Innlent

34 prósent aukning ferðamanna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Það sem af er ári hafa 133 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu.
Það sem af er ári hafa 133 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu. Vísir/Vilhelm
Rúmlega 70 þúsund ferðamenn fóru frá Íslandi í febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það er átján þúsundum fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Aukningin nemur því rúmum 34 prósentum.



Í tilkynningu frá Ferðamálastofu segir að um 82 prósent ferðamannanna hafi verið frá tíu mismunandi þjóðum. Bretar voru fjölmennastir en 41,5 prósent af öllum ferðamönnum voru þaðan. Bandaríkjamenn voru 12,8 prósent ferðamanna en aðrar þjóðir um og undir fimm prósentum.



Það sem af er ári hafa 133 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu. Það er um 34 prósentum meira en á sama tímabili á síðasta ári. „Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×