Gagnrýnir vinnubrögð EasyJet: Sat inni í vél í tíu klukkustundir Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. mars 2015 14:49 Það tók Dóróthe Guðjónsdóttur tíu tíma alls að komast heim frá Frakklandi, þar sem hún var í stuttu fríi. Dóróthe flaug frá Basel í Sviss með breska flugfélaginu EasyJet og átti heimferðin að taka tæpa fjóra tíma. Slæmt veður varð þó til þess að ferðin tók breytta stefnu.Farþegum ekki hleypt út Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær og samgöngur lamaðar. Flugbrautum á Keflavíkurflugvelli var lokað í gær þar sem ekki var hægt að lenda þar vegna veðurs. Því seinkuðu öll flugfélög sínum flugferðum, nema EasyJet. Þess í stað var ákvörðun tekin um að lenda á Egilsstaðaflugvelli og sátu farþegar þar í vélinni í um tvo klukkutíma. Ekki var leyfilegt að fara úr vélinni, þar sem ekki var hægt að kalla út starfsfólk til að taka á móti farþegunum.Lent var á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.mynd/dóróthe„Við flugum þaðan til Keflavíkur þar sem við fengum að sitja inni í vél í fjóra tíma til viðbótar áður en við vorum keyrð upp að flugstöð,“ segir Dóróthe sem gagnrýnir vinnubrögð flugfélagsins. Hún sjálf hafi athugað hvort hægt yrði að lenda í Keflavík og fengið þau svör að svo yrði ekki. Hún setur því spurningamerki við að ákveðið hafi verið að leggja af stað þegar það lá fyrir hversu slæmt veður var á Íslandi. Tilfinningin slæm„Frekar hefði ég verið til í að bíða inni á flugvelli í Basel heldur en að þurfa að sitja inni í vél í tíu klukkutíma. Tilfinningin að vera þar inni var ekki góð. Það var ekki gott loft og maður var orðinn ansi óþolinmóður því maður vill alltaf komast heim eftir frí. Þannig að þetta var ævintýri útaf fyrir sig,“ segir hún. Farþegar í sex flugvélum biðu klukkutímum saman úti á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að tengja við innganginn vegna hvassviðris. Tvær vélar frá EasyJet voru þar á meðal en báðar lentu þær fyrst á Egilsstöðum.Vélin lenti við gömlu herstöðina og þangað voru farþegar sóttir.Aðspurð hvort innilokunarkennd hafi gert vart við sig meðal segir hún svo ekki hafa verið. Þolinmæðin hafi þó fljótt klárast og eirðarleysið töluvert. „Annars var fólk óskaplega tillitssamt og sýndi þolinmæði og sat bara í sætunum sínum þar sem það reyndi að lesa og drepa tímann með einhverjum hætti." Um klukkan 23 komust Dóróthe og aðrir farþegar vélarinnar úr vélinni. Hún segir marga orðna svanga og þreytta á þeim tíma, þar sem lítið var til af mat í vélinni. Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Það tók Dóróthe Guðjónsdóttur tíu tíma alls að komast heim frá Frakklandi, þar sem hún var í stuttu fríi. Dóróthe flaug frá Basel í Sviss með breska flugfélaginu EasyJet og átti heimferðin að taka tæpa fjóra tíma. Slæmt veður varð þó til þess að ferðin tók breytta stefnu.Farþegum ekki hleypt út Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær og samgöngur lamaðar. Flugbrautum á Keflavíkurflugvelli var lokað í gær þar sem ekki var hægt að lenda þar vegna veðurs. Því seinkuðu öll flugfélög sínum flugferðum, nema EasyJet. Þess í stað var ákvörðun tekin um að lenda á Egilsstaðaflugvelli og sátu farþegar þar í vélinni í um tvo klukkutíma. Ekki var leyfilegt að fara úr vélinni, þar sem ekki var hægt að kalla út starfsfólk til að taka á móti farþegunum.Lent var á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.mynd/dóróthe„Við flugum þaðan til Keflavíkur þar sem við fengum að sitja inni í vél í fjóra tíma til viðbótar áður en við vorum keyrð upp að flugstöð,“ segir Dóróthe sem gagnrýnir vinnubrögð flugfélagsins. Hún sjálf hafi athugað hvort hægt yrði að lenda í Keflavík og fengið þau svör að svo yrði ekki. Hún setur því spurningamerki við að ákveðið hafi verið að leggja af stað þegar það lá fyrir hversu slæmt veður var á Íslandi. Tilfinningin slæm„Frekar hefði ég verið til í að bíða inni á flugvelli í Basel heldur en að þurfa að sitja inni í vél í tíu klukkutíma. Tilfinningin að vera þar inni var ekki góð. Það var ekki gott loft og maður var orðinn ansi óþolinmóður því maður vill alltaf komast heim eftir frí. Þannig að þetta var ævintýri útaf fyrir sig,“ segir hún. Farþegar í sex flugvélum biðu klukkutímum saman úti á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að tengja við innganginn vegna hvassviðris. Tvær vélar frá EasyJet voru þar á meðal en báðar lentu þær fyrst á Egilsstöðum.Vélin lenti við gömlu herstöðina og þangað voru farþegar sóttir.Aðspurð hvort innilokunarkennd hafi gert vart við sig meðal segir hún svo ekki hafa verið. Þolinmæðin hafi þó fljótt klárast og eirðarleysið töluvert. „Annars var fólk óskaplega tillitssamt og sýndi þolinmæði og sat bara í sætunum sínum þar sem það reyndi að lesa og drepa tímann með einhverjum hætti." Um klukkan 23 komust Dóróthe og aðrir farþegar vélarinnar úr vélinni. Hún segir marga orðna svanga og þreytta á þeim tíma, þar sem lítið var til af mat í vélinni.
Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56
Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19