlæknir og átta barna móðirMaður þarf ekki að vera lengi í kringum ykkur fjölskylduna til að sjá að það er mikill húmor í kringum ykkur? „Já, við getum gert grín að hvort öðru og sjálfum okkur líka. Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér. En með húmor kemur líka að maður getur orðið bráður. Ég get orðið mjög reið ef einhver gerir eitthvað á hlut barnanna minna. Það er enginn að abbast upp á „Big Mama“, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ýr hlæjandi. Hún nefnir dæmi um að hún hafi dregið strákana sína úr tannlæknastólnum þegar henni fannst aðstoðarmaður tannlæknisins ekki nógu almennilegur við þá. „Svo hef ég hellt mér yfir einn skólabílstjóra hérna sem kom síðar í ljós að talaði enga ensku þannig að fína ræðan mín sem ég hélt yfir honum skilaði engu.“ Ýr segir að seinasta stóra uppákoman hafi verið á leikskólanum hjá yngstu dóttur hennar. „Í fyrsta lagi móðguðu þau mig alfarið á foreldradaginn þegar ég kom og spurði hvort ég væri amma hennar. Það fór mjög illa. Síðan voru þau of mikið að segja mér eitthvað leiðinlegt, til dæmi að hún hefði talað of hátt. Bandaríkjamenn eru mjög gjarnir á að skreyta hlutina með of mörgum orðum. Í staðinn fyrir að segja að hún hefði talað of hátt þá var sagt að hún hefði notað útiröddina inni, sem við skildum nú ekki lengi vel. Svo sögðu þau að hún hefði líka notað útifæturna inni, sem var að hlaupa þegar hún átti að labba.“Innslag úr þættinum Margra barna mæður má sjá í spilaranum hér að neðan. Margra barna mæður Tengdar fréttir Margra barna mæður: Gerði hlé á barneignum í tæp 20 ár "Það hvarflaði ekki annað að mér en að ég væri steinhætt að eiga börn,“ segir viðmælandi Margra barna mæðra í kvöld. 18. mars 2015 14:43 Níu barna móðir á Eyrarbakka "Mér finnst það umhugsunarvert að konur, eða hjón, setji vinnuna framar en fjölskylduna. Þetta er eitthvað sem þú hefur alltaf. Hitt ekki endilega,“ segir Hildur Jónsdóttir, sem kemur fram í öðrum þætti af Margra barna mæðrum í kvöld. 11. mars 2015 11:30 Margra barna mæður: Ótrúleg tilfinning að vera í Kína og fá barnið þitt í hendurnar Linda Jónsdóttir á fimm börn og eru tvö þeirra ættleidd frá Kína. Hún segist tengjast þeim jafnmikið og þeim börnum sem hún fæddi sjálf. 19. mars 2015 13:25 Margra barna mæður: Heimilinu stýrt eins og fyrirtæki Hildur Jónsdóttir og Ragnar Gestsson eiga saman níu börn. Skipulag skiptir höfuðmáli og hefur því hefur og einn fjölskyldumeðlimur sitt ábyrgðarhlutverk 12. mars 2015 13:32 Margra barna mæður: Yfirlæknir og átta barna móðir Ýr Sigurðardóttir ætlaði alltaf að láta fjölda barna sinna stöðvast á prímtölu en hætti við þegar áttunda barnið fæddist. 25. mars 2015 15:29 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Ýr Sigurðardóttir, yfirlæknir á flogaveikideild á Nemours barnaspítalanum í Orlando og átta barna móðir, segir Bandaríkjamenn ekkert skilja í því að hún eigi svona mörg börn. Rætt var við Ýr í þættinum Margra barna mæður á Stöð 2 á miðvikudagskvöld. „Þeir voru alltaf að spyrja mig í sérnáminu hvernig ég gæti eiginlega verið með öll þessi börn. Ég sagði þeim að þetta væri af trúarlegum ástæðum sem við værum með öll þessi börn. Bandaríkjamenn vilja lítið tala um trúmál og alls ekki setja út á trú annarra. Þannig að allir sem ég sagði þetta við sögðu bara „Já, auðvitað, auðvitað, frábært!“ og eitthvað svona. Alveg þangað til ég hitti einhvern mann sem sagði „Bíddu, ertu ekki frá Íslandi? Eru þið ekki Lúterstrúar? Þið getið alveg átt börn þegar þið viljið.“ Þá hætti ég að nota þetta sem afsökun þegar það var einhver sem vissi eitthvað um Ísland.“Sjá einnig: Yfirlæknir og átta barna móðirMaður þarf ekki að vera lengi í kringum ykkur fjölskylduna til að sjá að það er mikill húmor í kringum ykkur? „Já, við getum gert grín að hvort öðru og sjálfum okkur líka. Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér. En með húmor kemur líka að maður getur orðið bráður. Ég get orðið mjög reið ef einhver gerir eitthvað á hlut barnanna minna. Það er enginn að abbast upp á „Big Mama“, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ýr hlæjandi. Hún nefnir dæmi um að hún hafi dregið strákana sína úr tannlæknastólnum þegar henni fannst aðstoðarmaður tannlæknisins ekki nógu almennilegur við þá. „Svo hef ég hellt mér yfir einn skólabílstjóra hérna sem kom síðar í ljós að talaði enga ensku þannig að fína ræðan mín sem ég hélt yfir honum skilaði engu.“ Ýr segir að seinasta stóra uppákoman hafi verið á leikskólanum hjá yngstu dóttur hennar. „Í fyrsta lagi móðguðu þau mig alfarið á foreldradaginn þegar ég kom og spurði hvort ég væri amma hennar. Það fór mjög illa. Síðan voru þau of mikið að segja mér eitthvað leiðinlegt, til dæmi að hún hefði talað of hátt. Bandaríkjamenn eru mjög gjarnir á að skreyta hlutina með of mörgum orðum. Í staðinn fyrir að segja að hún hefði talað of hátt þá var sagt að hún hefði notað útiröddina inni, sem við skildum nú ekki lengi vel. Svo sögðu þau að hún hefði líka notað útifæturna inni, sem var að hlaupa þegar hún átti að labba.“Innslag úr þættinum Margra barna mæður má sjá í spilaranum hér að neðan.
Margra barna mæður Tengdar fréttir Margra barna mæður: Gerði hlé á barneignum í tæp 20 ár "Það hvarflaði ekki annað að mér en að ég væri steinhætt að eiga börn,“ segir viðmælandi Margra barna mæðra í kvöld. 18. mars 2015 14:43 Níu barna móðir á Eyrarbakka "Mér finnst það umhugsunarvert að konur, eða hjón, setji vinnuna framar en fjölskylduna. Þetta er eitthvað sem þú hefur alltaf. Hitt ekki endilega,“ segir Hildur Jónsdóttir, sem kemur fram í öðrum þætti af Margra barna mæðrum í kvöld. 11. mars 2015 11:30 Margra barna mæður: Ótrúleg tilfinning að vera í Kína og fá barnið þitt í hendurnar Linda Jónsdóttir á fimm börn og eru tvö þeirra ættleidd frá Kína. Hún segist tengjast þeim jafnmikið og þeim börnum sem hún fæddi sjálf. 19. mars 2015 13:25 Margra barna mæður: Heimilinu stýrt eins og fyrirtæki Hildur Jónsdóttir og Ragnar Gestsson eiga saman níu börn. Skipulag skiptir höfuðmáli og hefur því hefur og einn fjölskyldumeðlimur sitt ábyrgðarhlutverk 12. mars 2015 13:32 Margra barna mæður: Yfirlæknir og átta barna móðir Ýr Sigurðardóttir ætlaði alltaf að láta fjölda barna sinna stöðvast á prímtölu en hætti við þegar áttunda barnið fæddist. 25. mars 2015 15:29 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Margra barna mæður: Gerði hlé á barneignum í tæp 20 ár "Það hvarflaði ekki annað að mér en að ég væri steinhætt að eiga börn,“ segir viðmælandi Margra barna mæðra í kvöld. 18. mars 2015 14:43
Níu barna móðir á Eyrarbakka "Mér finnst það umhugsunarvert að konur, eða hjón, setji vinnuna framar en fjölskylduna. Þetta er eitthvað sem þú hefur alltaf. Hitt ekki endilega,“ segir Hildur Jónsdóttir, sem kemur fram í öðrum þætti af Margra barna mæðrum í kvöld. 11. mars 2015 11:30
Margra barna mæður: Ótrúleg tilfinning að vera í Kína og fá barnið þitt í hendurnar Linda Jónsdóttir á fimm börn og eru tvö þeirra ættleidd frá Kína. Hún segist tengjast þeim jafnmikið og þeim börnum sem hún fæddi sjálf. 19. mars 2015 13:25
Margra barna mæður: Heimilinu stýrt eins og fyrirtæki Hildur Jónsdóttir og Ragnar Gestsson eiga saman níu börn. Skipulag skiptir höfuðmáli og hefur því hefur og einn fjölskyldumeðlimur sitt ábyrgðarhlutverk 12. mars 2015 13:32
Margra barna mæður: Yfirlæknir og átta barna móðir Ýr Sigurðardóttir ætlaði alltaf að láta fjölda barna sinna stöðvast á prímtölu en hætti við þegar áttunda barnið fæddist. 25. mars 2015 15:29