Gagnrýnir vinnubrögð EasyJet: Sat inni í vél í tíu klukkustundir Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. mars 2015 14:49 Það tók Dóróthe Guðjónsdóttur tíu tíma alls að komast heim frá Frakklandi, þar sem hún var í stuttu fríi. Dóróthe flaug frá Basel í Sviss með breska flugfélaginu EasyJet og átti heimferðin að taka tæpa fjóra tíma. Slæmt veður varð þó til þess að ferðin tók breytta stefnu.Farþegum ekki hleypt út Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær og samgöngur lamaðar. Flugbrautum á Keflavíkurflugvelli var lokað í gær þar sem ekki var hægt að lenda þar vegna veðurs. Því seinkuðu öll flugfélög sínum flugferðum, nema EasyJet. Þess í stað var ákvörðun tekin um að lenda á Egilsstaðaflugvelli og sátu farþegar þar í vélinni í um tvo klukkutíma. Ekki var leyfilegt að fara úr vélinni, þar sem ekki var hægt að kalla út starfsfólk til að taka á móti farþegunum.Lent var á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.mynd/dóróthe„Við flugum þaðan til Keflavíkur þar sem við fengum að sitja inni í vél í fjóra tíma til viðbótar áður en við vorum keyrð upp að flugstöð,“ segir Dóróthe sem gagnrýnir vinnubrögð flugfélagsins. Hún sjálf hafi athugað hvort hægt yrði að lenda í Keflavík og fengið þau svör að svo yrði ekki. Hún setur því spurningamerki við að ákveðið hafi verið að leggja af stað þegar það lá fyrir hversu slæmt veður var á Íslandi. Tilfinningin slæm„Frekar hefði ég verið til í að bíða inni á flugvelli í Basel heldur en að þurfa að sitja inni í vél í tíu klukkutíma. Tilfinningin að vera þar inni var ekki góð. Það var ekki gott loft og maður var orðinn ansi óþolinmóður því maður vill alltaf komast heim eftir frí. Þannig að þetta var ævintýri útaf fyrir sig,“ segir hún. Farþegar í sex flugvélum biðu klukkutímum saman úti á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að tengja við innganginn vegna hvassviðris. Tvær vélar frá EasyJet voru þar á meðal en báðar lentu þær fyrst á Egilsstöðum.Vélin lenti við gömlu herstöðina og þangað voru farþegar sóttir.Aðspurð hvort innilokunarkennd hafi gert vart við sig meðal segir hún svo ekki hafa verið. Þolinmæðin hafi þó fljótt klárast og eirðarleysið töluvert. „Annars var fólk óskaplega tillitssamt og sýndi þolinmæði og sat bara í sætunum sínum þar sem það reyndi að lesa og drepa tímann með einhverjum hætti." Um klukkan 23 komust Dóróthe og aðrir farþegar vélarinnar úr vélinni. Hún segir marga orðna svanga og þreytta á þeim tíma, þar sem lítið var til af mat í vélinni. Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Það tók Dóróthe Guðjónsdóttur tíu tíma alls að komast heim frá Frakklandi, þar sem hún var í stuttu fríi. Dóróthe flaug frá Basel í Sviss með breska flugfélaginu EasyJet og átti heimferðin að taka tæpa fjóra tíma. Slæmt veður varð þó til þess að ferðin tók breytta stefnu.Farþegum ekki hleypt út Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær og samgöngur lamaðar. Flugbrautum á Keflavíkurflugvelli var lokað í gær þar sem ekki var hægt að lenda þar vegna veðurs. Því seinkuðu öll flugfélög sínum flugferðum, nema EasyJet. Þess í stað var ákvörðun tekin um að lenda á Egilsstaðaflugvelli og sátu farþegar þar í vélinni í um tvo klukkutíma. Ekki var leyfilegt að fara úr vélinni, þar sem ekki var hægt að kalla út starfsfólk til að taka á móti farþegunum.Lent var á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.mynd/dóróthe„Við flugum þaðan til Keflavíkur þar sem við fengum að sitja inni í vél í fjóra tíma til viðbótar áður en við vorum keyrð upp að flugstöð,“ segir Dóróthe sem gagnrýnir vinnubrögð flugfélagsins. Hún sjálf hafi athugað hvort hægt yrði að lenda í Keflavík og fengið þau svör að svo yrði ekki. Hún setur því spurningamerki við að ákveðið hafi verið að leggja af stað þegar það lá fyrir hversu slæmt veður var á Íslandi. Tilfinningin slæm„Frekar hefði ég verið til í að bíða inni á flugvelli í Basel heldur en að þurfa að sitja inni í vél í tíu klukkutíma. Tilfinningin að vera þar inni var ekki góð. Það var ekki gott loft og maður var orðinn ansi óþolinmóður því maður vill alltaf komast heim eftir frí. Þannig að þetta var ævintýri útaf fyrir sig,“ segir hún. Farþegar í sex flugvélum biðu klukkutímum saman úti á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að tengja við innganginn vegna hvassviðris. Tvær vélar frá EasyJet voru þar á meðal en báðar lentu þær fyrst á Egilsstöðum.Vélin lenti við gömlu herstöðina og þangað voru farþegar sóttir.Aðspurð hvort innilokunarkennd hafi gert vart við sig meðal segir hún svo ekki hafa verið. Þolinmæðin hafi þó fljótt klárast og eirðarleysið töluvert. „Annars var fólk óskaplega tillitssamt og sýndi þolinmæði og sat bara í sætunum sínum þar sem það reyndi að lesa og drepa tímann með einhverjum hætti." Um klukkan 23 komust Dóróthe og aðrir farþegar vélarinnar úr vélinni. Hún segir marga orðna svanga og þreytta á þeim tíma, þar sem lítið var til af mat í vélinni.
Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56
Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19